Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 65

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 65
Margt er mjög vel gert í skólastarfi, og víða er aðbúnaður allur til fyrirmyndar. Þó eru sums staðar brotalamir, sem nauðsyn er að bæta úr. Sums staðar eru skólahús úrelt, óhentug eða allt of þröngt setin. Sums staðar þurfa þeir nemendur, sem sækja skóla um langan veg, að bíða ferðar heim við slæm skilyrði á eða við skólastaði. Sums staðar þurfa nemendur að dvelja langdvöl- um að heiman. í sumum tilvikum er stundaskrá nemenda sundur slitin og vinnudagur nemenda langur og ódrjúgur. Kjarasamningar kennara og hagsmunir nemenda fara ekki alltaf saman í þessu tilliti. Nýjungar í skólastarfi eru óhjákvæmilegar, en þær valda nemendum oft erfiðleikum, meðan þær ganga yfir. Viðurkennd jafnréttissjónarmið krefjast þess, að nemendum sé ekki raðað í bekki eftir getu. Þessi blöndun, jafn sjálfsögð og hún annars er, veldur kennurum og nemendum ákveðnum erfið- leikum i starfi og mest í fjölmennum bekkjum. Með blönduðum bekkjum þurfa að koma úrræði, sem gefa sem flestum námstækifæri við sitt hæfi. Ekki skal þó gert lítið úr þeim úrræðum, sem fyrir hendi eru og beitt er í starfi. Og ekki má gleyma því, að fræðslustjórar hafa haft til ráðstöfunar verulegan kvóta til stuðnings- og sérkennslu frá hausti 1979, og hefur sú skipan gefið verulega góða raun. I grunnskólalögum eru ákvæði um fjármagns- framlag til félagsstarfa nemenda, en með félags- störfum í grunnskóla er oft unnið verulegt barna- verndarstarf. Endurskoðunar þörf Sú reynsla, sem þegar er fengin af framkvæmd laganna um grunnskóla, bendir tvímælalaust til þess, að lögin hæfi vel þeim sjónarmiðum, sem uppi eru í landinu á sviði skóla- og barnaverndarmála. Enn er langt í land með fulla framkvæmd laganna, og ýmis ákvæði þeirra þarf eflaust að endurskoða í ljósi reynslunnar. Þegar það verður gert, væri athugandi að létta nokkuð áherzlu á, að aldur nemenda sé einn ákvarðandi um, hvar nemanda sé skipað í bekk, — eða með öðrum orðum að opna skipulega milli ald- ursflokka í skipulagningu námshópa. Með því mætti komast hjá ýmsum vandamálum, sem skapast af misjöfnum þroska og getu nemenda á sama aldri. Þá væri rétt að hafa í huga nauðsyn aukinnar persónulegrar ráðgjafar í skóla. í því sambandi má benda á, að í skólum, þar sem skólahjúkrunarkonur eru starfandi, gegna þær oft mikilvægu hlutverki á þessu sviði — og væri því e. t. v. rétt að athuga, hvort ekki ætti að setja á stofn sérstaka námsbraut fyrir skólahjúkrunarkonur, þar sem þessir starfsmenn Þéttsetið var ífundarsal Hótel Esju á ráðstefnu sambands- ins 15. maí sl., þar sem bessi mynd var tekin undir umræð- um. fengju uppeldisfræðimenntun og gera jafnframt ráð fyrir því, að allir stærri skólar a. m. k. hefðu fasta skólahjúkrunarkonu sem fastan starfsmann og hluta af starfsliði skólans. Að sjálfsögðu væri æskilegast að geta haft sérstaka sérmenntaða starfsmenn ! störfum við persónulega ráðgjöf og aðstoð í hverjum skóla, — en það er nú sennilega ekki mögulegt í náinni framtíð. Þess vegna er nauðsynlegt að auka og bæta starfsmenntun þeirra starfsmanna, sem við skólana starfa í tengsl- um við börnin. Að lokum: Starf grunnskóla og starf barnaverndaraðila verður ekki aðskilið, þar sem markmið starfanna á báðum sviðum er það sama. Á milli þessara aðila verður að sjálfsögðu nokkur verkaskipting eftir eðli málsins. 59 SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.