Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 12
ERLEND SAMSKIPTI Hvaö ef ísland væri aöili aö ESB? Hvaða áhrif hefði það á sveitarstjómarstigið ef ísland væri aðili að ESB? Þetta er spuming sem nauðsynlegt er að sveitarsjómarmenn svari. Aðilar vinnumarkaðarins hafa m.a. lagt talsverða vinnu í skoðun af þessu tagi og nú má meðal annars sjá þess merki í nýgerðum kjara- samningum að það sem er að gerast innan ESB hefur áhrif hér. Nauðsynlegt er að meta kosti og galla aðildar fyrir sveitarfélögin en hingað til höfum við látið öðmm eftir að meta stöðu okkar. Tvennt er það sem augljóslega myndi verða sveitarfé- lögunum styrkur ef ísland væri aðili að ESB: • Með aðild að ESB fengi ísland m.a. aðild að „Hér- aðanefndinni“ (Committee of the Regions) sem fer með málefni svæða, héraða og sveitarfélaga. • Með aðild að ESB fengi ísland aðgang að uppbygg- ingarsjóðunum (Stmctural-funds) sem áætlað er að verji á ámnum 2000-2006 samtals 195.010 milljón- um evra, sem nemur í íslenskum krónum um 13.650.700.000 kr. Það kann einhverjum að þykja léttvægt að með aðild að ESB fái ísland aðild að „Héraðanefndinni“. í þeirri nefnd em 222 fulltrúar svæða, héraða og sveitarfélaga og má til dæmis nefna að Danir eiga þar 9 fulltrúa, Ir- land 9 og Lúxemborg 6. Aðild að þessari nefhd og öðr- um stjómkerfum ESB er á hinn bóginn mikilvæg þegar horft er til þess að flest af því sem ákveðið er innan ESB í veigamiklum málum verður að lögum á íslandi. Velta má því t.d. upp hvort virkari þátttaka sveitarfélaga á sín- um tíma þegar m.a. ákvæði um frágang holræsamála vom leidd yfir sveitarfélögin hefði ekki hugsanlega leitt til viðráðanlegri niðurstöðu vegna sérstöðu okkar. Hafa verður einnig i huga að þrátt fyrir yfirþjóðlegt vald ESB þá er það stefna bandalagsins að ákvarðanir skuli teknar af því stjómvaldi, sem best er fallið til að leysa málin á hagkvæmasta máta. Áhrif svæða og héraða hafa því ver- ið að aukast innan bandalagsins á þeim forsendum. Á ís- landi hefur mikið verið rætt um að flytja verkefni til sveitarfélaga vegna þess að hagkvæmast sé að fela þeim úrlausn þeirra. Sömu lögmál eru að leiða til aukinna áhrifa þeirra sem starfa á lægri stjómsýslustigum landa innan ESB. Þó svo að ESB snúist fyrst og ffemst um markaðs- og peningamál þá er veigamikill þáttur í stefnu sambandsins að draga úr ýmiss konar ójöfnuði, m.a. á milli land- svæða. Þess vegna hefur ESB varið gríðarlegum íjár- munum til byggðarverkefna um „uppbyggingarsjóðina“ (Structural funds) sem em a) Félagsmálasjóðurinn, b) Evrópski byggðarþróunarsjóðurinn, c) Landbúnaðarsjóð- ur, d) Fiskveiðasjóður og auk þeirra er til svonefndur Cohesion-sjóður, sem gegnir einnig mikilvægu upp- byggingarstarfi á afmörkuðum svæðum, sérstaklega hvað samgöngu- og fjarskiptamannvirki varðar. Ekki þarf að velkjast í vafa um að þau svæði sem fengið hafa framlög úr þessum sjóðum hafa notið þess í miklum mæli, ekki síst ef litið er til írlands, Hálanda Skotlands og eyjanna umhverfis Skotland. Ekki verður framhjá því litið að ESB hefur framfylgt virkri byggðastefhu og var- ið til þeirra hluta miklum fjármunum. Það er því ekki skrýtið að almennt ráðaleysi í byggðavanda Islendinga beini sjónum að þeim úrræðum sem ESB hefur með tals- verðum árangri beitt á liðnum árum. Á næstu árum munu koma inn í ESB þjóðir þar sem þjóðarffamleiðsla er afar lág miðað við þjóðir sem fyrir eru í ESB. Vafa- laust mun sú staða hafa áhrif á þróun mála innan ESB, t.d. varðandi byggðamál, og e.t.v mun það einnig hafa áhrif á stöðu okkar hvort sem við verðum innan eða utan ESB. Virkari þátttaka nauósynleg Eins og nefnt er hér i upphafi hafa íslenskir sveitar- stjómarmenn ekki verið sérstaklega virkir í umræðunni um áhrif ESS og ESB á sveitarfélögin. Sjálfsagt er í nógu að snúast á heimavígstöðvunum. Hitt er annað að brýnt er að tryggja betra streymi upplýsinga til sveitar- stjómanna um hvað er að gerast innan ESB því margt mun vafalaust hafa bein áhrif á sveitarsjóðinn. Það er ljóst að hvort sem við emm innan eða utan ESB þá mun sambandið meira og minna hafa áhrif á sveitarstjómar- mál - eins og svo margt annað i þjóðlifmu - og með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi er nauðsynlegt að sveit- arstjómarmenn láti til sín taka á þessu sviði. # LOWARA MONO FI^T^> fö) VOGEL 'W PUMPS Mikið úrval af DÆLUM Svo sem: Miðstöðvardælur, þrýstiaukadælur, skolpdælur, neysluvatnsdælur, snigildælur, hringrásardælur Danfoss hf. SKÚTUVOGI 6 SÍMI 510 4100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.