Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 60
STJÓRNSÝSLA
Samræming og hagræðing
í notkun landfræðilegra
upplýsinga
ÞorbjörgKr. Kjartansdóttir, jramkvœmdastjóri LISU, samtaka um samrœmd
landfrœÖileg upplýsingakerfi á Islandi
Landfræóilegar
upplýsingar
Stór hluti mannlegrar þekkingar
byggir á landfræðilegum upplýsing-
um: að vita hvar hlutir eru og hvem-
ig þeir eru tengdir hver öðrum. Á
mörgum sviðum ákvörðunartöku,
hjá stjómsýslu, sveitarfélögum, fyr-
irtækjum og stofnunum, eru land-
fræðilegar upplýsingar nauðsynleg-
Frá ráöstefnu LÍSU um LUK-hafiö í september 1995. Rúmlega 70 manns sóttu ráöstefn-
una, þar sem flutt voru fjölmörg erindi um gagnagrunna og samnýtingu þeirra.
LÍSA, samtök um samræmd landfræöileg upplýsingakerfi á íslandi. Samtökin hafa aö-
setur í Borgartúni 7,105 Reykjavík.
ar fyrir ýmiss konar ákvörðunartöku
um skipulag og framkvæmdir.
Staðbundnar upplýsingar um t.d.
náttúruauðlindir, landshætti og land-
notkun, dreifingu ýmiss konar
mengunarefna, dreifikerfi veitna og
samgöngukerfi, íbúadreifingu og at-
vinnumál eru allt dæmi um land-
fræðilegar upplýsingar, þ.e. þær
hafa tilvísun í ákveðna staðsetningu.
Söfnun og vinnsla land-
fræóilegra upplýsinga
Miklu fé er eytt í söfnun stað-
bundinna gagna, en oft er erfitt að fá
full not af upplýsingunum. I aukn-
um mæli er upplýsingum nú safnað
á stafrænu formi og þannig aðgengi-
legar til tölvuvinnslu með hugbún-
aði, sem er sérhannaður til að tengja
og sýna landfræðilegar upplýsingar
á korturn, svokallað landfræðilegt
upplýsingakerfi (LUK) eða
Geographical Information System
(GIS).
Með LUK er hægt að samræma
gögn frá ólíkum svæðum, tengja
töflur og texta við kortagrunna og
meðhöndla gögnin á ýmsan hátt,
hægt að greina flókna hluti og fyrir-
bæri og draga fram aðalatriðin og
setja síðan niðurstöðurnar frani á
myndrænan hátt.
Hagnýtt eöa vannýtt
auölind?
Notagildi og arðsemi LUK-kerfa
fer mjög vaxandi með fjölgun ólíkra
gagnasafna sem eru tengd saman.
54