Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 65

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 65
Margt er mjög vel gert í skólastarfi, og víða er aðbúnaður allur til fyrirmyndar. Þó eru sums staðar brotalamir, sem nauðsyn er að bæta úr. Sums staðar eru skólahús úrelt, óhentug eða allt of þröngt setin. Sums staðar þurfa þeir nemendur, sem sækja skóla um langan veg, að bíða ferðar heim við slæm skilyrði á eða við skólastaði. Sums staðar þurfa nemendur að dvelja langdvöl- um að heiman. í sumum tilvikum er stundaskrá nemenda sundur slitin og vinnudagur nemenda langur og ódrjúgur. Kjarasamningar kennara og hagsmunir nemenda fara ekki alltaf saman í þessu tilliti. Nýjungar í skólastarfi eru óhjákvæmilegar, en þær valda nemendum oft erfiðleikum, meðan þær ganga yfir. Viðurkennd jafnréttissjónarmið krefjast þess, að nemendum sé ekki raðað í bekki eftir getu. Þessi blöndun, jafn sjálfsögð og hún annars er, veldur kennurum og nemendum ákveðnum erfið- leikum í starfi og mest í fjölmennum bekkjum. Með blönduðum bekkjum þurfa að koma úrræði, sem gefa sem flestum námstækifæri við sitt hæfi. Ekki skal þó gert lítið úr þeim úrræðum, sem fyrir hendi eru og beitt er í starfi. Og ekki má gleyma því, að fræðslustjórar hafa haft til ráðstöfunar verulegan kvóta til stuðnings- og sérkennslu frá hausti 1979, og hefur sú skipan gefið verulega góða raun. í grunnskólalögum eru ákvæði um fjármagns- framlag til félagsstarfa nemenda, en með félags- störfum í grunnskóla er oft unnið verulegt barna- verndarstarf. Endurskoöunar þörf Sú reynsla, sem þegar er fengin af framkvæmd laganna um grunnskóla, bendir tvímælalaust til þess, að lögin hæfi vel þeim sjónarmiðum, sem uppi eru í landinu á sviði skóla- og barnaverndarmála. Enn er langt í land með fulla framkvæmd laganna, og ýmis ákvæði þeirra þarf eflaust að endurskoða í ljósi reynslunnar. Þegar það verður gert, væri athugandi að létta nokkuð áherzlu á, að aldur nemenda sé einn ákvarðandi um, hvar nemanda sé skipað í bekk, — eða með öðrum orðum að opna skipulega milli ald- ursflokka í skipulagningu námshópa. Með því mætti komast hjá ýmsum vandamálum, sem skapast af misjöfnum þroska og getu nemenda á sama aldri. Þá væri rétt að hafa í huga nauðsyn aukinnar persónulegrar ráðgjafar í skóla. I því sambandi má benda á, að í skólum, þar sem skólahjúkrunarkonur eru starfandi, gegna þær oft mikilvægu hlutverki á þessu sviði — og væri því e. t. v. rétt að athuga, hvort ekki ætti að setja á stofn sérstaka námsbraut fyrir skólahjúkrunarkonur, þar sem þessir starfsmenn Þéttsetið var í fundarsal Hótel Esju á ráðstefnu sambands- ins 15. maí sl., þar sem þessi mynd var tekin undir umræð- um. fengju uppeldisfræðimenntun og gera jafnframt ráð fyrir því, að allir stærri skólar a. m. k. hefðu fasta skólahjúkrunarkonu sem fastan starfsmann og hluta af starfsliði skólans. Að sjálfsögðu væri æskilegast að geta haft sérstaka sérmenntaða starfsmenn í störfum við persónulega ráðgjöf og aðstoð í hverjum skóla, — en það er nú sennilega ekki mögulegt í náinni framtíð. Þess vegna er nauðsynlegt að auka og bæta starfsmenntun þeirra starfsmanna, sem við skólana starfa í tengsl- um við börnin. Að lokum: Starf grunnskóla og starf barnaverndaraðila verður ekki aðskilið, þar sem markmið starfanna á báðum sviðum er það sama. Á milli þessara aðila verður að sjálfsögðu nokkur verkaskipting eftir eðli málsins. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.