Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 55

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 55
DÖGG PÁLSDÓTTIR lögfræöingur: HUGLEIÐINGAR UM BARNAVERND 1.0 Inngangur Á 19. öld breyttust mjög viðhorf manna til þess, hverjar skyldur þjóðfélagsins væru við uppvaxandi kynslóð. I kjölfar þessa fylgdi í ýmsum löndum lög- gjöf um barnavernd. Á Norðurlöndunum riðu Norðmenn á vaðið með setningu barnaverndarlaga árið 1896. Svíar og Danir fylgdu þó fast á eftir, sænsku lögin voru sett árið 1902 og þau dönsku árið 1905. íslendingar voru seinir að taka við sér á þessu sviði, og fyrstu lögin um barnavernd voru ekki lög- fest fyrr en árið 1932 (nr. 43). Þó að heildarlöggjöf um barnavernd hafi skort fram til þess tíma, voru dreifð í ýmsum lögum ákvæði, sem vörðuðu þessi mál. ■> Núgildandi barnaverndarlög eru frá árinu 1966 (nr. 53). En hvað er barnavernd? í greinargerð núgildandi barnaverndarlaga segir svo: „Hlutur barnaverndarinnar er í fyrsta lagi að gegna almennu eftirlitshlutverki, þar sem er hið almenna eftirlit með aðbúð og uppeldi barna og 1) Þessi ákvæði voru: 5. gr. 1. 39/1907 um skilorðs- bundna hegningardóma og refsingu barna og ungmenna, 33. — 34. gr. 1. 46/1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna, og 36. — 38. gr. fátækralaga 43/1927. Framan- greind ákvæði voru numin úr gildi við gildistöku laga 43/1932. ungmenna á heimilum, eftirlit með hegðun þeirra utan heimilis svo og eftirlit með uppeldis- stofnunum og eftirlit með skemmtunum. Slíkt eftirlit hefur mikið varnaðargildi, dregur úr hættunni á því, að óhæfilega sé að börnum búið, þar sem þau alast upp, og dregur einnig úr því, að börnum og ungmennum sé boðið upp á skemmt- anir, sem skaðvænlegar eru sálarlífi þeirra og þroska. í öðru lagi gegnir barnaverndin því hlut- verki að hefjast handa um úrbætur á ófullnægj- andi aðbúð barna með því bæði að liðsinna heimilum, setja forráðamönnum ýmis fyrirmæli og skipa heimili eftirlitsmann o.fl. Ef þær varúð- arráðstafanir reynast ekki haldkvæmar, þá geta komið til róttækari ráðstafanir, svo sem taka barns af heimili og vistun annars staðar, eftir atvikum einnig með sviptingu foreldravalds.“ 2.0 Helztu ákvæöi barnaverndarlaga') Hér á eftir verður getið helztu ákvæða í lögum nr. 53 frá 1966 um vernd barna og ungmenna. Síðan verða raktar niðurstöður athugunar, sem ég gerði á störfum og starfsháttum nokkurra barnaverndar- yfirvalda, og loks bent á atriði, sem betur mættu fara, og leiðir til úrbóta. 1) Sbr. og reglugerð 105/1970, um vernd barna og ung- menna. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.