Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Qupperneq 21

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Qupperneq 21
UMHVERFISMÁL höfðu verið gerðar áður en verkefn- ið sem hér er lýst hófst og bentu þær til að hlutfall matarleifa væri á bil- inu 25—40% miðað við þunga. Með því að beina spjótum að lífrænum úrgangi og pappír/pappa virtist sem 50% takmarkið myndi nást. Verkefni Gámaþjónust- unnar hf. Með ofangreindar forsendur að leiðarljósi hófst haustið 1994 á veg- urn Gámaþjónustunnar hf. verkefni um flokkun og jarðgerð á lífrænum úrgangi sem kemur annars vegar frá heimilishaldi og hins vegar frá verslunarstarfsemi. Verkefnið er unnið að frumkvæði Gámaþjónust- unnar hf. með styrk frá Rannsókna- sjóði og undir verkefnisstjórn greinarhöfundar. Ein athugun á samsetningu neysluúrgangs frá heimilum var gerð í sambandi við verkefnið og gaf hún eftirfarandi niðurstöðu: % Matarleifar ..............31 Dagblöð og tímarit ...... 15 Pappírsumbúðir ........... 9 Pappi (kassar) ........... 3 Plast .................... 9 Gler...................... 3 Fatnaður ................. 3 Málmar ................... 3 Spilliefni ............... 1 Annað (óflokkanlegt) ... 22 Samtals ............100 Vert er að hafa í huga að tölum- ar eiga eingöngu við um neysluúr- gang, þ.e. þann hluta sem venjulega er settur í poka eða fötu undir eld- húsvaskinum. Inni í þessu magni eru hvorki stórgerðir hlutir eins og t.d. gömul húsgögn né garðaúrgang- ur frá heimilum. Reiknað er með að heimilisúrgangur skiptist þannig: Neysluúrgangur .........80% Stórgerðir hlutir ..... 10% Garðaúrgangur ......... 10% Ávinningur af endur- vinnslu lífræns úrgangs Verkefni Gámaþjónustunnar hf. beinist að endurvinnslu á hinum lífræna hluta sorps með jarðgerð. Astæða þess liggur í augum uppi. Matarleifar eru stærsti ein- staki efnaflokkurinn í neysluúrgangi og saman- lagt með pappír, pappa og garðaúrgangi er lífrænn úrgangur rúmlega helm- ingur alls heimilisúrgangs. Lífrænn úrgangur frá at- vinnurekstri er að líkind- um enn stærra hlutfall þegar haft er í huga hversu stór hluti framleiðslustarf- seminnar hérlendis snýst um matvæli. Jarðgerð er að mörgu leyti heppileg og tiltölu- lega ódýr aðferð við að umbreyta lífrænum úr- gangi í lífrænan áburð eða jarðvegsbæti. Möguleikar til að nýta slíka afurð hér á Islandi eru óþrjótandi og eftirspurn á almennum markaði að líkindum tölu- verð. Árið 1993 voru flutt inn um 1000 tonn af rækt- unarefni sem seld eru að hluta sem neytendavara. Jarðvegs- bætir, endurunninn úr lífrænum úr- gangi, getur að einhverju leyti kom- ið í stað þess innflutnings. Þá er mjög víða í þéttbýli skortur á jarð- vegi og jarðvegsbæti til notkunar fyrir einkaaðila og sveitarfélög. Þessir aðilar kaupa nú þegar mold í stórum stíl. Loks má nefna að nær- ingarríkur jarðvegsbætir úr lífræn- um úrgangi er ákjósanlegur til af- markaðra uppgræðsluverkefna. Með því að endurvinna hinn líf- ræna hluta sorpsins verður úrgangur til urðunar ekki einungis helmingi minni heldur breytist hann að eðli og eftir flokkun tilheyrir hann steinaríkinu að mestu. Rotnun í slík- um haug er nánast engin, lífræn nið- urbrotsefni eins og metangas eða lífrænar sýrur verða hverfandi. Sprengi- og eldsvoðahætta af völd- um metans, metanmengun andrúms- lofts og mengun af völdum sigvatns frá urðunarstað, allt eru þetta vanda- mál sem leysast sjálfkrafa ef lífræn- um úrgangi er beint frá urðun. Síðasta en ekki sísta ástæðan fyrir því að endurvinna lífrænan úrgang með jarðgerð er kostnaðardæmið. Hvorki þarf flókin tæki né stórbrot- in mannvirki til að jarðgera hinn líf- ræna hluta sorpsins. Tækjakostur sem þarf til verksins er að tæknistigi og kostnaði sambærilegur við það sem gerist á meðalbændabýli; trakt- or með skóflu, múgasnerill, aðgang- ur að trjákurlara og þar sem vanda skal sérstaklega, aðgangur að sigti. Þörf á mannafla við sjálfa jarðgerð- ina er háð magni úrgangs að ein- hverju leyti en rétt er að reikna með fjórðungs að hálfu starfí á ársgrund- velli. Plássþörf er háð magni, en land þarf' að slétta og þétta undirlag þar sem nota á múgaaðferðina. Kostnað þarf að vega við ábata og slíkt mat kann að vera pólitískt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.