Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 33

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 33
TÆKNIMÁL Trjákurlari Eftir því sem trjárækt eykst fellur til meira og meira af greinum, af- klippingi og trjám sem nema þarf brott vegna grisjunar. Velflest sveit- arfélög eða gámafyrirtæki fyrir þeir- ra hönd safna garðaúrgangi þar sem trjágreinar eru fyrirferðarmiklar. Timburafgangar eru einnig veruleg- ur hluti þess sem til fellur í sorp- söfnun. Fyrirtækið Merkúr hf. í Reykjavík hefur nýlega hafið innflutning á trjákurlurum sent ryðja sér til rúms um allan heim. Með notkun slíkra kurlara má breyta trjágreinum, af- gangstimbri og afsagi í verðmæta og vistvæna afurð sem nota má í blómabeð, göngustíga, undir skepn- ur, til íblöndunar í jarðveg og sem stoðefni við jarðgerð heimilisúr- gangs. Nokkur sveitarfélög hafa þegar tekið í notkun slíka trákurlara með góðum árangri. M.a. hafa Reykjavíkurborg og Húsavíkur- kaupstaður fengið öfluga kurlara frá fyrirtækinu. Kurlarar þessir eru frá bandaríska fyrirtækinu Vermeer. Fyrirtækið þykir ekki fara troðnar slóðir og hefur það verið þekkt fyrir ýmsar snjallar lausnir. að sögn Jóhanns Olafs Arsælssonar, framkvæmda- stjóra véladeildar Merkúrs hf. Sem dærni þar um eru jarðvegssagir þar sem vélbúnaður drífur keðjusög eða sagarhjól með feikna- sterkum sker- um er saga jarðveginn í vissa breidd og dýpt. Bún- aður þessi getur verið svo öflugur að hægt er að saga fyrir jarðlögnunt í þ y k k u s t u vegasteypu eða klöpp. Með þessari tækni sparast ntikill tími, jarðrask og fyrirhöfn, en nokkur slík tæki eru í notkun hérlendis. Sú nýjung frá Vermeer, sem ber hæst unt þessar mundir, er fær- anlegur en mjög öflugur kurlari, TG400, sem ætl- aður er fyrir sveitarfélög til að ráða við erfið kurlunarverk- efni. Kurlarinn á nánast að ráða við allt það efni sem ekki er harðara en timb- ur. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er timbr- inu mokað upp í kurlarann með gröfu, öflugir hnífar og hamrar sjá síðan um að mylja efnið í smátt og kemur það síðan út á færibandi sem tilbúin af- urð. Vél þessi vegur 20 tonn og er með 400 ha. vél. Margar stærðir af trjáflutnings- tækjum eru framleiddar hjá Vermeer. Búnaður þessi þykir mjög einstakur og fullkominn og er til í ýmsum stærðum sem setja má á smágröfu og upp í stærstu vörubfia. Búnaðurinn er fólginn í vökvadrifn- um spöðum sem þrýst er niður með fram rótum þess trés sem flytja skal og kemur þá tréð upp úr jörðinni á stórum hnaus. Aður er búið að taka holu með sama búnaði til að taka á móti trénu og passar þá hnausinn í holuna. Fyrirtækið Merkúr hf. hefur á undanfömum árum aukið starfsemi sína hvað varðar vélar og tæki fyrir sveitarfélög og verktaka. Fyrirtækið flytur m.a. inn Aveling Barford veg- hefla, Bomag-jarðvegsþjöppur og valtara, Amman Yanmar-smágröfur og beltavagna, Tsurumi vatns- og skólpdælur, Hyundai-beltagröfur og hjólaskóflur, Indeco-vökvahamra og ýmis tæki frá Vermeer, eins og áður segir. Lítill trjákurlari sömu geröar og Reykjavíkurborg hefur keypt. Tækiö skilar kurlinu upp á dráttarvélarkerru eöa á pall vörubíls sem dregur þaö. Færanlegur timburkurlari af geröinni TG400. 27

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.