Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 15
SKIPULAGSMÁL Á leiö í Langasjó. Svæðisskipulag miðhálendis íslands Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins Aódragandi Þörfin fyrir skipulag á hálendinu hefur aukist inikið á síðustu árum. Þrátt fyrir að miðhálendið nái yfir um 40% flatarmáls landsins er ástand í skipulags- og byggingar- málum þar eins og hjá vanþróuðustu ríkjum. Þessu þarf að breyta þannig að málsmeðferð byggingarmála sé að minnsta kosti ekki lakari en á hinu þróaða láglendi Islands. Því þarf að gera svæðisskipulag fyrir allt svæðið þar sem lagðar eru meg- inlínur og mörkuð stefna. Síðan þarf að fara nánar í saumana á svæðum þar sem mannvirkjagerð mun eiga sér stað. Þeim sem sækja inn á hálendið fjölgar stöðugt, þeir hafa mismun- andi þarfir eða áhugamál og eru á ferðinni á öllum tímum árs. Aður fyrr var hálendið einkum notað til beitar og veiða en nú sækja þangað ferðamenn, þar eru reist orkumann- virki og línur, byggðir tjallaskálar og ýmsar náttúruperlur verndaðar skv. lögum. Allar byggingarframkvæmdir á hálendinu breyta umhverfmu og því er nauðsynlegt að um þær sé fjallað á sama hátt og framkvæmdir á lág- 205

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.