Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 58
C. Garðabœr. 1 Garðabæ er málum þannig háttað, að engin fundargerð er skráð á fundunum sjálfum, heldur tekur ritari niður punkta og semur fundargerð eftir þeim að fundi loknum. Fundargerð er siðan vélrituð og dreift. Af þessum sökum er nöfnum í flestum tilvikum sleppt. Við úrvinnslu kom í ljós, að nafnleysið olli því, að ógerlegt var að fylgja málum sömu aðila eftir yfir athugunartímabilið. Auk þess var sjaldnast getið endanlegrar afgreiðslu. D. Barnaverndarráð. Fundargerð er skráð jafnóðum á fundum og bók- að, hvað fram kemur um mál hverju sinni. f kynn- ingu mála var fram til ársins 1978 ýmist miðað við börnin, foreldra (annað eða bæði) eða enn aðra að- ila. Var í sumum tilvikum ógerningur að sjá, hvort um væri að ræða barn eða fullorðið, þar sem fæð- ingardags var ekki getið. Eftir skipun nýs barna- verndarráðs haustið 1978 var tekinn upp sá háttur að miða við nafn barns í kynningu mála. Umræðna var sjaldan getið í fundargerð og þegar málsaðilar kornu á fund hjá ráðinu, var lítið bókað um málflutning þeirra. Oft láðist að geta, hver væri orsök málsmeðferðar eða hvort mál hefði áður komið til kasta barnaverndarráðs. Til fyrirmyndar var, að nær undantekningarlaust gáfu ráðsmenn skýrslur, oftast munnlega, um ár- angur athugana, sem þeim hafði verið falið að ann- ast. Þá greindi sá ráðsmaður, sem annaðist skrif- stofuhald, alltaf frá því, hvað gerzt hefði milli funda, skýrði frá símtölum og heimsóknum. Afdrifa máls var oftast getið, þó oft væri um af- greiðsluna sjálfa vísað til umsagnar eða bréfa, sem ekki fylgdu fundargerðinni. Fyrir kom, að bókað væri, að stefnt skyldi að ákveðnum málalokum, en árangurs síðan ekki getið. 3.2 Málsmeðferð. Eins og getið var um hér að framan, eru i barna- verndarlögum nokkur ákvæði, sem lúta að því að gera málsmeðferð barnaverndaryfirvalda sem vandaðasta og stuðla að auknu réttaröryggi. Var lögð sérstök áherzla á að athuga framkvæmd þessara ákvæða. A. Seta héraðsdómara. I Reykjavík reyndi aldrei á þetta ákvæði, enda átti lögfræðingur sæti í nefndinni allt athugunartima- bilið. I Garðabæ komu engin þau mál, sem hér um ræðir, til meðferðar. I Kópavogi var héraðsdómari kvaddur til í einu máli, er tekin var ákvörðun um töku barns af heim- ili. Virðist héraðsdómari einungis hafa setið þann fund, er úrskurður var kveðinn upp á. B. Andmœlareglan. I ljós kom, að fátítt er, að málsaðilar notfæri sér rétt sinn til andmæla á fundum barnaverndar- nefnda, og hvergi kom fram í fundargerð, að máls- aðilum hefði verið kynntur þessi réttur þeirra. Sam- kvæmt upplýsingum starfsmanna nefndanna mun aðilum tilkynnt um þennan rétt munnlega. Þá kom og í ljós, að aðilar eiga þess ekki kost að kynna sér málsskjöl, en lögfræðingar þeirra geta lesið þau yfir, ef þeir óska, en eru þá bundnir þagnarskyldu um efni þeirra. Rök fyrir Jaessari afstöðu munu vera þau, að í málsskjölum séu upplýsingar og ályktanir þess eðlis, að óheppilegt sé, að þær komi fyrir augu málsaðila. Algengara reyndist, að málsaðilar kæmu á fund hjá barnaverndarráði og virtist ástæðan sú, að barnaverndarráð boðar aðila oft sérstaklega á fund til að gefa þeim tækifæri til að kynna sjónarmið sín. C. Aukinn meirihluti. I yfirgnæfandi fjölda tilvika virtist vera alger samstaða meðal nefndarmanna um afgreiðslu mála, a. m. k. var örsjaldan bókað um ágreining, heldur þess einungis getið, að mál hafi verið afgreitt ein- róma eða samhljóða. Sérstaka athygli vekur, hversu þunga áherzlu barnaverndarráð leggur á að leysa mál með sam- komulagi. f þeim tilvikum, sem samkomulag náðist ekki, kom ekki fram í fundargerð, hvort ágreiningur var meðal ráðsmanna um málalok. D. Urskurðir. I Reykjavík eru einungis ákvarðanir um sviptingu foreldravalds kallaðir úrskurðir. Voru 14 slíkir kveðnir upp á því fimm ára tímabili, sem athugað var. f einu tilviki var úrskurðurinn skráður í SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.