Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 70

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 70
FRÁ STJÓRN SAMBANDSINS FUNDUR FULLTRÚARÁÐSINS 25. OG 26. MARZ Stjórn sambandsins hefur ákveðið, að næsti reglulegur fundur í fulltrúa- ráði sambandsins verði haldinn i Reykjavík fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. marz. I fulltrúaráðinu eiga sæti 34 menn, 9 stjórnarmenn sambandsins, þrír fulltrúar úr hverju kjördæmi nema 4 úr Reykjavik, og ennfremur formenn og framkvæmdastjórar landshluta- samtakanna, og hafa þeir tillögurétt og málfrelsi, en ekki atkvæðisrétt. LANDSÞING SAMBANDSINS 8. —10. SEPTEMBER Stjórn sambandsins hefur einnig ákveðiö að boða til 12. landsþings sambandsins að Hótel Sögu í Reykjavík miðvikudaginn 8., fimmtudaginn 9. og föstudaginn 10. september þessa árs. Landsþing sambandsins eru haldin fjórða hvert ár, að loknum sveitar- stjórnarkosningum. NÁMSKEIÐ I HEIMAÞJÓNUSTU Fyrirhugað er, að sambandið og nýstofnað Öldrunarráð íslands standi sameiginlega að þriggja daga nám- skeiði í heimaþjónustu, einkum fyrir aldraða, dagana 27.-29. apríl. Gert er ráð fyrir, að námsefni verði fyrst og fremst sniðið við aðstæður i sveitar- félögum, sem eru að hefja slíka þjón- ustu. 64 LAGASKRÁ - ATRIÐASKRÁ Sambandið hefur gefið út LAGA- SKRA - ATRIÐASKRA, sem hefur að geyma lög, reglugerðir og samþykktir um sveitarstjórnarmál í samantekt Magnúsar E. Guðjónsson- ar, framkvæmdastjóra sambandsins. Ritið er ljósprentað, 5 arkir að stærð. í ritinu er lagaskrá eftir aldursröð laganna, síðan skrá um lög, reglu- gerðir og samþykktir eftir einstökum málaflokkum, og eru málaflokkar þessir: 1. íbúaskráning, kosningar og stjórnun 2. Stjórnsýsla og allsherjarregla 3. Fjármál sveitarfélaga 4. Skipulag, byggingareftirlit, brunamál, vegir og umferð 5. Félagsmál 6. Heilbrigðismál 7. Menntamál 8. Landbúnaður 9. Fyrirtæki sveitarfélaga Þá er birt skrá yfir samþykktir um stjórn bæjarmálefna og loks hin eiginlega atriðaskrá í stafrófsröð eftir uppsláttarorðum. I formála fyrir ritið segir Magnús: „Fáar stofnanir í þjóðfélaginu eru eins háðar lögum og sveitarfélögin. Tilvist þeirra er tryggð með ákvæðum i stjórnarskránni, stjórnskipun þeirra er að mestu lögbundin, tekjustofnar þeirra og flest verkefni eru lögákveð- in. Sveitarstjórnarmönnum er því nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að þeim réttarfyrirmælum, sem þeim ber að fara eftir. Lög eru birt í Stjórnartíðindum, A deild. Reglugerðir, samþykktir og gjaldskrár eru birtar i B deild Stjórnartíðinda. En það getur verið ærið tafsamt að leita laga og annarra réttarheimilda í Stjórnartíðindum. Að vísu hafa lagasöfn verið gefin út á nokkurra ára fresti, siðast árið 1973, en i þau hafa aðeins verið tekin lög en SAMBAND fSLENZKRA SVEITARFELAGA LAGASKRÁ ATRIÐASKRÁ ekki reglugerðir, samþykktir og gjaldskrár. Arið 1971 gaf Samband ísl, sveit- arfélaga út fjölrit með heitinu „Sveitarstjórnarlöggjöf 1971 — Atriðisorðaskrá". I fjölriti þessu var skrá yfir atriði eða atriðisorð á sviði sveitarstjórnarmála um 400 að tölu ásamt tilvísun til laga og annarra réttarheimilda, þar sem um þau var fjallað. Útgáfa þessi var tilraun, sem ætlað var, að yrði haldið áfram, þar eð lög úreldast furðu fljótt. En af framhaldsútgáfu hefur þó ekki — af ýmsum ástæðum — orðið fyrr en nú. í yfirliti því, sem hér birtist, er að finna í tímaröð skrá yfir flest gildandi lög, sem varða sveitarfélagamálefni, fyrst og fremst stofnlög og síðan breytingar á þeim, alls um 200 lög, en meginefni ritlings þessa er atriðaskrá alls rúmlega 1000 atriði á sviði sveit- arstjórnarmála með tilvísun til laga, reglugerða, samþykkta o. fl. réttar- heimilda, þar sem fjallað er um atriðið. Tilgangurinn með þessari útgáfu er að auðvelda sveitarstjórnarmönnum leitina í frumskógi laganna. Rit sem þetta getur aldrei orðið tæmandi eða fullkomið. Athugasemdir, ábend- ingar og tillögur verða því vel þegnar, þegar að næstu útgáfu kemur." Lagaskráin fæst á skrifstofu sam- bandsins að Háaleitisbraut 11 og kostar 50 krónur eintakið. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.