Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 53
FJÁRMÁL opinbera, bæði ríkis og sveitarfé- laga. Um leið og boðum, bönnum og beinunr afskiptum stjómvalda af einstökum fyrirtækjum eða atvinnu- greinum fækkar verða fjármál hins opinbera eitt helsta efnahagsstjóm- tækið. Þetta skýrist af stærð og vægi hins opinbera, en einnig sérstöðu þess m.a. hvað varðar möguleikann til skattheimtu, skuldsetningar og að skipa málum með lagaboði. Eins og nú horfir í efnahagsmál- um bendir flest til þess að megin- verkefni hagstjórnar hér á landi á næstu ámm verði að leita leiða til að auka þjóðhagslegan sparnað og draga úr viðskiptahalla gagnvart út- löndum. Enginn vafi er á að ömgg- asta og fljótvirkasta leiðin til þess að auka þjóðhagslegan sparnað er að treysta afkomu hins opinbera, jafnt ríkis sem sveitarfélaga. Al- þjóðlegar athuganir sýna ótvírætt að aukinn spamaður hins opinbera, þ.e. afgangur á rekstri, er árangursrík- asta leiðin til aukins spamaðar. I nýútkominni skýrslu nefndar um þjóðhagslegan sparnað, sem ég skipaði sl. sumar, er tekið undir þau viðhorf að ömggasta og fljótvirkasta leiðin til að auka þjóðhagslegan spamað sé að treysta afkomu hins opinbera með aðhaldi í rekstri. Á það er bent að við ríkjandi aðstæður í efnahagslífinu sé margt sem mæli með að afkoma ríkissjóðs verði treyst umfram það sem áformað er. Jafnframt er talið mikilvægt að sveitarfélögin skili afgangi í ljósi þess að þau standa nú fyrir um fjórðungi opinbers rekstrar í land- inu. Eins og ykkur flestum er kunnugt er fjárhagsstaða ríkissjóðs góð um þessar mundir. Áætlað er að skuldir rikissjóðs muni fara niður í 34% af landsframleiðslu á árinu 1999, en þær vom 51,5% í ársbyrjun 1995. Með niðurgreiðslu skulda á þessu ári og 1999 mun árlegur vaxtakostn- aður ríkissjóðs lækka um 1.200 millj. kr. Fyrir utan það að bæta rekstrarafkomu ríkissjóðs og styðja þannig við efnahagsstefnuna er ljóst að lækkun skulda skapar aukið svig- rúm til að lækka skatta og fjár- magna útgjöld sem eiga að njóta forgangs í framtíðinni. Til glöggv- unar má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs á þessu ári samsvarar lítið eitt lægri upphæð en samanlögð út- gjöld Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavikur. Fjárlagafmmvarp fyrir árið 1999 er lagt ffam með 1,9 milljarða króna tekjuafgangi á rekstrargmnni. Þegar tekið hefúr verið tillit til sérstakrar gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbind- inga fyrri ára nemur afgangurinn á hinn bóginn um 7,4 milljörðum króna, sem er heldur minna en búist var við á árinu 1998, reiknað með sama hætti. Þegar allt er talið á láns- fjárafgangur að nema allt að 15 milljörðum króna á árinu 1999 og verða svipaður og á árinu 1998. Fjárhagur sveitarfélaganna er því miður í öðrum og varasamari far- vegi um þessar mundir og saman- lagður halli þeirra er áætlaður 3^1% af tekjum. Það myndi svara til 5-7 milljarða halla hjá ríkissjóði. Á þessum óhagstæða samanburði eru ýmsar skýringar, þar á meðal þær að ýmiss konar byrjunarkostnaður hef- ur fylgt nýjum verkefnum og ríkis- sjóður hefúr notið meiri tekjuaukn- ingar en sveitarfélögin. Það breytir á hinn bóginn ekki þeirri staðreynd að brýnt er að rekst- ur sveitarfélaganna verði á árinu 1999 réttum megin við strikið. Það er skynsamlegt að nýta góðærið til að greiða niður skuldir eins og nokkur er kostur. Viðskiptahalli og nauðsyn aukins þjóðhagslegs spam- aðar á við þessar aðstæður að vera sveitarfélögum, ekki síður en ríkinu, hvatning til að treysta efnahagsstöð- ugleikann og núverandi hagvaxtar- horfúr. Hér að ffaman hef ég komið inn á þrennt til rökstuðnings auknu og formlegu samstarfi ríkis og sveitar- félaga um efnahagsmál. Þessi þrjú atriði eru aukin umsvif sveitarfé- laga, aukið mikilvægi fjármála- stjórnar ríkis og sveitarfélaga fyrir þróun efnahagsmála í kjölfar opn- unar hagkerfisins og markaðsvæð- ingar og í þriðja lagi augljós þýðing þess að ríki og sveitarfélög nýti af fremsta megni núverandi góðæri til að borga niður skuldir sínar. Form- legt samstarf um þetta má hugsa sér með margvíslegum hætti. Ein nærtæk leið væri sameiginleg markmiðssetning af hálfu ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem annars vegar væri stefnt að tilteknum afkomubata og hins vegar að endurskoðun laga og reglna varðandi málefni þar sem um gagn- kvæma hagsmuni er að ræða. Ég mun nú víkja að nokkrum atriðum í því sambandi, en vil jafnframt leggja áherslu á að þetta eru einung- is hugmyndir sem fram að þessu hafa ekki fengið umfjöllun, hvorki í ríkisstjóm né annars staðar. Tekjuöflun Kveðið er á um tekjur og tekju- stofna sveitarfélaga í lögum. Mörg- um fínnst sveitarfélögum sniðinn of þröngur stakkur hvað tekjuöflun varðar og kalla eftir auknum sveigj- anleika. Innan ríkiskerfísins heyrast á hinn bóginn þær raddir að sjálf- virknin í tekjuflæðinu til sveitarfé- laganna sé of mikil, t.d. hvað varðar hlutdeild í tekjuskatti og framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. í fjár- málaráðuneytinu hefur verið reikn- að út að hlutdeild sveitarfélaganna í kostnaði við rekstur skattkerfisins sé of lítil og æskilegt að þau taki bæði beint og óbeint meiri þátt í inn- heimtu og nauðsynlegu skatteftirliti. Aðrir telja æskilegt að sveitarfélög- in dragi úr vægi skatttekna og fái svigrúm til að auka vægi þjónustu- gjalda. Þetta eru allt atriði sem vert væri að ræða með tilliti til efnahags- markmiðanna. Sameiginleg niður- staða gæti leitt af sér minni sjálf- virkni og aukinn sveigjanleika í tekjuöflun sveitarfélaganna. Jöfnunarsjóóur sveitar- félaga Nýlega lagði Vinnuveitendasam- band íslands (VSÍ) það til við ríkis- stjórnina að fallið yrði frá þeirri lækkun atvinnutryggingagjalds sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.