Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 51

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 51
FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR: Efling atvinnu í dreifbýli Framleiðnisjóði landbúnaðarins er samkvæmt samningi ríkis og bænda frá 11. mars 1991 meðal annars ætlað að ráðstafa fé til að efla atvinnustarfsemi í sveitum. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið eftir- farandi meginreglur um stuðning við fjárfestingu í atvinnurekstri: I. FRAMLÖG TIL FRAMKVÆMDA Á LÖGBÝLUM 1. Atvinnurekstur sem stofnað er til á lögbýlum getur notið framlags. Þeir bændur skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um framlög sem hafa innan við 500 ærgilda greiðslumark eða eru frumbýlingar. Þá sitja þeir fyrir um framlög að öðru jöfnu sem hafa aflað sér starfsmenntunar í hinni fyrirhuguðu aÞ vinnugrein. - Við ákvörðun um stuðning er höfð hliðsjón af umfangi búrekstrar, fjarlægð frá þéttbýli og fjölda vinnufærra manna sem eiga lögheimili á býlinu. 2. Framlag getur numið 30% af framkvæmdakostnaði (án virðisaukaskatts), þó að hámarki kr. 1.200.000 miðað við byggingarvísitölu 1 89,6 og breytist samkvæmt henni. - Til greina kemur að veita viðbótarframlag (allt að 100%) ef framkvæmdin skapar fleiri en tvö ársverk. - Akvörðun um upphæð framlags tekur mið af tekjum umsækjenda utan bús og umfangi þess reksturs sem sótt er um stuðning til. II. FRAMLÖG TIL AÐ STOFNA EÐA EFLA FÉLÖG UM ATVINNUREKSTUR í DREIFBÝLI Framleiðnisjóður mun leitast við að styðja bændur og samtök þeirra (búnaðarfélög, veiðifélög o.fl.) til þátttöku i nýjum atvinnurekstri með fjárframlögum. Við ákvörðun um stuðning þennan verður m.a. höfð hliðsjón af stöðu hefðbundinna búgreina á viðkom- andi svæði og því hvort hinn nýi atvinnurekstur er líklegur til að auka atvinnu og efla byggð. Þá verður tekið mið af og/eða krafist mótframlags þeirra aðila sem óska eftir stuðningi. Styrkþegum er skylt að veita sjóðnum upplýsingar um framvindu verkefna og rekstur þeirra fyrirtækja sem framlag er veitt til þegar stjórn sjóðsins óskar. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Laugavegi 120, 105 Reykjavík, sími 525 6400 og fax 525 6439 og hjá formanni stjórnar sjóðsins, sími/fax 452 4646.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.