Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 62

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 62
HELGI JÓNASSON, fræðslustjóri Reykjanesumdæmis: HLUTVERK SKÓLA í BARNAVERND Samkvæmt lögum nr. 53/1966, um vernd barna og ungmenna, hafa barnaverndaraðilar samvinnu við forráðamenn skóla og aðra þá, sem fjalla um málefni barna og ungmenna. Samkvæmt lögunum er opinberum starfsmönnum, sem verða í starfa sín- um varir við misfellur í uppeldi og aðbúð barna, skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. f þessum hópi eru kennarar og aðrir starfsmenn skóla og fræðsluskrifstofa, svo sem sálfræðingar, félagsráð- gjafar og sérkennarar. Ef barnaverndarnefnd verður þess vís, að hegðun barns sé ábótavant, svo sem vegna ódælsku og óknytta, útivista á óleyfilegum tíma, slæpingsháttar, flækings, betls, vanrækslu í námi, drykkjuskapar eða annarrar óreglu, lauslætis eða lögbrota, skal barnaverndarnefnd hefjast handa um viðeigandi aðgerðir — m. a. þær, að ráðgast við kennara, ef barn er í skóla eða við nám. Af framansögðu sést, að löggjafinn ætlast til ná- innar samvinnu barnaverndaraðila og skóla, enda eðlilegt, þar sem um er að ræða opinbera aðila, sem vinna að velferðarmálum barna og ungmenna. Ákvæði grunnskólalaga um barnavernd Lögin um vernd barna og ungmenna voru sett árið 1966, en lögin um grunnskóla voru sett árið 1974, eða 8 árum seinna. f grunnskólalögum er ekki að finna bein ákvæði um samskipti við barnavernd- araðila nema varðandi skólasókn í 6. grein, en þar segir: „ Verdi verulegur misbrestur á skólasókn skólaskylds bams án þess að veikindi eða aðrar gildar ástœður hamli og skólastjóri fœr ekki við ráðið, skal hann tilkynna fræðslu- stjóra um málið. Vilji forráðamaður bamsins ekki hlíta ákvörðun frœðslustjóra, getur hvor aðili um sig vísað málinu til barnavemdarnefndar. “ Og í 53 grein, en þar segir: „Eigi má nemandi í starfstíma skólans stunda vinnu utan skólans, er að dómi skólastjóra og skólalœknis veldur því, að hann getur ekki rœkt nám sitt sem skyldi eða notið nauðsynlegrar hvíldar. Skal skólastjóri í þeim lilvikum tilkynna það forráðamanni nemandans og hlutaðeigandi vinnuveitanda, en verði ekki bót á ráðin, skal vísa málinu til meðferðar barnaverndarnefndar. “ Hér er um bein fyrirmæli að ræða, sem ekki verður undan skotizt, ef fara á að lögum, því skylt er að vísa slíkum málum til barnaverndarnefndar. Reglugerðarákvæði um hegðunarvandamál nemenda I reglugerð nr. 512/1975, um skólareglur o. fl. í grunnskóla, þar sem fjallað er um vandamál, sem skapast vegna slæmrar hegðunar ncmands, segir: „Nú veldur nemandi vandkvœðum í skóla með hegðun sinni, ber þá umsjónarkennara að leita orsaka og reyna að ráða ból á, m. a. með viðtölum við nemandann og for- ráðamenn hans. Ef viðleitni kennara ber ekki árangur, skal hann vísa málinu til skólastjóra, sem kannar það frá öllum hliðum. Geti skóli og heimili ekki í sameiningu leyst vandann, vísar skólastjóri málinu tilfrœðslustjóra til sérfrœðilegrar meðferðar. Forráðamönnum nemandans skal tilkynnt sú ákvörðun án tafar, hafi hún ekki verið tekin í samráði við þá. Meðan málið er óútkljáð, getur skólastjóri vísað nem- andanum úr skóla um stundarsakir, enda hafi hann til- kynnt forráðamönnum nemandans og fræðslustjóra þá ákvörðun. “ sveitarstjörnarmAl

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.