Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 32
maí 1976 og 1. desember 1976 til 3. marz 1977. Frá áramótum 1976 fram að vori komu þrjú brim, sem kunnugir töldu meðalvetrarbrim, og ollu tjóni á bátum í höfninni. Veturinn 1976 — 1977 var einmuna tíð, hvað sjólag snerti á Akra- nesi. Vindalda í Faxaflóa. Til að meta ölduaðdrag innan Faxaflóa var not- uð aðferð, sem lýst er í handbók strandfræði- stofnunar Bandarikjahers ásamt aðferð til að finna ölduhæðir og sveiflutíma. Langtímaspá um 26 Myndin sýnir þann 55 m langa garðsenda frá árinu 1979, sem verst varð úti í óveðrinu 16.—17. febrúar. Þessi hluti garðsins lækkaði um 6 m að jafnaði og dróst út að utan- verðu. Myndin er tekin af enda þess hluta garðsins, sem byggður var á árinu 1978. vindhraða var unnin úr mælingum frá Reykjavík yfir tímabilið 1950 til 1969, samtals 57698 athuganir. Þessir útreikningar voru gerðir fyrir svæðið utan Akraness að 30 m dýptarlínunni. A grundvelli öldusveigjuútreikninga er síðan fund- in ölduhæðin við duflið. Hönnunarsjólag Hönnunarsjólag var fundið með þvi að bera saman langtímaspá annars vegar byggða á mælingum og hins vegar á útreikningum. Til grundvallar úthafs- ölduspá var notuð ölduspá próf. Þorbjörns Karls- sonar fyrir Þorlákshöfn árið 1974. Langtímaspá var gerð um öldu við mælidufl og við enda brimvarnargarðs. Lögð var saman orka undiröldu úr suðvestri til vesturs og vindöldu úr suðvestri. Hönnunarsjólag við mælidufl reyndist vera: Einu sinni á ári Hs—3.2—3.5 m Einu sinni á 50 árum Hs=4.0—4.2 m Hönnunarsjólag við enda brimvarnargarðs reyndist vera: Einu sinni á ári Hs=2.7 m Einu sinni á 50 árum Hs=3.2 m. Þar af úthafsalda Hs=2.3 m með sveiflutíma orku- topps T — 17 sek. og vindalda Hs=2.3 m með sveiflutíma orkutopps T = 10 sek. Hönnun brimvarnargarðsins á Akranesi________________________ Sumarið 1976 var unnið að hönnun brimvarnar- garðsins og fyrsti áfangi garðsins byggður, en það var kaflinn frá enda einingaveggs fram að beygju á hafnargarði. Vegna mikils dýpis var ljóst þegar í upphafi, að garðurinn yrði að vera brattur eða með fláa 1:1.5 með tilliti til þeirra tækja, sem þá voru til ráðstöf- unar, og tilkostnaðar. Til að nýta námuna sem bezt og lækka heildar- kostnaðinn kom fram sú hugmynd að sturta flokk- uðu grjóti 0.31— 2l utan á kjarnann og setja síðan 2—5' steina þar utan á. Nota síðan krana til að ná réttum fláa. Utan á garðinn yrði siðan raðað vand- lega einu lagi af 4 — 8' grjóti. Til að kanna þessa hugmynd var gerð stöðug- leikatilraun með þetta þversnið í mælikvarða 1:50. Tilraunin fór þannig fram, að tvö hólf úr vatns- þéttum krossviði voru sett í hæfilega fjarlægð fram- an við ölduvakana. Þversniðin voru síðan byggð i þessum hólfum. Var miðað við hæð á brjóstvörn framan við einingavegg, sem er í kóta + 6.75 m. Þáverandi verkstjóri við hafnargerðina á Akranesi raðaði einu lagi af 4—1 ll steinum ofan á milligrjót í annað hólfið, en í hitt hólfið voru lögð tvö lög af 4— 1 ll steinum óröðuðum til samanburðar, einnig á milligrjót. Fláinn á óraðaða grjótinu var 1:1.5 frá SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.