Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 53
SAMGONGUMAL
götulýsingar en það var óheimilt
samkvæmt eldri lögum.
Veghald
Samkvæmt fyrri lögum var Vega-
gerðin veghaldari allra opinberra
vega og veghald var skilgreint sem
vegagerð og viðhald vega. Að öðru
leyti var forræði og ábyrgð á vegum
þessara og var það einkunr háð
stærð þeirra og staðsetningu. Þá var
aðferð sú sem notuð var við skipt-
ingu fjármagns til þessara vega
óheppileg, en þar var nánast ein-
göngu tekið mið af íbúafjölda við-
komandi þéttbýlisstaðar en ekki af
lengd og ástandi vega. Við þetta
bættist að viðhaldsþörfin gat verið
mjög sveiflukennd frá ári til árs.
Var því orðin rík ástæða til breyt-
inga og að greiðslur kostnaðar við
viðhald og þjónustu á þjóðvegum
þessum yrðu færðar í raunhæfara
horf.
Framkvæmdir við nýbyggingar á
þeim þjóðvegum sem eru innan
þéttbýlis verða framvegis fjármagn-
aðar með fjárveitingum af vegáætl-
un hverju sinni eins og aðrar ný-
byggingar á þjóðvegakerfmu.
Nýju lögin hafa í aðalatriðum
sömu leiðbeinandi ákvæði og voru í
gömlu lögunum um það hvaða göt-
ur í þéttbýli skuli teljast þjóðvegir.
Þá eru í 20. gr. nýju laganna hlið-
stæð ákvæði og voru í 26. gr. gömlu
laganna um það hvaða atriði skuli
teljast til vegagerðarkostnaðar. I því
sambandi er rétt að vekja athygli á
því að samkvæmt nýju lögunum er
Vegagerðinni heimilt að greiða
kostnað vegna umferðarljósa og
Hringvegur (1) hjá Hraunsnefi í Borgarfiröi er stofnvegur.
Svínvetningabraut (731) er tengivegur. Brú á Blöndu viö Brúarhlíö.
ekki skilgreind í lögunum, en þó var
litið svo á að forræði einkavega
væri í höndum eigenda þeirra.
Ymsir flokkar vega urðu þá eftir
án veghaldara, svo sem fjallvegir,
þjóðgarðavegir og vegir að fjölsótt-
um ferðamannastöðum, þ.e. um
þessa vegi skorti ákvæði í vegalög.
Með nýju lögunum er ráðin bót á
þessu. Veghald er skilgreint sem
forræði yfir vegi og vegsvæði og
Vegagerðin er veghaldari allra þjóð-
vega.
Heimildir vegamálastjóra til að
fela öðrum aðilum veghald eru
rýmkaðar og takmarkast ekki við
tiltekna flokka þjóðvega eins og
áður var. Með þessu opnast mögu-
leiki til að fela aðilum á almennum
markaði einstök afmörkuð verkefni
auk þess sem samið er við þéttbýlis-
sveitarfélög um veghald þjóðvega
innan þéttbýlismarka að meira eða
minna leyti.
Veghald almennra vega og einka-
vega er í höndum eigenda þeirra.
Gildir það jafnt um styrkvegi og
aðra vegi og er skýrt kveðið á um
það í lögunum að engin ábyrgð hvíli
á ríkissjóði vegna þeirra.