Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 28
UMHVERFISMAL Náttúran innan seilingar Rannsóknar- og fræðsluverkefni fyrir sveitarfélög Bjami Jónsson, deildarstjóri Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar að Hólum í Hjaltadal Inngangur Vaxandi áhugi og skilningur er á mikilvægi þess að hafa aðgang að ósnortinni náttúru til útivistar. Til- vist svæða sem gegnt geta þessu hlutverki í nágrenni stórra þéttbýlis- staða er ómetanleg. Jafnvel þó að slík svæði séu til staðar þá skortir mjög á að fólk hafi aðgang að upp- lýsingum um eðli og sérkenni þeirr- ar náttúru sem um ræðir og þá sögu sem hún geymir. Með því að stuðla að samþættri fræðslu um sögu og fjölbreytt lífríki útivistarsvæða öðl- ast þau mun meira gildi í hugum fólks og stuðlað er að aukinni virð- ingu fólks fyrir umhverfi sínu. Um- hverfisnefnd Garðabæjar og garð- yrkjustjóri, Erla Bil Bjarnardóttir, hafa ásamt greinarhöfúndi unnið að slíku átaki við Vífilsstaðavatn sem er innan bæjarmarkanna. Nefndin hefúr staðið fýrir rannsóknum á Víf- ilsstaðavatni og umhverfi þess þar sem markmiðið er ekki einungis að afla aukinnar þekkingar á svæðinu, heldur einnig að miðla henni til bæj- arbúa. Vífilsstaöavatn, ákjósan- leg staösetning Vífilsstaðavatn og umhverfi er innan þéttbýlismarka, en svæðið er samt vel afmarkað og er ákjósanlegt til útivistar, t.d. til fuglaskoðunar og stangveiði. Vífilsstaðavatn og um- hverfi þess nýtur sérstakrar vemdar vegna þess að vatnsból bæjarins em innan við vatnið. Það gefúr svæðinu ekki síst gildi að það hefúr sérstöðu samanborið við áþekk útivistar- svæði í nærliggjandi sveitarfélögum vegna þess hve lítið náttúmlegu líf- ríki svæðisins hefur verið raskað. Aður en verkeftiið hófst hafði líf- ríki vatnsins tiltölulega lítið verið rannsakað og almenningur hafði haft mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um lífríki og sérstöðu svæðisins. Jafnffamt vom uppi hug- myndir um sleppingar á framandi tegundum eða stoffium fiska í Víf- ilsstaðavatn sem hefði skaðað lífríki þess, eins og tíðkast hefur í vötn innan bæjarmarka sveitarfélaga víða um landið. Slíkan skaða hefði aldrei verið hægt að bæta að fúllu. Það má því segja að verkeffiið hafi komið til á réttum tíma, sem varð eftir kaup Garðabæjar á stórum hluta af landi Vífilsstaða. Rannsóknir íslensk vatnakerfi eru Qölbreytt og má að miklu leyti skýra þennan breytileika út frá mismunandi aldri jarðlaga og einkennum vatnasviða. Það er til að mynda mikill munur á því hve framleiðin vatnakerfi em. Flest vötn hafa því sérstöðu þegar þau em borin saman við önnur vötn. Vart er því hægt að fjalla um ís- lenskt lífríki án samhengis við þau búsvæði sem móta það. Landið er ungt, einangrað og mótað af stöðugri eldvirkni. Því em hér fáar tegundir lífvera en mjög fjölbreytt búsvæði fyrir þær. Þessi fjölbreytni búsvæða og tegundafæð stuðlar því að miklum breytileika innan teg- unda sem kemur fram í ýmsum svæðisbundnum aðlögunum. Gott dæmi um slíkt er einmitt íslenskt vatnalif. Fjölbreytni i lífssögu og aðlögun fiska og annarra vatnadýra tengist gerð vatna og breytileika í umhverfisþáttum. Rannsóknir voru gerðar á smá- dýralífi og fiskistofhum Vífilsstaða- vatns sumarið 1998 og voru þær rannsóknir framkvæmdar af starfs- mönnum Veiðimálastofnunar. Nið- urstöður rannsóknanna verða m.a. settar inn í samræmdan gagnagrunn fyrir íslensk vötn sem mun verða til- tækur á tölvutæku formi og opinn almenningi. Rannsóknimar á Vífils- staðavatni eru hluti af yfirgripsmikl- um samanburðarrannsóknum á fjöl- breytileika íslensks vatnalífs og nið- urstöðurnar munu auka við þekk- ingu okkar á lífríki íslenskra vatna. Nú er til nákvæm og samanburðar- hæf úttekt á lífríki Vífilsstaðavatns í heild sinni svo sem hvað varðar líf- fræðilegan fjölbreytileika. Þannig verður í ffamtíðinni hægt að fylgjast með því hvort röskun verður á líf- ríki. Merki um slíkt væri til að mynda breytt samsetning smádýra- tegunda eða ástand fiskistofha. Rannsóknir á Vífilsstaðavatni leiddu í ljós að lífríki vatnsins er óvenju auðugt og fjölbreytt saman- borið við önnur vötn á íslandi. 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.