Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 62
ERLEND SAMSKIPTI / hópi um „Útivist, feröamál og umhverfismennt" voru eitt hundrað ráöstefnugestir auk starfsmanna og sjálfboðaliða. Hér er helmingur hópsins á fundi i Þórsmörk. Ljósm. Gróa Halldórsdóttir. Landvöröur túikar náttúruna i Þórsmörk. Ljósm. Jóhanna B. Magnúsdóttir. nýtum umhverfi okkar og auölindir jarðar á skyn- samlegan hátt, lærum aö njóta óspilltrar náttúru og varöveitum hana fyrir komandi kynslóðir. í því skyni veröur leitast viö aö: • miðla þekkingu og reynslu á sviði umhverfis- menntunar • örva fólk til góðra verka, einkum meö því að kynna það, sem vel er gert • auka virðingu fólks fyrir fjölbreytileika náttúrunnar og skilning á nauðsyn þess, að maðurinn lagi sig að henni, ekki síður en að laga hana að þörfum sínum • að ráðstefnugestir verði dómbærari á, hvernig manngert umhverfi uppfyllir þarfir manna og hvort þar er tekið tillit til sjónarmiða um náttúruvernd • að fólk læri að njóta umhverfisins jafnframt því að nýta það skynsamlega • að ráðstefnugestir verði færari en ella um að miðla þekkingu sinni og viðhorfum til annarra, ekki síst æskunnar. “ Margþættur undirbúningur Þótt ráðstefnan sjálf og sýningin hafi aðeins staðið í fjóra daga, má líta á hana sem langt ferli, sem hófst árið 1988 og náði hámarki (júní 1991. Undirbúnings- nefnd var skipuð fulltrúum fjögurra ráðuneyta undir forystu menntamálaráðuneytisins. Hin ráðuneytin voru umhverfisráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, en fulltrúi þess síðastnefnda var tilnefndur af Sambandi ísl. sveitarfé- laga. Verkefnisstjóri var ráðinn í tvö ár, fyrra árið í hálft starf, en það síöara í fullt starf. Vorið 1990 var gerð könnun á umhverfismennt á dagheimilum, í grunnskólum og framhaldsskólum. Könnunin var liður í undirbúningi ráðstefnunnar og unnin af verkefnisstjóra hennar. Þannig fékkst góð vísbending um það, sem þá var verið að gera um land allt á mismunandi aldursstigum. M.a. kom fram, að í meira en 3/4 skóla og dagheimila kanna nemendur náttúrlegt umhverfi nálægt skólanum einu sinni á ári eða oftar. Flest börn á dagheimilum og í grunnskólum taka þátt f að hreinsa og fegra umhverfi skólans, en það er mun fátíðara í framhaldsskólum. Á þriðjungi dagheimila og í helmingi grunnskóla gróðursetja börn tré og sinna gróöurvernd, en það á aðeins við um fjórðung framhaldsskólanema, ef marka má könnun- 188

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.