Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 67

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 67
Frá sundmóti í Sundlaug Vesturbæjar. Á allra síðustu árum er farið að koma fyrir loft- streymi inn í þessar laugar og koma þannig meiri hreyfingu á vatnið, og hefur það enn aukið á vin- sældir þessara setlauga. I fyrstunni voru byggð lítil bað- og búningsher- bergi, hugsuð til afnota fyrir skóla og svo á sumrin til þess að taka við hópaðsókn. Með þessa litlu bún- ingsaðstöðu var sundlaugin tekin í notkun. Var með ólíkindum, hve margir komust þó að, en það byggðist mest á því, að fjöldi manns notaði sólbaðs- skýli til fataskipta, en í þeim er ylur í gólfi. Einni gufubaðstofu var komið fyrir í kjallara. Eftir því sem aðsóknin jókst, urðu þrengslin til- finnanlegri, og var hafizt handa um byggingu nýrra bað- og búningsherbergja árið 1974 og þau tekin í notkun í júní 1976. Jafnframt var ákveðið, að gamla búningsaðstaðan yrði notuð fyrir tvö ný gufuböð með tilheyrandi búningsaðstöðu, steypiböðum, að- stöðu fyrir sólarlampa o. fl. Eru teikningar tilbúnar, en óráðið, hvenær framkvæmdir hefjast. Að ósk Bárðar ísleifssonar, arkitekts, var Jes Ein- ari Þorsteinssyni falið að teikna allar innréttingar í nýju baðálmuna svo og í anddyri og miðasölu. Hin nýja bað- og búningsaðstaða er mjög björt, rúmgóð og aðlaðandi. Geta þar 300 manns komizt fyrir samtímis. Strax á fyrsta ári, sem hún var í notkun, jókst aðsókn um allt að 100 þús. baðgesti, og var hún á árinu 1980 340 þús. manns. Á vegg og lofti í anddyri eru sérstaklega fallegar og velheppnaðar listskreytingar gerðar af listakonunni Barböru Árnason. Er auðséð, að hún hefur haft í huga hið sögufræga sundafrek Helgu Haralds- dóttur, er hún synti með sonu sína unga úr Harðar- hólma í Hvalfirði til lands, eins og sagt er frá í Harðarsögu og Hólmverja. Fyrsti forstöðumaður Sundlaugar Vesturbæjar var Höskuldur Goði Karlsson, frá 1961 til 1965, þá tók við Erlingur Þ. Jóhannsson, frá 1965 til 1981. Nú gegnir því starfi Haukur Jónasson. Starfsmenn laugarinnar eru 12, og auk þess starfa þar 2 sund- kennarar. Úr búningsklefum karla. 61 SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.