Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 59
RAÐSTEFNUR
Þéttbýliö kallar á þjónustu og mannvirki
Kristófer Oliversson, ráðgjafi hjá Hagvangi hf.,
kynnti síðan niðurstöður úr könnun sem hann hafði gert
fyrir sambandið á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna árin
1989-1994. Sýndi hann með súluritum þá breytingu sem
orðið hefði á nokkrum útgjaldaflokkum og á nettóskuld-
um. „Þau sveitarfélög sem eiga í mestum erfiðleikum
eru þéttbýlissveitarfélögin þar sem þjónustan er mest,“
sagði Kristófer og kvað skýringuna felast í mikilli upp-
byggingu mannvirkja og þjónustu undanfarin ár þar sem
framkvæmt hefði verið hraðar en tekjur sveitarfélaganna
leyfðu.
Betri afkoma hins opinbera treystir best
lífskjörin
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
ræddi helstu forsendur efnahagsáætlana sveitarfélaga
fyrir árið 1996 og næstu árin þar á eftir, þjóðhagsleg
áhrif stækkunar álversins í Straumsvík, sem þá hafði ný-
lega verið ákveðin, og um hagstjórn almennt. Hann
kvað afar mikilvægt að hið opinbera, ríkissjóður og
sveitarfélög, bættu afkomu sína á næstu árum og stuðl-
uðu með því að auknum þjóðhagslegum spamaði. „Að
öllu athuguðu,“ sagði Þórður í lok erindisins, „verður
grunnur hagvaxtar og batnandi lífskjara best treystur
með betri afkomu hins opinbera."
Félagslegar íbúöir auka á skuldirnar
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Höfðahrepps, flutti
síðasta framsöguerindið á ráðstefnunni, um félagslega
íbúðakerfið. Gerði hann að umtalsefni vanda þeirra
sveitarfélaga sem orðið hefðu að leysa til sín fjölda fé-
lagslegra íbúða vegna kaupskylduákvæðisins en hefðu
hvorki getað leigt þær né selt. Hann kvað könnun sem
sambandið hefði látið gera sýna að skuldir sveitarfélaga
myndu vegna innlausnar slíkra íbúða aukast um hátt í
milljarð króna á árinu. Félagslegar íbúðir eru um 10,4%
allra íbúða á landinu, en til þeirra teljast félagslegar
eignaríbúðir, kaupleiguíbúðir, leiguíbúðir og almennar
kaupleiguíbúðir. Magnús B. Jónsson á sæti í stjómskip-
aðri nefnd sem kannar leiðir til að ráða fram úr þeim
vanda sem mörgum sveitarfélögum hefur að höndum
borið vegna kaupskyldunnar á slfkum íbúðum. Lýsti
hann leiðum sem ræddar væru í nefndinni í þeim efnum.
6 metra stöng með gylltum húni
ogflagglínu.
Fótur úr stáli fyrir 6 metra fanastöng
Vandaðar, glær-eða hvítlakkaðar.
Sérsmíðum einnig stengur upp í
allt að 12 metra lengd.
Tökum að okkur ýmiss konar trésmíöi, t.d. á gluggum,
hurðum, ásamt ýmiss konar skrautlistum o.fl.
Eigum á Iager fjölmargar gerðir af unnum trélistum og gerettum,
einnig lista sem falla mjög vel að breytingum í eldri húsum.
• Handriðalistar • Gólflistar • Loftbitar • Þakkantar
• Geretti •Kverklistar •Rammalistar • Glerfalslistar
• Skrautlistar • o.fl,
Q
TREIÐN AÐARDEILD
Mýrargötu 8-10 (við Slippinn) - Símar: 552-8811 og 552-4400
5 3