Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 34

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 34
ERLEND SAMSKIPTI T.h. Georg Georgsson, læknir og franskur konsúll, og frú Karen Wathne. Fyrir miöju er Jón Davíösson, faktor viö Túliníusar- verslun, og til vinstri Jakobina Daviösdóttir, systir hans. Aörir á myndinni eru franskur læknir, prestur og yfirmenn skipsins. Tekiö um borö í „Francois D'Assise '. Læknisbústaðurinn (nú Ráöhús Búöahrepps) í baksýn. Áhöfnin á „Francois D Assise", spitalaskipi sem fylgdi frönsku skútunum, um borö í skipi sínu. Franskir sjómenn í grafreit landa sinna utan viö Búöaþorp. muna frá franska tímanum sem okkur tókst að safna saman víða um land fyrir liátíðina. Arangurinn leit svo dagsins ljós föstudaginn 26. júlí, og hófst hátíðin með minningarathöfn við franska graf- reitinn. Þar var farið með bænir, sungið, spilað, lesin ljóð og sendiherra Frakka á Islandi, herra Cantoni, lagði blómsveig að minnisvarðanum. Einnig var lagður þar blómsveigur frá okkur Fáskrúðsfirðingum. Ungmenni, bæði frönsk og íslensk, tóku virkan þátt í athöfninni. Þessu næst var farið í skrúðgöngu gegnum bæinn, tendr- aður varðeldur á Búðagrund og sungin íslensk og frönsk lög fram eftir kvöldi. A laugardeginum var ýmislegt á boðstólum. M.a. var farið í siglingar, á hestbak, þá var starfræktur útimarkað- ur, opin sýningin sem frönsku ungmennin undirbjuggu í Ráðhúsinu og önnur sýning á gömlum munum í grunn- skólanum. Kaffihús í frönskum stfl með kaffihúsatónlist, köflóttum borðdúkum og frönsku balckelsi var á Hótel Bjargi, leiktækjum var kornið upp víða um bæinn, trúðar voru á ferli, bömin fengu að mála á léreft í miðbænum, fram fór dorgkeppni og landsleikur í knattspymu, Frakk- land - Island, sem endaði, eins og vera ber, með jafn- tefli. Þá fór fram kennsla í franska kúluspilinu ,,Pétangue“ sem frönsku ungmennin sáu um og hjól- reiðakeppnin „Le Tour de Fáskrúðsfjöröur" var haldin í fyrsta en vonandi ekki síðasta sinn. Þar afhenti sendi- herra Frakka sigurvegurunum gula bolinn og verðlauna- peninga. Síðar um kvöldið var svo diskótek í tjaldi fyrir börnin á meðan foreldramir nutu franskrar matargerðar- listar á hótelinu og dönsuðu svo fram á rauða nótt í fé- lagsheimilinu Skrúði við undirleik Hljómsveitar Geir- mundar Valtýssonar. A sunnudeginum var svo haldið áfram, útimarkaður- inn var opinn svo og sýningamar, haldin var götubolta- keppni, opið áfram í leiktækin og kaffihúsið opið. Þá var menningarsamkoma í Skrúði þar sem sýndur var dans, Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona skemmti ásamt Olafi Vigni Albertssyni píanóleikara, lesin voru ljóð og tón- listaratriði flutt. Þá var þar einnig selt kaffi og meðlæti. Þótti dagskrá þessi takast með eindæmum vel. Þegar líða tók á sunnudaginn fóru menn að tínast til síns heima, sælir og ánægðir eftir frábærlega vel heppnaða „Franska daga á Fáskrúðsfirði“, enda léku veðurguðirnir við okkur alla helgina og áttu þar með stóran þátt í að svo vel tókst til. Mikið var um gestagang hjá okkur þessa helgi og ekki hvað síst brottfluttir Fáskrúðsfirðingar sem hér voru í tuga- ef ekki hundraðatali. Við þökkum þeim, svo og öll- um öðrum sem skemmtu sér með oldcur á „Frönskum dögum“, hjartanlega fyrir komuna og vonumst til að sjá alla aftur á næstu bæjarhátíð, vonandi áður en langt um líður. 224

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.