Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 43
STJÓRNSÝSLA er í höndum sýslumanna. Fram til þessa hafa í reynd verið jafn mörg stjórnsýsluumdæmi. Þar hafa setið sýslumenn, sem eru kenndir við þær landfræðilegu sýslur, sem þeir sitja í, og bæjarfógetar í bæjum með kaupstaðarréttindi. Enginn greinarmunur er lengur gerður á embættisheitum eftir um- dæmum, sem sýslumenn sitja í. Þar með falla niður embættisheitin bæjarfógeti, borgarfógeti og lög- reglustjórinn á Keflavíkurflug- velli. Sýslumaður er því kenndur við þann stað, þar sem aðsetur hans er, t.d. sýslumaðurinn í Reykjavík, sýslumaðurinn á Akra- nesi, sýslumaðurinn í Borgarnesi o.s.frv. Skrifstofur sýslumanna eru þær sömu og sýslumanna, bæjar- fógeta og borgarfógeta fyrir 1. júlí. Sýslumannsembættið í Reykja- vík nýtur nokkurrar sérstöðu, þar sem starfsemi, sem sýslumenn utan Reykjavíkur annast að öllu leyti, skiptist niður á sýslumann, tollstjóra og lögreglustjóra í Reykjavík og Tryggingastofnun ríkisins. Þessi verkaskipting kem- ur til af því, að Reykjavík er lang- stærsta stjórnsýsluumdæmi lands- ins. Breytt umdœmamörk á landinu L Mörk dómumdœma Áður kom fram, að mörk dóm- umdæma fylgja kjördæmamörkum með undantekningu þó hvað varð- ar umdæmamörk héraðsdómstól- anna í Reykjavík og á Reykjanesi. Nokkur sveitarfélög eru því í um- dæmi héraðsdóms Reykjavíkur í stað þess að vera í umdæmi Reykjanesdómstólsins, ef miðað væri við kjördæmamörk. Þessi sveitarfélög eru: - Seltjarnarnesbær - Mosfellsbær - Kjalarneshreppur - Kjósarhreppur Sú augljósa skýring er að baki breytingunni, að íbúar í þessum sveitarfélögum þurfa að fara mun skemmri veg til héraðsdóms Reykjavíkur heldur en til héraðs- dóms Reykjaness í Hafnarfirði. 2. Mörk stjórnsýsluumdœma A. Breytingar á mörkum stjórn- sýsluumdœma Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Sú breyting er gerð með að- skilnaðarlögunum, að sömu sveit- arfélög og færast á milli dómum- dæma Reykjavíkur og Reykjaness, þ.e. Seltjarnarnesbær, Mosfells- bær, Kjalarnes- og Kjósarhreppur, færast á milli stjórnsýsluumdæma. í stað þess að tilheyra umdæmi sýslumannsins í Hafnarfirði, til- heyra þau nú umdæmi sýslu- mannsins í Reykjavík. íbúar í þessum sveitarfélögum sækja því þjónustu til sýslu- mannsins í Reykjavík og áður- greindra þriggja embætta, toll- stjórans og lögreglustjórans í Reykjavík og Tryggingastofnunar ríkisins. B. Reglugerð um skiptingu landsins í stjórnsýsluumdœmi og breytingar á umdœmamörkum samkvœmt henni Aðskilnaðarlögin kveða á um, 169

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.