Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Qupperneq 17
SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL
Starfsfólk Borgarskipulags I febrúar 1992. Á myndinni eru ifremstu röö, taliö frá vinstri, Eygló Eyjólfsdóttir, Helga Bragadóttir, Ingibjörg
R. Guölaugsdóttir, ÞorvaldurS. Þorvaldsson, forstööumaður Borgarskipulags, Sólveig Hinriksdóttir og Finnur Kristinsson. í miöröö eru
Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helga Sjöfn Guöjónsdóttir, Margrét Þormar, Hafdís Hafliðadóttir, Guörún Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir
og Guöný Aöalsteinsdóttir. Aftast eru Yngvi Þór Loftsson, Ólafur Brynjar Halldórsson, ívar Eysteinsson, Bjarni Reynarsson, aöstoöar-
forstööumaöur, Björn Valgeirsson og Jón Árni Hatidórsson. Á myndina vantar Jóhönnu S. Guöiaugsdóttur. Ljósm. Ljósmyndastofa
Reykjavíkur. Jóhannes Long.
semja. Reynslan er því oft sú, að bæði texti og
talnagrunnur skipulagsins er orðinn úreltur, þegar
skipulagið loksins er gefið út. Aðalskipulag er því
minna notað sem stjómtæki en æskilegt væri. Við
þetta bætist, að fæst sveitarfélög hafa endurskoðað
aðalskipulagsáætlanir sínar á fimm ára fresti, eins og
skipulagslög kveða á um. Mörg sveitarfélög hér á
landi eru því með tíu ára eða eldri aðalskipulags-
áætlanir.
Þessi lýsing á einnig við skipulagssögu Reykja-
víkur. Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 var
300 blaðsíðna greinargerð, sem tók sex ár að vinna
og fá síðan afgreitt í skipulagskerfinu. Talnagrunnur
skipulagsins frá 1962 var því úreltur, er það var
gefið út árið 1967. Ekki tókst að endurskoða það
aðalskipulag í heild á gildistíma þess til 1983.
Markmið um einfaldari framsetningu
Vinna við Aðalskipulag Reykjavíkur (A.R.)
1984-2004 hófst á árinu 1984, og það var gefið út
árið 1988. Það var því fjögur ár í vinnslu. Greinar-
gerðin er 150 síður, auk þess fylgdu aðalskipulaginu
fjögur þemakort. í því aðalskipulagi voru sett eftir-
farandi markmið um, hvernig staðið skyldi að end-
urskoðun þess:
„Hafi litlar breytingar orðið á ácetlunum aðal-
skipulagsins frá síðustu endurskoðun, er nœgjanlegt
að gera grein fyrir þeim á nýju skipulagskorti. A
framhlið kortsins skal sýna landnotkun og gatna-
kerfi, en á bakhlið þess verði í texta og skýringar-
myndum gerð grein fyrir áœtlunum aðalskipulags-
ins og breytingum á landnotkun og gatnakerfi.
Endurskoðun aðalskipulagsins mun því verða mun
einfaldari en verið hefur, það er útgáfa á nýju
skipulagskorti með breytingum á fjögurra ára
fresti. “
Tilgangurinn með þessari stefnumörkun var að
gera aðalskipulagið að handhægara stjómtæki og að
efla tengsl við borgarbúa. Einnig að stytta vinnslu-
tíma aðalskipulagsins. Aðalskipulag Reykjavíkur
1990-2010 var unnið í samræmi við þessi markmið,
enda eru breytingar frá eldra aðalskipulagi ekki það
veigamiklar.
Framsetning og efnistök í A.R. 1990-2010
Aðalskipulagið er gefið út á einu korti (stærð Al)
með landnotkunarkorti á framhlið og greinargerð á
143