Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 53

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 53
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM því að þeim verði lokið í kjördæminu fyrir árið 2002. Ný bíla- og farþegaferja Smyril Line ehf. Að tillögu ferðaþjónustu- og atvinnumálanefhdar voru gerðar svofelldar ályktanir: Aðalfundur SSA 1999 fagnar áformun Smyril Line um smíði nýrrar farþegaferju og eflingu ferjusiglinga milli útlanda og Austurlands. Ferðaþjónusta Aðalfúndur SSA 1999 fagnar því að samgönguráðu- neytið setji aukið fé í að lengja ferðamannatímann. Leita þarf allra leiða til að hægt sé að reka ferðaþjónustu um allt land. Einnig þarf að efla upplýsingamiðstöðvar með auknu fjárframlagi frá ríkinu þar sem þessi atvinnugrein er veikburða víða um land. Svofelld greinargerð jylgdi tillögunni: Undanfarin ár hefúr störfúm í hinum hefðbundnu at- vinnugreinum fækkað og fyrirsjáanlegt er að þeim mun enn ffekar fækka á næstu árum. Því er mikilvægt að leit- að sé allra leiða til að renna styrkari stoðum undir at- vinnulíf í fjórðungnum og fúndin séu ný og áhugaverð atvinnutækifæri, s.s. innan ferðaþjónustu og á sviði orkufreks iðnaðar, en aðalfúndurinn telur að þessar at- vinnugreinar geti farið saman. Gæði í ferðaþjónustu Aðalfúndur SSA 1999 skorar á samtök ferðaþjónustu- aðila á Austurlandi að vinna markvisst að auknum og stöðugum gæðum í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er at- vinnugrein í örum vexti og viðkvæm fyrir hvers konar áfollum. Menntun starfsfólks í greininni er lykilatriði og mikilvægt að hvetja það til að nýta sér nýjar leiðir hvað varðar menntun, t.d. fjamám í svæðisleiðsögn, fjar- og utanskólanám í gæðamálum og í tungumálum, jafnt í ffamhaldsskólum fjórðungsins sem á æðri skólastigum. Ferðamálaráð íslands Aðalfúndur SSA 1999 skorar á Ferðamálaráð íslands að koma á fót útibúi á Austurlandi. Virkjanir og stóriðja á Austurlandi - byggðamál Aðalfundur SSA, haldinn í Brúarásskóla á Norður- Héraði dagana 26. og 27. ágúst 1999, ítrekar þá stefhu sambandsins að styðja eindregið áform um virkjana- ffamkvæmdir á Austurlandi og nýtingu orkunnar í fjórð- ungnum. Leggur fúndurinn áherslu á eftirfarandi i þessu sam- bandi: • lög í landinu heimila að ráðist verði í byggingu Fljótsdalsvirkjunar. • ekkert virkjunarsvæði hefúr verið eins ítarlega rann- sakað og virkjunarsvæði Fljótsdalsvirkjunar enda mikilvægt að mat á umhverfísáhrifúm slíks mann- virkis sé vandlega unnið. • brýnt er að félagsleg áhrif og umhverfisáhrif virkjunar og iðjuvers á Austurlandi verði vandlega kynnt, sér- staklega verði vandað til kynningar á þeirri skýrslu um umhverfisáhrif virkjunar sem væntanlega verður lögð ffam á næstunni. • mikilvægt er að framkvæmdir við virkjun og orku- frekan iðnað hefjist hið fyrsta enda hafa áform um slíkt verið uppi á Austurlandi í um 20 ár. • úttektir sýna að tilkoma orkufreks iðjuvers mun hafa mjög jákvæð áhrif á íbúa- og efnahagsþróun á Aust- urlandi. • virkjun og orkuffekur iðnaður á Austurlandi mun án efa vera áhrifamesta byggðaaðgerð sem stjómvöld eiga kost á að stuðla að um þessar mundir. Stjórn SSA Sem aðalmenn í stjóm SSA til eins árs hlutu kosningu bæjarfulltrúarnir Halldóra B. Jónsdóttir og Hermann Hansson í Hornafirði, Ragnhildur Steingrímsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Djúpavogshreppi, bæjarfulltrú- amir Smári Geirsson og Magni Kristjánsson í Fjarða- byggð, Líneik A. Sævarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Búðahreppi, Hafþór Róbertsson, hreppsnefndarmaður á Vopnafirði, og bæjarfúlltrúamir Vigdís M. Sveinbjöms- dóttir á Austur-Héraði og Gunnþór Ingvason á Seyðis- firði. Næsti aöalfundur á Hornafiröi Garðar Jónsson, þáv. bæjarstjóri Sveitarfélagsins Homafjörður, bauð til næsta aðalfúndar SSA á Homafirði. Fundarslit Þorvaldur Jóhannsson, ffamkvæmdastjóri SSA, þakk- aði starfsmönnum fúndarins fyrir vel unnin störf og sleit fúndi kl. 16.35. Boö í Svartaskógi Að loknum fúndi fyrri fúndardags þáðu þingfúlltrúar boð sveitarstjómar Norður-Héraðs í Svartaskóg þar sem oddviti Norður-Héraðs, Katrín Ásgeirsdóttir, bauð gesti velkomna og bauð til veitinga úti í blíðunni. Þar léku hótelstjórinn, Benedikt Hrafnkelsson, og sveitarstjóri hreppsins, Jónas Þór Jóhannsson, undir fjöldasöng aust- firskra sveitarstjómarmanna. Þaðan var haldið til hátíðar- kvöldverðar í Brúarássskóla. Tvenn hjón heiöruö í hátíðarkvöldverðinum vom sérstaklega heiðruð hjón- in Kristinn V. Jóhannsson, fyrrv. forsti bæjarstjómar í Neskaupstað, og Bára Jóhannsdóttir, heiðursgestir aðal- fúndar SSA, og hjónin Keith Reed og Ásta B. Schram, sem hlutu menningarverðlaun SSA 1999 fyrir hönd Ópemstudíos Austurlands. Þorvaldur Jóhannsson, framkvœmdastjóri SSA 1 1 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.