Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 43

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 43
pr. rúmlest (sbr. orkugjald). Varðandi einföldun á vörugjaldskrá þá hefir stjórnin orðið sammála um að leggja til, að vörugjaldaflokkar verði tveir, þ. e. al- mennar vörur og stórflutningar (bulk) og annar varningur, sem ekki er talinn bera hið almenna vörugjald. Hið almenna vörugjald yrði ákveðið sem vegið meðaltal núverandi 2. og 3. flokks og búlkvörugjald ákveðinn hundraðshluti þar af. Frekari útfærsla þessarar hugmyndar, sem byggð er að nokkru á gildandi vörugjaldskrá í Danmörku, yrði gerð samhliða endurskoðun á reglugerðum og gjaldskrám i kjölfar breytinga á hafnalögunum. Raftenging skipa í höfnum Á vegum norrænnar samstarfsnefndar (Nord- forsk). er að hefjast samnorrænt rannsóknarverkefni á sviði orkusparnaðar í fiskveiðum. Þátttakendur fyrir Islands hönd eru Fiskifélag íslands og Raunvísinda- stofnun Háskólans. Hafnasambandinu hefir verið boðin þátttaka í umræðuhópi um verkefnið, einkum hvað snerlir tengingu skipa við rafmagn úr landi, meðan þau liggja í höfn. Raftenging skipa í höfnum hefir oft verið rædd á fundum okkar. Hér er um kostnaðarsamar aðgerðir að ræða, sem gefa hafnarsjóðum engar auknar tekjur með því fyrirkomulagi, sem nú rikir. Reykjavíkurhöfn hefir á núgildandi verðlagi varið 2.5 m.kr. í rafdreifikerfi án nokkurs tekjuauka. Hugmyndin var, að hafnarstarfsmenn tækju að sér tengingu skipanna og hafnarsjóður sæi um inn- heimtu og legði á orkusöluna til að mæta kostnaði. Óljóst er, hvort þetta fyrirkomulag komist á. Eina sjáanlega leiðin til að mæta þessum útgjöld- um er, að gjaldskrá heimili hækkun á bryggjugjaldi, þegar skip er tengt rafmagni. Mál þetta þarf að skoðast við endurskoðun á gjaldskrá. Af norrænum hafnamálum Sænska hafnasambandið hefir boðið til norrœns hafnaþings í Gautaborg dagana 2. og 3. september 1982. Þeir, sem hugsanlega hefðu áhuga á að sitja þingið, hafi samband við stjórn eða skrifstofu sambandsins. Það fellur siðan í hlut okkar að halda norrænt hafnaþing á árinu 1984. Þeir, sem áhuga hafa á, að það fari fram hjá sér, láti um það vita. Frá Svíþjóð berast þær fréttir, að ekki þurfi lengur að leita staðfestingar stjórnvalda á gjaldskrám hafna. Þetta er í samræmi við að þar, í landi áætl- unarbúskaparins, hafa sveitarfélög og einstaklingar getað byggt hafnir án afskipta ríkisvaldsins. I Danmörku er að hefjast vinna við 6-ára hafna- áætlun 1986—1992. Kynnisferð til Bandaríkjanna Eg átti þess kost skömmu eftir að við skildum á síðasta ársfundi að fara kynnisferð til Bandaríkjanna og kynna mér þar rekstur hafna. Ég heimsótti nokkrar hafnir, bæði á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna, og fór alla leið til Alaska, þar sem ég meðal annars sá eina fiskihöfn á eyjunni Kodiak, en sem kunnugt er, var það þangað, sem Jón Ólafsson, ritstjóri, lagði til, að Islendingar flyttust, er hann kom úr Alaskaför sinni árið 1874. Rekstrarform hafna í Bandaríkjunum eru margvísleg, þar eru einkahafnir, hafnir í eigu eins sveitarfélags eða fleiri, hafnarsamsteypur í ríkiseign og sjálfstæðar hafnir með stjórnir kjörnar af íbúum ákveðins hér- aðs (county). Tekjuform hafna eru mismunandi, en mest þannig, að notendum eru leigð út hafnarmann- virki, land og hús, og ákveðst leigan þannig, að hún greiði niður fjármagnskostnað á eðlilegum ending- artíma mannvirkjanna, venjulegast á 20—25 árum, en sökum vaxandi verðbólgu hefur verið sett inn ákvæði um, að upphæð leigunnar endurskoðast eða leiðréttist með hliðsjón af verðbólgu. Einn tekjustofn rakst ég á fyrir vestan, sem ég hef ekki vitað um, að hafnir í Evrópu nytu, en það eru þær hafnir, sem eru héraðshafnir. Þær hafa ákveðinn tekjustofn, sem er óháður umferð, það er tiltekin hlutfallstala af fast- eignasköttum alls héraðsins. I Bandaríkjunum eru allar dýpkanir á siglingaleiðum meðfram ströndum og eftir ám og vötnum svo og dýpkanir innan hafna að hafnarbökkum fyrir almenna umferð kostaðar af fullu af alríkisstjórninni, og sér verkfræðingadeild hersins um þessar framkvæmdir. Um öryggismál á sjó, framkvæmdir á siglinga- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.