Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 32
UMHVERFISMAL og Norðurlandi eystra. Gjall- og vikurnámur eru þar sem laus gos- efni er að finna. Bólstrabergsnámur eru nokkrar og flestar þeirra á Reykjanesskaga og á Suðurlandi. Fáeinar leir- og moldarnámur eru einnig á landinu. Flestar námurnar eru í einkaeign. Lítill hluti þeirra er í eigu sveitarfélaga eða ríkisins. Hins vegar nýta opinberir aðilar u.þ.b. 90% allra náma á landinu. Astandið í efnistökumálum er víða óviðunandi. Námur eru of ntargar og umgengni í þeim er víða ábótavant. Sums staðar verður að telja að hætta stafi af vegna óviðun- andi viðskilnaðar. I sumar námur hefur verið safnað sorpi og brota- málmum. Astæður ofangreinds ástands eru margvíslegar. Þær helstu eru van- þróað vegakerfi, sem einnig er stórt miðað við fólksfjölda, óskýr lög og skipulagsleysi við efnistöku. Vegna þessa ástands er brýnt að efnistaka á Islandi verði skipulögð og eftirlit með henni eflt. Setja þarf skýrari reglur um efnistöku, færa ætti eftir- lit með henni til sveitarfélaga og gera þarf ítarlegar náttúrufarskann- anir í öllum landshlutum. Þá er mik- ilvægt að kanna og rannsaka nánar gerð, gæði, magn og dreifmgu hag- nýtra jarðefna hér á landi og gera nákvæma úttekt á efnistökustöðum. Nauðsynlegt er að móta stefnu fyrir efnistöku innan hvers sveitar- félags og að gera aðal- og svæðis- skipulagsáætlanir þar sem m.a. er gert ráð fyrir námum nú og í fram- tíðinni. Við gerð slíkra áætlana er afar mikilvægt að hafa í huga sjón- armið náttúruverndar. I skýrslunni er greint frá stefnu Náttúruvemdar- ráðs í náttúruvernd. Þá er í skýrsl- unni samantekt um ástand efnis- tökumála í hverjunt Iandshluta um sig. Skýrslan gæti nýst sveitarstjóm- armönnum og starfsmönnum sveit- arfélaga og einnig fulltrúum í um- hverfis- og náttúruverndamefndum, svo og skipulagsnefndum sveitarfé- laganna við gerð skipulagsáætlana. Skýrslan fæst á skrifstofu Nátt- úruvemdarráðs og kostar kr. 700. Malarnáma viö norðanveröan Kollafjörö vlö rætur Esju, skammt frá Mógilsá í Kjósar- hreppi. Greinarhöfundur tók myndina á árinu 1994. Námur á íslandi Ragnar Frank Kristjánsson landslagsarkitekt, starfsmaður Náttúruverndarráðs Út er komin skýrslan Námur á ís- landi. Skýrslan var unnin af starfs- mönnum Náttúruverndarráðs að beiðni umhverfisráðuneytis og er samantekt um ástand efnistökumála hér á landi. Skýrslan er byggð á upplýsingum seni aflað var hjá sveitarfélögum og Vegagerðinni, svo og eftirlitsmönnum Náttúru- vemdarráðs. I ljós kemur að yfir tvö þúsund efnisnámur eru eða hafa verið í notkun hér á landi. Flestar eru mal- arnámur en nokkuð er urn grjót- og sandnámur. Hraunnámur eru á Suð- urlandi, Suðvesturlandi, Vesturlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.