Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 16
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST iþróttamiöstööin á Þingeyri. fþróttamiðstöðin á Þingeyri Jónas Ólafsson, sveitarstjóri Þingeyrarhrepps Bygging íþróttahúss og sundlaug- ar hefur verið langþráður draumur íbúa Þingeyrarhrepps síðustu ára- tugi. Undirbúningsvinna að forsögn fyrir núverandi íþróttamannvirki, þ.e. íþróttahús og sundlaug, á Þing- eyri hófst formlega 1987 en það ár fóru þeir Jónas Olafsson sveitarstjóri og Sigmundur Þórðarson bygginga- meistari til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur til þess að kynna sér íþróttamannvirki af svipaðri stærð og gerð sem gætu hentað fyrir að- stæður á Þingeyri. Þá kynntu þeir sér einnig rekstur slíkra mannvirkja. Hreppsnefnd Þingeyrarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 30. janúar 1991 að leita eftir tillögum að íþróttahúsi og sund- laug. Tillaga Helga Hjálmarssonar, arkitekts á Teiknistofunni Oðins- torgi, og samstarfsmanns hans, Olafs Erlingssonar, verkfræðings hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen hf. (VST hf.), var valin til úr- vinnslu. I byggingamefnd íþróttamiðstöðv- arinnar eru: Bergþóra Annasdóttir, oddviti hreppsins, Angantýr Valur Jónasson, Magnús Guðjónsson, Sig- mundur Þórðarson og Jónas Olafs- son, sem er formaður nefndarinnar. Staöarval Iþróttamiðstöðinni var valinn staður á Þingeyrarodda við Kirkju- stræti, á íþrótta- og útivistarsvæði Þingeyringa, í nánum tengslum við íþróttavöllinn og tjaldstæðin. Lóð í- þróttamiðstöðvarinnar tengist lóð Þingeyrarkirkju og verða bifreiða- stæðin sameiginleg. Reynir Vil- hjálmsson landslagsarkitekt hefur gert heildarskipulag af lóðunum, en á svæðinu eru fomminjar, sem taka þarf sérstakt tillit til.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.