Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 52

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 52
SAMGONGUMAL Ný vegalög Jón Rögnvaldsson aðstoðarvegamálastjóri Inngangur Vorið 1994 voru ný vegalög sam- þykkt á Alþingi (lög nr. 45/1994). Fyrri vegalög voru að stofni lil frá 1963 en hafði alloft verið breytt. Breytingar þessar voru yfirleitt á einstökum köflum eða greinum lag- anna. A þeirn þrjátíu árum sem liðin voru frá upphaflegri gerð laganna voru orðnar gríðarlegar breytingar á vegakerfinu, landssamgöngum og þjóðfélaginu öllu. Var því orðin mikil þörf á heildarendurskoðun þessara laga. Undirbúningur að endurskoðun vegalaganna var unninn af innan- hússnefnd hjá Vegagerðinni. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra skipaði síðan nefnd til að endur- skoða vegalögin. Formaður nefnd- arinnar var Þórhallur Jósepsson deildarstjóri en aðrir í nefndinni voru Arni M. Mathiesen alþingis- maður, Gunnlaugur Stefánsson al- þingismaður, Karl Steinar Guðna- son alþingismaður, Pálmi Jónsson alþingismaður, Þórður Skúlason framkvæmdastjóri, Gunnar Gunn- arsson framkvæmdastjóri og Helgi Hallgnmsson vegamálastjóri. Ritari nefndarinnar var Rúnar Guðjónsson deildarstjóri. I hinum nýju lögum eru fjölmarg- ar breytingar frá eldri lögum. Þar má m.a. nefna ákvæði um vegakerf- ið og flokkun þess, veghald, veg- áætlun og langtímaáætlun og um skipulagsmál. Ymis atriði eldri lag- anna, sem ekki áttu lengur við, voru felld niður og breytingar voru gerð- ar á röðun efnis. Hér á eftir verður nánar fjallað um þau atriði sem helst snúa að sveitarfélögum, þ.e. vegakerfið og flokkun þess, veghald og skipulags- mál. I lokin verður lítillega fjallað um fyrstu reynslu af framkvæmd laganna. Vegakerfiö og flokkun þess I gömlu vegalögunum var vegum skipað í fjóra meginflokka, þ.e. þjóðvegi, sýsluvegi, þjóðvegi í þétt- býli og einkavegi. Þjóðvegum var aftur skipt í tvo flokka, stofnbrautir og þjóðbrautir. Auk þessa var svo flokkur vega sem innihélt ýmsa vegi, svo sem aðalfjallvegi, fjall- vegi, þjóðgarðavegi og vegi að fjöl- sóttum ferðamannastöðum. I nýju vegalögunum er vegum í meginatriðum skipt í aðeins tvo flokka, þ.e. þjóðvegi sem eru í um- sjá Vegagerðarinnar og almenna vegi og einkavegi sem eru í umsjá annarra aðila. Þjóðvegum er skipt í fjóra undirflokka, stofnvegi, tengi- vegi, safnvegi og landsvegi. Öðrum vegum er í meginatriðum skipt í tvo flokka, þ.e. almenna vegi sem eru í eigu opinberra aðila (ann- arra en ríkisins) og ætlaðir almenn- ingi til frjálsrar umferðar og einka- vegi sem eru kostaðir af einstakling- um, fyrirtækjum eða í einstaka til- fellum opinberum aðilum. Til hluta vega úr báðum þessum flokkum má veita fé í vegáætlun og eru þeir nefndir styrkvegir. Aðrir vegir í þessum vegflokkum eru alfarið kostaðir af eigendum sínum. Tilgangur laganna er að til verði samfellt þjóðvegakerfi, sem nái til allra þéttbýlisstaða og byggðra býla utan þéttbýlis auk allra ilugvalla og hafna þaðan sem stundaðar eru reglubundnar áætlunarferðir. Þjóð- vegakerfið nær auk þess til ýmissa staða sem þýðingu hafa við nýtingu lands eða hafa gildi til útivistar og ferðamennsku. Allir aðrir vegir en þjóðvegir verða einkavegir og al- mennir vegir. Eigendur slíkra vega geta, eins og áður sagði, verið ein- staklingar eða samtök þeirra, fyrir- tæki og stofnanir eða sveitarfélög. Ef flokkun þessi er borin saman við þá flokkun sem í gildi var sam- kvæmt fyrri lögum má segja að stofnvegir svari nokkurn veginn til stofnbrauta áður, tengivegir til þjóð- brauta, safnvegir til sýsluvega og Iandsvegir til meiri háttar fjallvega, vega að fjölsóttum ferðamannastöð- um og þjóðgarðavega. Flestir þeir vegir sem áður var heimilt (en ekki skylt) að hafa í tölu sýsluvega eru nú einkavegir og teljast flestir til styrkvega. V. kafli eldri laga, sem fjallaði um þjóðvegi í kauptúnum og kaup- stöðum, var felldur niður. Þeir vegir sem áður féllu undir þennan veg- flokk teljast langflestir til stofnvega samkvæmt nýju lögunum, nokkrir teljast til tengivega og nokkrir hafa fallið úr tölu þjóðvega og teljast þá yfirleitt til almennra vega sam- kvæmt lögunum. Þau ákvæði sem þama voru felld niður höfðu staðið að mestu óbreytt frá 1963. Þá voru aðstæður mjög frábrugðnar því sem nú er, flestar þær götur sem hér um ræðir voru ófullgerðar og um bund- ið slitlag var vart að ræða utan höf- uðborgarsvæðisins og stærstu kaup- staða. Það hafði einnig sýnt sig að sveit- arfélögin voru mjög misjafnlega í stakk búin til að annast viðhald vega 46

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.