Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 64
58
Ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta
I Reykjanesumdæmi höfðu sveitarfélögin sam-
eiginlega komið á fót vísi að sálfræðiþjónustu, sem
síðan var sameinuð fræðsluskrifstofunni, þegar hún
tók til starfa. Á Norðurlandi öllu hefur starfað ráð-
gjafar- og sálfræðiþjónusta sameiginlega fyrir bæði
fræðsluumdæmin, en hefur nýlega verið skipt; á
Vestfjörðum hefur verið ráðinn sálfræðingur, og í
öðrum fræðsluumdæmum hafa fræðsluskrifstofur
reynt að sinna ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu með
íhlaupamenn í vinnu, sem eru í starfi annars staðar.
Þótt þessi þjónusta sé hafin víða um land, er hún
enn víðast mjög ófullkomin, nema í Reykjavík, og
þótt enn sé víðast langt í land, að fræðsluskrifstofur
fái þann mannafla, sem þarf til að annast þá þjón-
ustu, sem þeim er ætlað samkvæmt grunnskólalög-
um, er samt augljóst, að sú þjónusta, sem þegar er
komin á, hefur gert mjög mikið gagn — og þá ekki
sízt á sviði barnaverndarmála, með athugunum,
einstaklingsviðtölum, leiðbeiningum og jafnvel
meðferð í einstaka tilvikum — svo og með útvegun
sérkennslu og leiðbeiningum við hana.
í grunnskólalögum er ákvæði um hlutverk ráð-
gjafar- og sálfræðiþjónustu skilgreint sem hér segir:
„Hlutverk ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu er:
a) að nýta sálfræðilega og uþpeldisfrœðilega þekkingu í
skólastarfi;
b) að vera ráðgefandi um umbœtur í skólastarfi, sem
verða mættu til að fyrirbyggja geðræn vandkvæði;
c) að annasl rannsókn á afbrigðilegum nemendum og
þeim, sem ekki nýtasl hæfileikar í námi og starfi;
d) að leiðbeina skólastjórum, kennurum og foreldrum
um kennslu, upþeldi og meðferð nemenda, sem
rannsakaðir eru(sbr. c-lið);
e) að taka til meðferðar nemendur, sem sýna merki
geðrænna erfiðleika, og leiðbeina foreldrum og
kennurum um meðferð þeirra;
f) að annast hœfniprófanir og ráðgjóf í sambandi við
náms- og starfsval unglinga;
g) að annast ýmis rannsóknarstörf og athuganir í sam-
bandi við ráðgjafarþjónustuna."
Lögin gera ráð fyrir, að á fræðsluskrifstofu starfi
saman að ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu sálfræð-
ingar, félagsráðgjafar og sérkennarar.
Mjög mikilvægt er, að allir þessir þættír vinni
saman að lausn mála — sérstaklega ef um er að ræða
mál, sem stafa af sérstökum vandkvæðum einstakra
nemenda. Þessir starfsmenn eru ráðgjafar fræðslu-
stjóra í þeim málum, þar sem hann á að fella úrskurð
í málum einstakra nemenda.
Ráðgjafar- og sálfræðiþjónustan er ráðgjafar- og
tilvísunaraðili og í einstaka tilvikum meðferðaraðili.
Þjónustan bendir á úrræði og leitar þeirra, en
möguleikar á úrræðum eru misjafnir eftir staðhátt-
um og aðstæðum.
I sumum tilvikum getur fræðslustjóri leyst mál í
samræmi við tillögur ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu
með útvegun sérkennslu, þar sem starfandi eru sér-
kennarar á vegum fræðsluskrifstofu, en t. d. í
Reykjanesumdæmi eru starfandi allmargir sérkenn-
arar, sem ráðnir eru að grunnskólum umdæmisins í
heild sinni, en starfa að mestu leyti við einn eða
fleiri skóla og taka nemendur annars staðar að eftir
atvikum eða fara milli skóla.
Þá er og starfandi á vegum Reykjanesumdæmis
meðferðarheimili fyrir atferlistruflaða nemendur,
sem rekið er í samvinnu við Kópavogskaupstað.
I öðrum tilvikum hafa úrræði verið fundin í sam-
vinnu við viðkomandi barnaverndarnefnd eða fé-
lagsmálaráð.
Þar, sem ég starfa, vinna starfsmenn ráðgjafar- og
sálfræðiþjónustu sameiginlega að lausn einstakra
vandamála í samvinnu við skóla og í sumum tilvik-
um barnaverndarnefnda eða félagsmálaráðs.
Hvernig unnið er að einstökum málum hjá fræðslu-
skrifstofunni, fer nokkuð eftir því, hvernig málið ber
að. Ef mál kemur frá skóla, er unnið með skólanum
og heimilinu, ef mál kemur frá barnaverndarnefnd,
s. s. afbrotamál og lögreglumál, eða félagsmálaráði,
bætist sá aðili í hópinn.
Skólinn verndaðurvinnustaöur
í skólunum sjálfum fer að sjálfsögðu fram stöðugt
barnaverndarstarf. Öll störf grunnskóla með nem-
endum eiga að vera barnaverndarstörf. Skólinn á að
vera verndaður vinnustaður þeirra borgara samfé-
lagsins, sem eiga að erfa landið. Þar á þeim að líða
vel, og þar eiga þeir að eflast að vizku og þroska.
SVEITARSTJÓRNARMAL