Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 11
FRÉTTIR FRÁ SVEITARSTJÓRNUM „ímyndaðu þér kauptorg upp frá sjónum fyrir miðri ströndinni og annað torg fallegra, með norðurvegg kirkjunnar á eina hlið og til hinna þriggja háskóla, menntabúr og ráðstofu, en á miðju torginu heiðursvarða þess manns, er slíku hefði til leiðar komið. Settu enn- fremur suður með tjöminni að austanverðu skemmti- göng og kirkjugarð hinu megin sunnantil á Hólavelli, og þá sérðu, hvurnin mig hefur dreymt að Reykjavík eigi að líta út einhvumtíma." Hinir hugumstóru leiðtogar, sem þorðu að láta sig dreyma, hafa gjörla skynjað merkingu þess að efla einn stað til forystu, þannig að hann hefði burði til að mæta margvíslegum skyldum, sem fullvalda þjóð yrði nauð- syn að rækja með samstilltu átaki. Ef slíks höfuðstaðar, sem Reykjavík nú er orðin, nyti ekki við í landinu sem miðstöðvar fyrir stjómsýslu, viðskipti og menningar- mál, myndu Islendingar sækja til borga í öðrum löndum til að njóta um lengri eða skemmri tíma margra þeirra kosta, sem Reykjavík hefur að bjóða í listum, menntun, þjónustu og þeirri dægrastyttingu, sem öllum er þörf á, en þrífst varla annars staðar en í fjölmenni. Þegar hillti undir lokaáfanga að óskertu sjálfstæði hjá fullvalda þjóð á fjórða tug þessarar aldar, sáu menn metnað sinn í því að ráðast í stórmerkar framkvæmdir á fjölmörgum sviðum. Og bærinn stækkaði í Ijóðum skáldanna. Þar ómuðu væntingar um reisulega, full- vaxta borg, kosti hennar og fyrirheit: Og þar sem allt var fyrrum blásið og bert er brátt komið skínandi torg eða múraður veggur. Og litlu kofarnir leggja á auðnina fyrst, lágvaxin hreysi verkamönnum og konum. En þar, sem þeir kúra við bæjarins endimörk yzt, sofa óbornar hallir í mannanna framkvæmd og vonum. Draumsýn fyrri kynslóða og sjálfra okkar um veglegt Ráðhús Reykjavíkur við Tjömina er orðin að vemleika. í tímans rás og umræðu horfinna daga hafa ráðhúsið og Tjörnin ávallt staðið ákaflega nákomin hvort öðru. Stórbyggingum og samkomustöðum Reykvíkinga hefur frá gamalli tíð verið valinn staður og þeim skapað rými á nýju landi við Tjömina. Umhverfi hennar er svo ein- stakt, lífríki og litbrigði svo fjölbreytt, aðdráttaraflið svo ómótstæðilegt, að hvergi er að finna skilyrði, er hæfi betur nýrri miðstöð í borgarlífi Reykvíkinga, húsi allra borgarbúa, þjóðarinnar allrar. „Tjörnin var sannarlega miðdepill alheimsins,” sagði sá víðförli heimsborgari Eggert Stefánsson, söngvari, og spurði: „Á maður nokkum tíma að fara frá tjöminni sinni? Er það nauðsynlegt?“ Ráðhús Reykjavíkur er listaverk, er bera mun hæfi- leikum og hugmyndaauðgi höfunda sinna vitni um langa framtíð, ef ekki hundmð ára. Aðdáunarvert handverk iðnaðarmanna, innst sem yzt í þessu húsi, er árangur af einstæðu og krefjandi tækifæri, sem sjaldan býðst, og verður öðrum sjaldséð augnayndi, sem þess njóta í nútíð og framtíð. Húsið er aðlaðandi og hentugur vinnustaður fyrir þá, sem hér munu starfa á vettvangi borgarstjómarinnar og í daglegri þjónustu við borgar- búa. Reykvíkingar og gestir í borginni munu eiga hér skemmtilegan samkomustað til að njóta næsta um- hverfis og sækja hingað fróðleik um líf í borg á líðandi stund. Öllum, sem hér hafa komið við sögu, ber að þakka þennan stórkostlega skerf til íslenzkrar byggingarlistar og sögu húsagerðar hér á landi. En fyrst og fremst vil ég fyrir hönd Reykjavíkur- borgar þakka forvera mínum í embætti borgarstjóra, Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, forystu hans um að láta hugmyndir og tillögur að Ráðhúsi Reykjavíkur loks verða að veruleika. Óbilandi trú hans á gildi ráðhús- byggingar á þessum stað, hugrekki hans og seigla hafa borið okkur í áfangastað að langþráðu marki. Vor er í lofti, sól skín í heiði. Tjörnin skartar sínu fegursta á þessari hátíðarstund. Einhvern tíma hefði verið sagt, að nú væri veður til að skapa - og til að opna nýtt Ráðhús Reykjavíkur. Eg lýsi Ráðhús Reykjavíkur við Tjömina formlega opnað og tekið í notkun. ÚTIBEKKIR Steyptir með upphleyptu merki sveitarfélags eða stofnunar, ef óskað er Málmsteypan HELLAhí. Kaplahrauni 5-220 Hafnarfirði—Sími 651022-telefax 651587 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.