Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 68

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 68
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM þykkt var samhljóða sem ályktun fundarins, hljóðar svo: „Aðalfundur Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi eystra, haldinn í Reykjahlíð 31. ágúst og 1. september 1995, skorar á stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga, ríkisstjóm Islands og Alþingi að fá 21. grein laga nr. 66/1995 um grunn- skóla breytt þannig að samfara yfir- töku sveitarfélaga á öllum rekstri og stofnkostnaði grunnskólans verði þeim tryggt óskorað eignarhald og ráðstöfunarréttur á mannvirkjum sem reist hafa verið með kostnaðar- þátttöku ríkisins.“ Stjórn Eyþings Stjóm Eyþings var kjörin á aðal- fundi 1994 og situr fram að næsta aðalfundi sem fyrirhugað er að halda að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit 29. og 30. ágúst 1996. I stjórninni sitja sem aðalmenn Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, sem er fonnaður, Sigfríður Þor- steinsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, Jóhannes Sigfússon, odd- viti Svalbarðshrepps, Kristján Olafs- son, bæjarfulltrúi á Dalvík, og Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarð- arsveitar. Framkvæmdastjóri EY- ÞINGS er Hjalti Jóhannesson. KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Anna Skúladóttir fjárreiðustjóri Reykjavíkurborgar Anna Skúla- dóttir viðskipta- fræðingur hefur verið ráðin fjár- reiðustjóri Reykjavíkur- borgar frá 1. des- ember sl. en hér er um nýtt starf að ræða. Anna er fædd 18. júní 1948 í Keflavík. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Sigurgísladóttir og Skúli H. Skúlason, byggingameist- ari þar. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1968, prófi í meinatækni frá Tækni- skóla fslands 1974, prófi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands 1988 og prófi til löggildingar til endurskoðunarstarfa 1996. Hún starfaði í Svíþjóð 1975-1982 sem meinatæknir á sviði sýkla-, meina- og frumurannsókna og sótti þá jafnframt ýmiss konar námskeið í þeim greinum. Á árununt 1982-1984 starfaði hún hjá Krabba- meinsfélagi íslands við frumugrein- ingu. Frá 1988-1995 starfaði hún hjá Löggiltum endurskoðendum hf. sem viðskiptafræðingur við ýmiss konar endurskoðunar- og upp- gjörsvinnu. Anna er gift Brynjólfi Áma Mog- ensen, yfirlækni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og eiga þau þrjá syni. Jón Björnsson framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg gT félagsmálastjóri ■ ; á Akureyri, hefur : verið ráðinn ' framkvæmda- stjóri menningar-, lagsmála hjá Reykjavíkurborg frá 15. nóvember sl. Þetta er nýtt starf hjá borginni, heyrir beint undir borgarstjóra og tekur til framkvæmdastjórnar m.a. menningarmála, skólantála, dagvist- armála, félagsmála og íþrótta- og tómstundamála hjá borginni. Jón er fæddur 20. mars 1947 að Húnsstöðum í Austur-Húnavatns- sýslu og eru foreldrar hans María Jónsdóttir og Björn Kristjánsson, bóndi og kennari þar, sem nú búa á Blönduósi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1966 og stundaði síðan nám í heim- speki, mannfræði og sálfræði við háskólana í MUnchen og Freiburg í Þýskalandi 1966-1967 og frá 1968-1974. Lauk embættisprófi í sálarfræði við háskólann í Freiburg 1974. Jón stundaði kennslu á Akureyri 1967-1968, en hóf starf við Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar 1974, fyrst við rannsóknir en varð síðan fyrsti sálfræðingur stofnunar- innar. Fluttist árið 1976 til Akureyr- ar og hóf starf þar sem félagsmála- stjóri. Árið 1988 varð hann sviðs- stjóri félags-, menningar- og fræðslusviðs Akureyrarbæjar. Samhliða þessum störfum hefur Jón gegnt allmörgum nefndastörfum fyrir sveitarfélög og ríki og ýmsum félagsmálum, m.a. verið um skeið formaður Sálfræðingafélags Islands og Samtaka íslenskra félagsmála- stjóra. Þá hefur Jón annast stunda- kennslu við Háskóla Islands, Há- skólann á Akureyri og á ýmsum námskeiðum, m.a. um sálfræði, stjómun og öldrunarfræði. Eftir Jón hafa birst allmargar greinar, m.a. í Sveitarstjómarmálum og eftir hann kom út bókin „Af ör- lögum mannanna" árið 1991. Þá hefur Jón llutt fjölda erinda á ráð- stefnum. Jón er kvæntur Stefaníu Amórs- dóttur, kennara við Menntaskólann á Akureyri, og þau eiga tvö upp- komin börn, pilt og stúlku, sem bæði em við nám í Háskóla Islands. 62

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.