Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 41
GUNNAR B. GUÐMUNDSSON, form. Hafnasambands sveitarfélaga: AF VETTVANGI HAFNAMÁLA Úr setningarræðu og ársskýrslu á 12. ársfundi Hafnasambandsins 23. október 1981 Við stofnun Hafnasambands sveitarfélaga fyrir tólf árum var einkum talið mikilvægt, að með þeim fengist sameiginlegur málsvari í málefnum hafn- anna gagnvart ríkisvaldinu. Gjaldskrármál hafna voru í ólestri, enda hafði þjóðin þá þegar siglt inn í öldurót þeirrar óðaverð- bólgu, sem hún enn hefur ekki komizt út úr. Sjálfsagt er |:>að rétt, að árangur af starfi Hafna- sambandsins fram til þessa er áþreifanlegastur á sviði gjaldskrármála. Meginhluta af starfstíma stjórnar og af fjármunum sambandsins er varið til þess að afla gagna til að leggja fyrir stjórnvöld við ákvörðunartöku um gjaldskrármál. Árið 1981 hafa ytri aðstæður verið hagstæðar hafnarrekstri. Botnfiskafli hefir enn aukizt frá síð- asta ári og fiskverð hefir verið hærra en áætlun okkar við afkomuspá hafnarsjóðanna gerði ráð fyrir. Loðnuveiðar hafa að vísu dregizt saman. Útflutningur sjávarafurða hefur aukizt fyrstu átta mánuði ársins um 4.5%, einkum á saltfiski og skreið. Nokkur samdráttur hefir orðið á frystiafurðum, en verulegur samdráttur á lýsi og mjöli frá fyrra ári eða um 39% á fyrstu 8 mánuðum ársins. Vöruinnflutningur hefir mánuðina jan.—ágúst aukizt alls um 1.2%, sérstakur vöruinnflutningur, þ. e. til virkjana, stóriðju o. þ. h., minnkaði um 20.6%, þannig að svokallaður almennur vöruinn- flutningur jókst um 5.2%, en þar eð 17.2% sam- dráttur varð í olíuinnflutningi, jókst annar almenn- ur innflutningur um 11.0% Allt þetta hefði að sjálfsögðu átt að leiða til þess, að hafnarsjóðir hefðu haft auknar tekjur og ekki átt að eiga í erfiðleikum með að leggja fram eigið fram- lag til framkvæmda og greiða afborganir og vexti til hafnabótasjóðs. Tvær meginástæður ráða jsví, að þróun hefir orðið önnur. í fyrsta lagi er þar um að ræða þróun gjald- skrármála. Gjaldskrármál Hafnasambandið hefir frá fyrstu tíð miðað tillög- ur sinar í gjaldskrármálum við |já stefnumörkun, sem ríkt hefir hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum. Svo var einnig nú að svo miklu leyti sem stefnan var kunn í ágústmánuði í fyrra. Þannig hafa hafnirnar af fyllstu ábyrgðartilfinningu viljað styðja stjórnvöld í baráttunni við verðbólguna. Af þessum sökum m. a. gerir Hafnasambandið þá kröfu til stjórnvalda, að þeir aðilar, sem settir eru til að fjalla um jressi mál, geri það af sömu ábyrgðar- tilfinningu, en afgreiði ekki réttlátar og rökstuddar kröfur með fullyrðingum einum saman. Þær kröfur eru gerðar til dómara, að þeir rökstyðji dóma sína. Þá kröfu verður að gera til gjaldskrár- nefndar ríkisins, að hún rökstyðji úrskurði sína og að jjeirra þurfi ekki að bíða mánuðum saman. Nú vil ég ekki láta hjá líða að taka fram, að miðað við fyrri afstöðu, væri ekki óeðlilegt, að Hafnasam- bandið legði til, að hafnarsjóðir afsöluðu sér þeim tekjumissi í ár, sem orsakazt hefir af gjaldskrár- skerðingu, þar eð hagstæðar ytri aðstæður hafa að nokkru komið jrar á móti, og gefa þannig stjórn- völdum aukið svigrúm í verðbólguslagnum. En þá er að líta á hitt atriðið, sem valdið hefir hafnarsjóðum auknum erfiðleikum á árinu og á trú- lega mestan þátt í greiðsluerfiðleikum þeirra. Betri aðstaða til innheimtu hafnargjalda Hér á ég við þá þróun, sem í vaxandi mæli hefir orðið vart á árinu, að útgerðarfyrirtæki og fiskverk- unarstöðvar neita með öllu að greiða skuldir sínar við hafnarsjóði og bera við erfiðri rekstrarafkomu. Af þessum sökum ber nauðsyn til þess að tryggja SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.