Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 50

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 50
STAÐLAR - Ný drög aö skjali frá IGRA (1989). „International model form of agreement between client and consultant and International general rules of agreement bet- ween client and consultant''. - Grein, sem var kynnt á ráö- stefnu FIDIC (International Feder- ation of Consulting Engineers á ensku og Fédération Internationale des Ingenieurs Conceils á frönsku) hinn 26. september 1989. „New FIDIC international general rules of agreement for consulting ser- vices“, eftir Mario Asin og Godfrey Ackers. - Drög að dönskum bæklingi ABR 89. „Almindelige bestemmel- ser for teknisk rádgivning og bi- stand“. - Sænska skjaliö ABK 87. „Al- manna bestámmelser for konsult- uppdrag inom arkitekt- och ingenjörsverksamhet av ár 1987". Viö samningu frumvarpsins var einkum höfð hliðsjón af íslenzku, dönsku og sænsku skilmálunum auk norska staöalsins. Frumvarp aö ÍST 35 Frumvarp var sent til almennrar gagnrýni með lokafresti hinn 20. júní 1991. Á gagnrýnistímanum var haldinn sérstakur kynningarfundur 22. maí 1991 til þess að kynna frumvarpið, og var sá fundur vel sóttur og umræður miklar. Um- sagnarfrestur til að skila gagnrýni var síðan framlengdur til 31. júlf 1991 vegna framkominna óska. Athugasemdir við frumvarpið bárust frá sjö aðilum. Þessar at- hugasemdir voru teknar til skoð- unar, þeim svarað og frumvarpið lagfært. Fundað var með fimm þeirra aðila, sem gagnrýndu frum- varpið, þar sem gerð var grein fyrir lagfæringum á frumvarpinu. Sam- band var haft við hina tvo í síma. Lagfæringarnar á frumvarpinu voru mest orðalagsbreytingar og breytingar, sem gera ákvæði stað- alsins skýrari og ákveðnari. Kaflaskipting staöalsins Staðallinn skiptist í níu kafla auk viðauka. Kaflaheiti eru: - Umfang og gildissvið - Ráðgjöf - Skyldur verkkaupa og ráð- gjafa - Skilafrestur - Flöfundar- og eignarréttur - Þóknun - Ábyrgð - Riftun - Ágreiningur Staðlinum fylgir samningseyðu- blaö, sem er ekki eiginlegur hluti staðalsins. Eyðublaöiö er einnig fáanlegt sérprentað. Samningar aðila í grein 2.1.1 í staðlinum eru til- tekin fjölmörg atriði og möguleikar, sem þarf að skilgreina og velja um í samningi ráðgjafa og verkkaupa. Þessi atriöi eru: - Eðli verkefnis - Tæknilegar og fjárhagslegar forsendur - Þóknun til ráðgjafa - Áætlaður heildarkostnaður vegna ráögjafar - Stjórnskipulag - Fundasetur - Samráö við verkkaupa - Skil á úrlausn verkefnis - Verkþættir og skil þeirra - Skiladagur Ábyrgð ráögjafa í staðlinum er sett fram það ný- mæli hérlendis varðandi ábyrgð ráðgjafa, að skilgreind er almenn viðmiðun um hámark og lágmark bótagreiðslna, ef ekki er kveðið á um annað f samningi milli aðila. Húsbyggjendur, athugið! Útvegum hvert á land sem er tilsniðin timburhús í pökkum með ýmsum gerðum útveggjaklæðningar. Hverjum húspakka fylgja allar teikningar og verklýs- ingar ásamt leiðsögn um byggingu hússins. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Faghúss hf. á Grensásvegi 16, Reykjavík. í ? i T FAGHI IS hf SKRIFSTOFA: GRENSASVEGI 16 - 108 REYKJAVIK - S 91-6788/5 176

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.