Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 39
Alfreð Jónsson, oddvltl í Grímsey og Slgurður Hjaltason, sveitarstjórl á Höfn í Hornarfirði. I varastjórn eru: Eiríkur Alexand- ersson, bæjarstjóri í Grindavík; Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi; Hörður Þórhallsson, sveit- arstjóri á Reyðarfirði; Bjarni Aðal- geirsson, bæjarstjóri á Húsavik og Guðmundur B. Jónsson, bæjarfull- trúi í Bolungarvik, tiln. af stjórn Sambands islenzkra sveitarfélaga sem varamaður Alexanders Stefánssonar. Endurskoðendur voru kosnir Guð- mundur J. Guðmundsson, hafnar- nefndarmaður í Reykjavík og Þór Hagalín, sveitarstjóri á Eyrarbakka og til vara Valdimar Bragason, bæjarstjóri á Dalvík, og Einar Þ. Mathiesen, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði. Hafnarstjórn Reykjavikurborgar bauð fundarmönnum til hádegis- verðar að Hótel Sögu þennan dag. Björgvin Guðmundsson, formaður hafnarstjórnar bauð fundarmenn velkomna og ræddi nokkuð um Reykjavíkurhöfn, en Guðmundur H. Ingólfsson, bæjarfulltrúi á ísafirði, þakkaði boðið af hálfu gesta. Að loknum fundarstörfum þennan dag bauð Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra til móttöku að Borgartúni 7. Um boró f m/s Akraborg Fundurinn hélt áfram að morgni laugardags, skömmu eftir að m/s Akraborg hafði leyst landfestar frá Grófarbryggju i Reykjavikurhöfn kl. 10 árdegis. Formaður stýrði fundi. Gísli Viggósson, deildarverkfræð- ingur á Hafnamálastofnun, flutti þar erindi um hönnun brimvarnargarða með tilliti til skemmda á brimvarn- argarðinum á Akranesi veturinn 1980—1981. Erindið er birt í heild framar í þessu tölublaði. Njörður Tryggvason, verkfræðingur á Verkfræði- og teiknistofunni sf. á Akranesi, flutti einnig um borð erindi um brimvarnargarðinn á Akranesi og rakti sögu hafnarframkvæmda á Akranesi allt frá árinu 1908. Erindi hans er einnig birt framar í þessu tölublaði. Hafnarmannvirki skoóuð Þegar gengið var frá borði m/s Akraborgar, voru komnir á hafnar- bakkann bæjarfulltrúar, bæjarstjór- inn á Akranesi, Magnús Oddsson og hafnarnefndarmenn. Sýndu þeir komumönnum hafnarmannvirki og gerðu grein fyrir einstökum verk- áföngum og því tjóni, sem varð í veðurofsanum tvisvar á seinasta vetri, í fyrra skiptið 27. og 28. desember 1980 og hið síðara nóttina milli 16. og 17. febrúar. Komumönnum var m. a. bent á mikla dæld, sem er á stórum geymi Sementsverksmiðju ríkisins, sem þar stendur á hafnarsvæðinu. Þóttu mönnum firn mikil þau verks- ummerki eftir óveðrið 16.—17. febrúar. Þá skoðuðu fundarmenn hafnar- vigtina, Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjuna hf., þar sem Valdimar Indriðason, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og forseti bæjarstjórnar, kynnti starfsemina og Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts hf., þar sem feðgarnir Þorgeir Jósefsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og Jósef H. Þorgeirsson, bæjarfuiltrúi og al- þingismaður, sýndu komumönnum starfsemina og aðstöðu fyrirtækisins við Lambhúsasund. Umræöufundur um brimvarnargarða Að loknu hádegisverðarboði bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar, var haldinn fundur i húsakynnum fjölbrautaskólans á Akranesi. Fundarstjóri á þeim fundi var Valdimar Indriðason, forseti bæjar- stjórnar Akraneskaupstaðar. Magnús Oddsson, bæjarstjóri, flutti þar yfirlit um sögu byggðarlagsins og vöxt kaupstaðarins, og var erindið uppistaða í grein þeirri um Akranes- kaupstað fjörutíu ára, sem bæjar- stjórinn skrifar fremst í þetta tölu- blað. Einnig gerði Magnús grein fyrir hafnarframkvæmdunum og kynnti sjónarmið „heimamanna", eins og það var kynnt i dagskrá fundarins. Gísli Viggósson og Njörður Tryggvason sýndu einnig litskyggnur til nánari skýringar á erindum sínum um borð í m/s Akraborg fyrr um daginn. Almennar umræður fóru síðan fram um grjótvarnargarða með hlið- sjón af hafnargarðinum á Akranesi. Síðan urðu almennar umræður um hafnamál i landinu, og bar margt á góma. Að umræðum loknum þakkaði formaður Hafnasambandsins, Gunn- 33 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.