Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Page 43

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Page 43
FÉLAGSMÁL lagsmálaráðherra þrisvar sinnum nefndir eða starfshópa til að vinna að undirbúningi löggjafar um félagsþjón- ustu á vegum sveitarfélaga. Vinna tveggja þeirra fyrstu skilaði ekki árangri en tillögur sem þriðji hópurinn skil- aði árið 1989 urðu grundvöllur að nýrri löggjöf um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga frá árinu 1991. Hin nýju lög um félagsþjónustu voru stefnumótandi rammalöggjöf sem hafði að markmiði að tryggja fjár- hagslegt og félagslegt öryggi ibúa á grundvelli sam- hjálpar. Við alla meðferð mála var hafi að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og hvetja þá til sjálfs- hjálpar. Við vinnu að gerð heildarlöggjafar um félagsþjónustu sveitarfélaga gerði það mjög erfitt fyrir hve íbúafjöldi sveitarfélaga var misjafn og allir burðir til að standa undir lögbundinni fastnjörvaðri þjónustu mismiklir. Því varð ofan á setning rammalöggjafar, þar sem kveðið var á um meginmarkmið, en við hlið hennar voru svo í gildi sérlög, auk þess sem sveitarfélögum var ætlað að setja sér reglur. Með þessu var sveitarfélögum veitt ákveðið frelsi og sjálfræði um val á leiðum til að ná markmiðum þeim sem lögin settu. Reyndar var á þeim tíma e.t.v. ekki pólitískur vilji fyrir heildarlögum, þar sem sam- hliða vinnu að heildarlöggjöf um félagsþjónustu sveitar- félaga var unnið á vegum einstakra ráðuneyta að sér- tækri löggjöf um ýmsa málaflokka sem tengdust félags- þjónustu sveitarfélaga, t.d. löggjöf um vemd bama og ungmenna, lögum um málefni aldraðra og lögum um málefni fatlaðra. 3.5. Þróun félagsþjónustu sveitarfélaga eftir 1936 Eftir 1936 hafa orðið miklar breytingar á félagsþjón- ustu sveitarfélaga. Mjög hefur dregið úr vægi einstakl- ingsbundinnar fjárhagsaðstoðar og i þess stað tekin upp margvísleg önnur félagsþjónusta, bæði einstaklings- bundin og almenn. I Reykjavík hefur hlutfall ijárhagsað- stoðar af heildarútgjöldum sveitarfélagsins lækkað mik- ið, t.d. var hlutfall fjárhagsaðstoðar 35,2% árið 1935 en aðeins 3,9% árið 1998. Vegna mikilla lagabreytinga, sérstaklega er varðar skiptingu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga, breytinga á skipulagi sveitarfélaga og margs konar breytinga á bókhaldi og gjaldliðaskiptingu verður allur samanburður milli ára til lengri tíma litið nánast marklaus, nema hafðar séu í huga þessar miklu breytingar. Margir stórir útgjaldaliðir sem settu mjög svip á útgjöld til félagsmála í upphafi tímabilsins hafa smám saman horfíð að mestu úr reikningum sveitarfé- laga, t.d. framlög til lífeyristrygginga, sjúkratrygginga og atvinnuleysistrygginga, dvalarkostnaður sjúkra manna og örkumla, meðlagsgreiðslur, framlög til vinnu- miðlunar og mikil framlög til margs konar sjóða, auk fjölda minni útgjaldaliða. A móti hafa verið færð verk- efni til sveitarfélaga. Hvað varðar félagsþjónustu á veg- um sveitarfélaga hefur verið tekin upp margvísleg ný starfsemi og á öðrum sviðum stóraukin sú þjónusta sem fyrir var. Við skipulagsbreytingar á félagsþjónustu sveit- arfélaga sem varð upp úr 1967 kom fram ný stefnumótun og nýir áhersluþættir á sviði félagsþjónustu og má segja að þar hafi verið nokkur vendipunktur, sérstaklega er varðaði þjónustu í stærri sveitarfélögum. Með lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga hefur breyting á félagsþjón- ustu í auknum mæli einnig náð til minni sveitarfélaga og jafnframt hefur sameining sveitarfélaga einfaldað mjög alla uppbyggingu félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga. Hlutfall útgjalda til félagsþjónustu af heildarútgjöldum sveitarfélagsins er þó mjög í hlutfalli við stærð sveitarfé- laga, langhæst í Reykjavík en fer svo lækkandi í sveitar- félögum miðað við fjölda íbúa. Það sama á reyndar við þegar athuguð eru framlög sveitarfélaga til félagsþjón- ustu á hvem íbúa sveitarfélagsins. A síðustu árum hafa einkum tveir málaflokkar á sviði félagsþjónustu sveitar- sjóða orðið umfangsmestir og tekið mestum breytingum, annars vegar öldrunarþjónusta og hins vegar rekstur leik- skóla bama, en rekstur þeirra er talinn með félagsþjón- ustu í samantekt Hagstofu íslands og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga á reikningum sveitarsjóða og þvi er það gert hér. Hér gefst ekki tækifæri til að ræða þessa málaflokka nánar og ekki heldur löggjöf um húsnæðis- mál sem hefur haft geysimikil áhrif á framkvæmd fé- lagsþjónustu á vegum sveitarfélaga. Einnig hefði verið ástæða til að ræða þróun mála innan ýmissa liða félags- þjónusta sveitarfélaga frekar, t.d. málefni bama og ungl- inga, áfengis- og vímuefnavamir og málefni fatlaðra. Að lokum skal á það lögð áhersla að félagsþjónusta á vegum sveitarfélaga verður aldrei rædd sem einangrað fyrirbæri. Vegna mikillar skörunar í starfsemi verður að hafa í huga margs konar aðra starfsemi á vegum sveitarfélags- ins, svo og starfsemi á vegum annarra, t.d. rikis, frjálsra félaga og samtaka. Heimildir: Heimilda var víða leitað en varðandi efni 1. kafla voru drýgstar heimildir fengnar úr verkum þeirra Lýðs Bjömssonar, Gísla Ágústs Gunnlaugssonar, Páls Líndal, Þórðar Eyjólfssonar og Jóns Jóhannessonar. Grein þessi var flutt sem erindi, nokkuð stytt, á ráðstefnu um félags- þjónustu á nýrri öld 12. nóvember 1999. 1 05

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.