Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 46
40 spurningalistar til allra hafnarstjórna, þar sem beðið var um hugmyndir þeirra um hafnarframkvæmdir næstu 4 árin ásamt ýmsum upplýsingum um hafn- irnar, umferð og rekstur. A grundvelli þeirra svara og þess fjármagns, sem samgönguráðuneytið áætl- aði, að til ráðstöfunar yrði til hafnargerða á árunum 1975 — 78, var samin ný áætlun að formi til mjóg svipuð hinni fyrri, en nú í mun nánara samráði við heimamenn. Fastmótaða byggðastefnu vantar Áætlun þessi var lögð fyrir Alþingi, en var aldrei samþykkt sem þingsályktun. Við gerð þessarar áætlunar, eins og hinnar fyrri, kom í ljós, að mjög skortí á, að heilsteypt byggðapólitík væri til, mótuð af ríkisvaldinu. Svo er ekki enn, og hafa allar seínni áætlanir, þ. e. áætlanir áranna 1977 — 80, 1979 — 82 og 1981—84, verið brenndar sama marki, þ. e., að fastmótuð byggðastefna hefur engin legið fyrir af hálfu ríkisstjórnar eða Alþingis. Þetta hefur haft þær afleiðingar, að meginmarkmið áætlananna hefur á hverjum tíma verið að bæta úr brýnustu þörf á sem flestum stöðum. Þörfin fyrir hafnargerðir er mjög mikil, og má segja, að það fé, sem til þessara hluta hefur verið varið, sé allt of lítið til að hægt sé að veita öllum viðunandi úrlausn, þannig að séð sé fyrir flutningum og þörf fiskiflota hinna ýmsu staða. Afleiðingin hefur verið sú, að í hvert sinn, sem ný áætlun hefur komið út, hafa heyrzt óánægjuraddir vegna þess að of lítið sé áætlað á þennan eða hinn staðinn. Og að sjálfsögðu má ávallt um það deila, hvort rétt hefur verið skipt hinu takmarkaða fé, sem til ráðstöfunar var, en meginsjónarmið Hafnamála- stofnunar hefur þó ætíð verið að bæta úr brýnustu þörfum, jafnvel þótt ekki sé ávallt um það að ræða, að á þann máta fáist hinar hagkvæmustu lausnir, hvorki hvað varðar framkvæmdahraða né mann- virkjagerð. Eitt er það, sem og hefur valdið miklum erfiðleik- um við alla áætlanagerð, það eru hinar snöggu breytingar, er verða á notkun hafna á hinum ýmsu stöðum. Greinilegasta dæmi þess var tilkoma skuttogar- anna, skipa, sem kröfðust algjörlegra nýrra hafnar- mannvirkja, mun meira dýpis en almennt hafði verið talið nægjanlegt í fiskihöfnum og þar að auki meira skjóls en hægt var að veita í mörgum höfnum. Svipaða sögu má segja um tilkomu hinna stóru loðnuskipa og snöggu breytinga á síldveiðum lands- manna. Allt þetta hefur gert hafnaþörfina mun meiri en áður var, og í mörgum tilvikum liggur við, að heimafloti sé ekki lengur ákvarðandi um þörf mannvirkja, heldur ákvarðist hún af tilkomu að- komuskipa. Þetta hefur gert það að verkum, að mjög miklar breytingar hefur orðið að gera frá fyrstu hugmyndum um hafnaraðstöðu á mörgum stöðum og þarfirnar og kröfurnar fyrir aukna aðstöðu hafa verið langt umfram getu hafnarsjóðanna. Gerð áætlana um einstakar hafnir Kem ég þá að þeim þætti, er snýr að hafnarstjórn- um og eigin áætlanagerð þeirra. Til grundvallar áætlunargerðar um hafnir á öllu landinu liggja fyrir óskir heimamanna um framkvæmdir, og þær óskir, eins og ég sagði áður, eru langt umfram það fjár- magn, sem talið er hæfilegt til hafnabóta. Þessar óskir eru misjafnlega raunhæfar meðal annars vegna þess, að hafnarsjóðir gera almennt ekki grein fyrir því, á hvern hátt þeir ætli að standa undir sínum hluta kostnaðar, en, eins og vitað er, greiðir ríkis- sjóður mest 75% kostnaðar við hafnarmannvirki. Nú hin seinni ár hefur Hafnabótasjóður í vissum tilvikum bætt þar við styrkjum, sem svarar til 15% byggingarkostnaðar. Hafnarsjóðirnir sjálfir þurfa því aðeins, í mörgum tilfellum, að sjá um 1 tíunda hluta þess kostnaðar, er fellur til við hafnargerðina. Þrátt fyrir þetta hefur það margoft komið fyrir, að sveitarstjórnir og hafn- aryfirvöld hafa ekki getað staðið undir sínum hluta kostnaðarins, og hefir það valdið erfiðleikum við framkvæmdir verkanna. Nauðsynlegt er, að hafnarstjórnir og sveitar- stjórnir geri sér vel ljósa þá ábyrgð, sem þær takast á hendur með því að óska eftir framkvæmdum í höfnum, þ. e. þá fjárhagslegu ábyrgð, sem þær bera á sínum hluta kostnaðar, en oft virðist skorta talsvert á, að svo sé. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.