Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 61
Benneche telur það skaðlegt réttaröryggi, að efa- semdir og ósamkomulag um ákvörðun skuli falið bak við samhljóða ákvörðun í stað þess, að fram komi rökstutt álit minnihluta. Veldur þetta því, að máls- aðilar hafa ekki tækifæri til að gagnrýna ákvörðun, heldur fá þá mynd, að nefnd hafi staðið einhuga að baki niðurstöðu. D. Úrskurðir. Öllum meiri háttar málum, er varða ráðstafanir gagnvart börnum eða forráðamönnum þeirra, skal ráðið til lykta með úrskurði, sbr. 14. gr. barna- verndarlaga. Engin skýring er gefin á því, hvaða mál er hér átt við, og hafa nefndirnar lagt mismunandi skilning í ákvæðið. I Reykjavík eru t. d. einungis kveðnir upp úrskurðir í forræðissviptingarmálum. 1 13. gr. barnaverndarlaga eru tilgreindir nokkrir málaflokkar, sem teljast svo mikilvægir, að auknar kröfur eru gerðar um málsmeðferð þeirra. Sýnist ekki óeðlilegt að ætla, að ákvörðun í þessum málum eigi einnig að vera betur rökstudd en ýmsar aðrar og málsaðilum tilkynnt um hana með tryggilegum hætti. Virðist því sjálfsagt að túlka 14. gr. barna- vemdarlaga með hliðsjón af 13. gr. og telja, að lág- mark sé, að upp séu kveðnir úrskurðir í málum, er varða töku barns af heimili, sviptingu foreldravalds, kröfu um, að barn skuli flutt frá fósturforeldrum, eða kröfu um, að felldur sé úr gildi úrskurður um töku barns af heimili eða sviptingu foreldravalds. i 4.3 Starfshœltir bamaverndar- yfirvalda og réttaröryggi. Johs. Andenæs telur, að við stjórnvaldsákvarðan- ir, sem skipta borgarana miklu máli, eigi að beita þeim réttarfarsreglum, sem teljast ófrávíkjanleg for- senda þess, að rétt niðurstaða fáist.n Þar hefur hann fyrst og fremst þrjú atriði i huga: í fyrsta lagi and- mælaregluna, í öðru lagi rökstuddar niðurstöður og í þriðja lagi áfrýjunarheimild. Ef litið er til þessara þriggja skilyrða, sem Ande- næs telur nauðsynlega forsendu réttaröryggis í stjórn- valdsákvörðunum, kemur í ljós, að barnaverndar- lögin hafa að geyma ákvæði um öll þessi atriði. í 20. gr. er andmælareglan lögfest í nánar tilteknum málum, 14. gr. geymir ákvæði um rökstudda úr- skurði, einnig í nánar tilteknum málum, og loks heimilar 56. gr., að ákvörðun barnaverndarnefndar sé áfrýjað til barnaverndarráðs. Eru því ákvæði 14. og 20. gr. laganna ekki eins víðtæk og Andenæs telur nauðsynlegt. En augljóslega þarf ekki viðamiklar breytingar á núgildandi barnaverndarlögum, til að lagalega yrðu tryggð grundvallaratriði réttarörygg- isins við meðferð barnavemdarmála. Einungis þyrfti að rýmka andmælaheimild 20. gr., þannig að hún næði til allra mála, þá þyrfti og að taka af öll tvímæli um túlkun hennar. Þá þyrfti og að rýmka gildissvið 14. gr., þannig að allar ákvarðanir barna- verndaryfirvalda verði rökstuddar og skriflegar. / 5.0 Lokaorð 1) Garantier for rettssikkerheten ved administrative avgjörelser. Förhandlingarna pá det nittonde nordiska juristmötet. Bilag VI, Stockholm 1952. Arið 1974 var skipuð nefnd, sem falið var að end- urskoða lög nr. 53 frá 1966, um vernd barna og ungmenna. Nefnd þessi skilaði áliti og drögum að frumvarpi síðari hluta árs 1977 og mælti jafnframt með því, að hlutazt yrði til um heildarendurskoðun laga, sem snerta félagslega þjónustu sveitarfélaga og að um hana yrði sett samræmd löggjöf. Nefnd þessi var skipuð á árinu 1978 og falið að semja slíkt frumvarp, en var nýlega leyst frá störfum án þess að skila áliti. Óvíst er því hvenær nýrrar lagasetningar á þessu sviði er að vænta. Athugun mín á störfum og starfsháttum nokkurra bamavemdaryfirvalda leiðir í ljós, að ýmislegt í framkvæmd núgildandi bamaverndarlaga mætti færa til betri vegar. Einnig hefur verið sýnt fram á, að ekki þarf veigamiklar breytingar á núgildandi bamaverndarlögum til að tryggja að fullu réttarör- yggi þegnanna. I ljósi þessa virðist mér brýnt, að gengið verði eftir því, að framkvæmd núgildandi laga verði færð í betra horf. Myndi það eitt stuðla að miklum réttarbótum á sviði íslenzkra barna- vemdarmála. 55 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.