Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 26
STJÓRNSÝSLA lagt mat á hvort tilefni til áminningar starfsmanns hafi verið þess eðlis að réttlætanlegt hafi verið að grípa til svo íþyngjandi ákvörðunar sem fomtlegrar áminningar. Ljóst má vera að slíkt mat er ekki á valdi ráðuneytisins. Þótt dæmi megi fínna um að ráðuneytið hafi seilst út fyrir mörk í úrskurðum sínum má almennt telja að vel hafi verið haldið á því valdi sem ráðuneytinu em fengin yfir sveitarfélögunum skv. 103 gr. sveitarstjómarlaga, en hins vegar er úrskurðarvald ráðuneytisins ekki nægj- anlega skilgreint í lögunum. Hér er hins vegar um verð- ugt rannsóknarefni að ræða. I þessu samhengi má benda á að skýrari reglur vantar um áfrýjunarleiðir innan sveitarfélagsins. Setja þarf nán- ari reglur um málskotsrétt til sveitarstjómarinnar hvað varðar ákvarðanir nefnda. Því er hér einnig varpað fram hvort skýr málskotsréttur ætti að vera fyrir hendi til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins vegna ýmissa at- hafna embættismanna þess. Þessi málskotsréttur yrði þá að vera tæmdur áður en heimilt væri að skjóta máli til úrskurðar ráðuneytis eða umboðsmanns Alþingis. Við hinir eldri í lögfræðingastétt vomm aldir upp við þá hugsun að lögfræði væri húmanisk fræðigrein og túlka beri lög með ákveðnum sveigjanleika að mannlíf- inu á hveijum tíma. Nú virðist hins vegar þeim sjónar- miðum vaxa ásmegin, sem við hinir eldri höfum orðað þannig, að hvers konar athafnir séu bannaðar nema þær séu sérstaklega heimilaðar í lögum. Nýlega birtist grein í tímariti eftir ungan lögfræðing, um ólögmælt verkefni sveitarfélaga.81 Þar er því haldið fram að athafnafrelsi sveitarfélaga sé í meginatriðum takmarkað við lagaheimildir. Mín skoðun er hins vegar sú að ríkisvaldið sé takmarkað af gildandi lögum og heimildum Alþingis, en í sjálfsforræði sveitarstjórna felist að þau geti tekist á hendur verkefni sem hvergi er getið í lögum til viðbótar lögbundnum viðfangsefnum. Ekki eru tök á að gera þessum sjónarmiðum ffekari skil hér. Fullyrða má að sjálfsforræði sveitarfélaga eru orðin tóm ef ekki fylgir fjárhagslegt sjálfstæði. Tilhneiging löggjafans hefúr um langt árabil verið mjög rík í þá vem að flytja verkefhi, stór og smá, yfír til sveitarfélaganna án þess að viðunandi tekjustofhar fylgi. Því miður hafa sveitarfélögin hér um of softð á verðinum og ekki veitt löggjafanum það aðhald og leiðbeiningar sem þurft hefði. Ljóst má vera að skuldir sveitarfélaga takmarka sjálfsforræði þeirra. Skuldi sveitarfélag meira en nemur raunvirði eigna þess er sjálfstæði þess í reynd mjög þröngur stakkur skorinn. Að lokum má spyrja hvort vilji ríkisvaldsins sé e.t.v. sá að koma í veg fyrir að hér myndist um of sterkar stjómsýslueiningar sveitarfélaga við hlið ríkisvaldsins. Lög og samþykktir sem vísað er til: Stjómskipunarlög nr. 33/1944, gr. 78. Sveitarstjómarlög nr. 45/1998, gr. 27-37, 39, 41, 44, 51, 52, 55, 103. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Almenn hegningarlög nr. 19/1940. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. einnig lög um vinnumiðlun nr. 13/1997. Lög um húsnæðismál nr. 44/1998. Lög um leikskóla nr. 78/1994. Grunnskólalög nr. 66/1995. Lög um hollustuhætti og mengunarvamir nr. 7/1998. Lög um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta nr. 24/1985. Iðnaðarlög nr. 42/1978. Lög um reynslusveitarfélög nr. 82/1994. Skipulags- og byggingarlög nr. 97/1997. Samþykkt um starfsleyfisveitingar og umsagnir Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur um veitinga- og gististaði nr. 111/1997. Samþykkt um stjóm Reykjavíkurborgar og fúndarsköp borgar- stjómar nr. 60/1985 með síðari breytingum og hliðstæðar samþykktir annarra sveitarfélaga. Reglur um réttindi og skyldur starfsmanna ýmissa sveitarfélaga. Tilvitnanir: 1)2) Gunnar Eydal o.fl. Forskrift að fúndum, útg. af skrifstofu borg- arstjómar í apríl 2000. 3) Vísað til greinar Gunnars Thoroddsen, þar sem lýst er aðdrag- anda og meginefni lagasetningar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Úlfljótur3. tbl. 1954. 4) Þór Vilhjálmsson, Samband embættismanna og stjórnmála- manna t litlu þjóðfélagi. Úlfljótur 4. tbl. 1973, bls. 362 og 363. 5) Þór Vilhjálmsson, sbr. 4) bls. 365 þar sem fjallað er um svoköll- uð undirkerfi eða „Sub-systems“. 6) Reglugerðir 186/1976, sbr. 445/1979 (meinatæknar), 199/1983, sbr. 379/1992, 395/1992 (lyfjatæknar), 245/1986 (röntgentæknar), 504/1986, sbr. 39/1989 (sjúkraflutninga- menn), 46/1987 (næringarfræðingar), 47/1987 (næringarráð- gjafar), 161/1987, sbr. 162/1988 og 325/1991 (læknaritarar), 204/1987, sbr. 285/1989 (sjúkranuddarar), 215/1987 (þroska- þjálfar), 432/1987, sbr. 163/1988 og 418/1989 (matvælafræð- ingar), 618/1987, sbr. 480/1988 (talmeinafræðingar), 27/1989, sbr. 374/1993 (matartæknar), 60/1990 (hnykkjar), 184/1991 (fótaaðgerðarfræðingar), 272/1991 (náttúrafræðing- ar), 372/1993 (matarfræðingar) og 259/1998 (tannlæknar). 7) Ólafur Jóhannesson, Stjómskipun íslands, bls. 384, endurútg. 1978. 8) BirgirTjörvi Pétursson. Úlfljótur 1. tbl. 1999. Jafnframt er vísað til ritsins Retsforholdet mellem politikere og embedsmænd e. Bent Christensen og Preben Espersen. Kmh. 1983. Grein þessi var að stofni tilflutt sem erindi á málþingi um stjórn- sýslu og stjómsýslutilraunir sem haldið var i Borgartúni 6 liinn 23. mars 2000. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.