Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 60

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Qupperneq 60
105/1970 um vernd barna og ungmenna er heldur ekki að finna neinar leiðbeiningar um þetta efni, þrátt fyrir boð þar að lútandi í barnaverndarlögum. Eðlilegt má telja, að með fyrimælum sínum um nákvæma fundarbók hafi löggjafinn átt við, að fundargerð væri tæmandi heimild um allt, sem gerzt hefur í hverju máli. Ég tel því, að í fundargerð eigi eftirtalin atriði að koma fram: — staður og stund fundar, hverjir nefndarmenn eru mættir og hvort aðrir en nefndarmenn sitji fund- inn, — orsök afskipta og tildrög málsmeðferðar, — hvort mál hafi áður verið til meðferðar og þá, hvaða afgreiðslu það hlaut, — gögn þau, sem nefnd hefur undir höndum og lögð eru fram, — hvort málsaðilum hafi verið tilkynnt um rétt sinn til andmæla, — helztu atriði úr málflutningi aðila, komi þeir á fund, — helztu atriði úr málflutningi nefndarmanna, — ágreiningur, ef einhver er. Ef ekki næst sam- komulag um niðurstöðu, skal greina frá afstöðu meirihluta og minnihluta og rökstuðnings, — rökstuðningur lokaákvarðana og vitnun til gagna og lagaákvæða, sem til grundvallar liggja, — afdrifa máls, þannig að fram komi í fundargerð, að máli sé lokið af hálfu nefndar. Þá væri og eðlileg starfsregla að miða ætíð við sama aðilann, er mál eru kynnt. Heppileg viðmiðun væri nafn barns, enda eru það málefni þess, sem til meðferðar eru. Með því að lög og reglugerð um vernd barna og ungmenna hafa ekki að geyma leiðbeiningar um skrártingu fundargerða, virðist eðlilegt, að barna- verndarráð gefi barnaverndarnefndum leiðbein- ingar um þetta atriði. 4.2 Málsmeðferð. A. Seta héraðsdómara. Einungis reyndi einu sinni á þetta atriði á athug- unartímabilinu, og var það í félagsmálaráði Kópa- vogs. Mætti héraðsdómari á fund, þegar loka- ákvörðun var tekin. Telja má fullvíst, að félags- málaráð hafi fyrir þann fund þegar ákveðið, hverja afgreiðslu málið skyldi hljóta. Setu héraðsdómarans virðist þvi einungis hafa verið ætlað að uppfylla skilyrði laganna, en ekki til að tryggja vandaðri og nákvæmari meðferð máls frá öndverðu. Af þessu virðist mega álykta, að skilyrði barnaverndarlaga um setu héraðsdómara sé túlkað sem formsatriði, er til kastanna kemur. Sýnist því skynsamlegt að breyta ákvæðum barnaverndarlaga á þá lund, að í hverri barnaverndarnefnd skuli sitja a. m. k. einn lögfræð- ingur. Yrði þannig tryggt, að nefnd nyti leiðbeininga löglærðs manns. Má í þessu sambandi minna á, að samkvæmt barnaverndarlögum skal formaður barnaverndarráðs vera lögfræðingur. B. Andmœlareglan. í ljós hefur komið, að íslenzk barnaverndaryfir- völd túlka andmælareglu barnaverndarlaganna mjög þröngt. Þá er reyndin sú, að foreldrar eða aðrir forráðamenn barna notfæra sér i undantekningar- tilvikum þennan rétt sinn, og ógerningur er að segja til um, hvort þeim hafi yfirleitt verið kunnugt um hann. Sýnist mér því nauðsynlegt að setja fastmót- aðar reglur um, hvenær og hvernig málsaðilum skuli tilkynnt um andmælaréttinn. Myndu slíkar reglur horfa mjög í átt til aukins réttaröryggis. C. Aukinn meirihluli. Athugunin sýndi, að mjög fátítt er, að fram komi í fundargerð, hvort nefndarmenn eru ósammála um ráðstafanir. í athugun, sem Gerd Benneche gerði á fundar- gerðum 29 norskra barnaverndarnefnda árið 1963, kom hið sanna í ljós. '> Orsakir þessa telur Benneche margvislegar. Hún bendir á, að hugsanlega vilji nefndirnar þannig sýna styrk sinn í málum, sem erfið eru úrlausnar. Þá kunni vanþekking á lögum og málavöxtum að fæla nefndarmenn frá því að skila sératkvæði, sem þeir treysta sér ekki til að rökstyðja nægilega. Einnig komi til greina, að nefndarmenn hafi í huga álit nefndar út á við og vilji ekki bóka, að þeir séu ósammála meirihlutanum. Loks telur hún ekki fráleitt, að nefndirnar hafi aðlagað sig starfs- háttum pólitískt samsettra nefnda, þar sem minni- hlutinn beygir sig fyrir vilja meirihlutans, þegar ekki er um pólitísk ágreiningsmál að ræða. 1) Rettsikkerheten i barnevernet, Oslo 1967. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.