Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 59
fundarbók, en ! öllum hinum fylgdi fundargerð vélritað eintak úrskurðar. Úrskurðirnir voru rök- studdir á þann hátt, að rakin voru afskipti barna- verndarnefndar og félagsmálastofnunar af foreldr- unum og börnum þeirra, getið úrræða þeirra, sem gripið hafði verið til, og árangurs af þeim. 1 úr- skurðarorði voru foreldrar, ýmist annað eða bæði, svipt foreldravaldi yfir börnum sínum með vísan til 13. gr. barnaverndarlaga. Málskotsheimildar var aldrei getið í úrskurði eða úrskurðarorðum. Einum úrskurði fylgdi afrit bréfs til málsaðila, og var þar getið málskotsheimildar. í öðru máli var bókað í fundargerð, að foreldrarnir hefðu, eftir að úrskurður var kveðinn upp, haft samband við forstöðumann fjölskyldudeildar félagsmálastofnunar og hefði hann bent þeim á, að þau gætu skotið úrskurðinum til barnaverndarráðs. I Kópavogi var einn úrskurður kveðinn upp á athugunartímabilinu, og var hann um töku barns af heimili. Var sá úrskurður ritaður í trúnaðarbók og vel rökstuddur. Ekki var getið málskotsheimildar í úrskurðarorðum. 3.3 Verkefni barnaverndaryfirvalda. A. Barnavemdarnefndir. Athugunin sýndi, að málum, sem til meðferðar koma, má skipta í tvennt: Annars vegar eru nefnd- unum send mál til umsagnar og á hinn bóginn eru eiginleg barnaverndarmál, þar sem nefnd að eigin frumkvæði eða eftir ábendingum annarra tekur mál barna til meðferðar. Lög um stofnun og slit hjúskapar frá 1972 (nr. 60, sbr. 47. gr. 1. og 2. mgr.) fela barnaverndarnefndum umsögn í forræðis- og umgengnisdeilum foreldra við skilnað. Þá skal og senda til umsagnar nefndanna umsóknir um ættleiðingu (sbr. 33. gr. barnavernd- arlaga og 8. gr. 1. 15/1978 um ættleiðingu). Virðast þessi mál taka mikinn tíma nefndanna. Verði barnaverndarnefnd þess vör, að foreldrar vanræki skyldur sínar gagnvart börnum og misbeiti foreldravaldi eða ef hegðun barns utan heimilis er ábótavant, getur hún gripið til viðeigandi ráðstaf- ana. Úrræðum þeim, sem nefnd ræður yfir, má skipta í tvennt. Annars vegar eru úrræði, sem snúa að heimilinu sjálfu, þ. e. að gefa barninu eða for- eldrum þess áminningu eða skipa eftirlitsmann. Hins vegar er það úrræði að taka barn af heimili og jafnvel svipta foreldra þess foreldravaldi. Þegar börn eru tekin af heimili sínu fyrir tilstilli barnaverndarnefndar, er þeim venjulega komið í vistun, en með vistun er átt við skammtímadvöl á opinberum stofnunum eða heimili. Líta má svo á, að í vistun felist aðvörun til foreldra þess efnis, að bæti þau ekki ráð sitt, verði barninu komið í fóstur og þau svipt forræði, náist ekki samvinna við þau um ráð- stafanir til úrbóta. I sumum þeirra vistunarmála, sem barnavernd- arnefnd Reykjavíkur hafði til meðferðar, var lang- lundargeð nefndarinnar með ólikindum. Foreldr- unum voru hvað eftir annað gefin ný tækifæri, og börnin voru því ýmist í vistun eða heima, þar til þolinmæði nefndarinnar þraut að lokum og upp var kveðinn úrskurður um forræðissviptingu. I úrskurð- um þessum kom oft fram, og var í því sambandi vitnað til skýrslna sálfræðinga, að börn þessi væru orðin talsvert sködduð af umhverfi sínu og vafa- samt, hvort þau byðu þess nokkurn tíma bætur. Við lestur þessara úrskurða vaknaði því oft sú spurning, hvert leiðarljós nefndarinnar hafi verið við máls- meðferðina. Virðist oft sem önnur atriði en velferð barnanna hafi vegið þyngra á metunum. B. Barnaverndarráð. Af þeim málum, sem áfrýjað er til barnaverndar- ráðs, ber hæst umsagnir í forræðismálum og for- ræðissviptingar. Ráðið fær einnig talsvert af fóstur- málum og umgengnisdeilum til meðferðar. 4.0 Niðurstöður athugunarinnar og tillögurtil úrbóta Eins og nú hefur verið rakið, leiddi athugunin í ljós, að ýmislegt mætti betur fara í störfum og starfsháttum barnaverndaryfirvalda. 4.1 Skráning fundargerða. Athugunin sýnir, að skráningu fundargerða er að verulegu leyti ábótavant. 1 9. gr. barnaverndarlaga er mælt svo fyrir, að ritari barnavemdarnefndar skuli halda nákvæma fundarbók. Engin vísbending er gefin um, hvað í ákvæðinu felst. 1 ákvæðum rgj. 53 SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.