Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 6
FORUSTUGREIN Staðardagskrá 21 Hinn 10. janúar sl. var undirritaður á Akureyri nýr samstarfssamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins um áfram- haldandi aðstoð þessara aðila við íslensk sveitar- félög vegna vinnu þeirra við gerð Staðardagskrár 21. Markmiðið með gerð Staðardagskrár 21 er stefnumótun og ífamkvæmdaáætlun sveitarfélaga í umhverfismálum á nýrri öld og aukin þátttaka og ábyrgð almennings í umhverfismálum. Verkefnið Staðardagskrá 21 er byggt á hugmyndafræði um sjálfbæra þróun en hún er skilgreind sem sú þróun sem auðgar lifsgæði fólks án þess að rýra mögu- leika komandi kynslóða. Nýi samningurinn gildir til fimm ára, þ.e. til ársloka 2005. Umhverfismál í víðtækum skilningi eru við- fangsefni allra sveitarstjórna og umhverfismál ná til allra þátta mannlífsins. Á þeim vettvangi hafa sveitarfélögin ýmsum lögskyldum að gegna, svo sem í skipulagsmálum, sorp- og fráveitumálum, hollustuverndarmálum og náttúru- og gróðurvemd- armálum. Tildrögin að þessum nýja samningi má rekja allt aftur til ráðstefnu sem haldin var á Egilsstöðum vorið 1997. Þar hittust fulltrúar allmargra sveitar- félaga í fyrsta sinn til að ræða það verkefni sem sveitarfélögunum hafði verið falið með samþykkt Ríóráðstefnunnar 1992 þar sem því er beint til allra jarðarbúa að þeir tryggi komandi kynslóðum viðun- andi lífsskilyrði á jörðinni. Viðfangsefni hvers sveitarfélags felst í því að búa til áætlun um það hvernig hvert þeirra um sig hyggist nálgast mark- miðið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni. Á ráðstefh- unni á Egilsstöðum kom fram eindreginn vilji full- trúa sveitarfélaganna til að takast á við þetta verk- eíhi en til þess þyrftu þau aðstoð og ráðgjöf. í framhaldi af skilaboðum Egilsstaðaráðstefhunn- ar gerðu sambandið og umhverfisráðuneytið með sér samstarfssamning í mars 1998 um verkefni sem miðaði að því að aðstoða sveitarfélög við að vinna að Staðardagskrá 21. Samstarfsverkeíhið hófst síð- an í byijun október sama ár. Með samkomulaginu frá 10. janúar sl. er gengið frá samningi til lengri tíma til að tryggja áframhald þessa mikilvæga starfs og aðstoða og hvetja þau sveitarfélög sem ekki eru ennþá þátttakendur til að hefja vinnu við verkefnið. Þeim sem þekkja til í sveitarfélögum sem unnið hafa að gerð Staðardagskrár 21 blandast ekki hugur um þann árangur sem þegar hefur náðst. Dæmi um árangurinn má m.a. sjá í Snæfellsbæ, þar sem nú er farið að vinna eftir ffamkvæmdaáætlun Staðardag- skrárinnar, í Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem markmið Staðardagskrár 21 hafa nýlega verið samþykkt. Mesti árangurinn felst þó í þeirri um- ræðu sem farið hefur af stað víða um land í tengsl- um við þetta starf. Síðustu mánuði hafa sveitar- stjómir og íbúar verið að ræða hugtök og viðfangs- efni sem voru nánast óþekkt fyrir upphaf þessa verkefnis. Hugtök á borð við sjálfbæra þróun eru ekki lengur framandi fyrir fólk á þessum stöðum. Með öðrum orðum hefur tekist að skapa umræðu og þekkingargrunn sem ekki var til staðar fyrir daga verkefnisins og er nauðsynlegur í áframhaldandi starfi að þessum málum hérlendis. Það er trú mín að sá samningur sem nú hefur ver- ið gerður marki tímamót í framsæknu starfi ís- lenskra sveitarfélaga, þar sem áherslan er öðru fremur lögð á að búa komandi kynslóðum eftir- sóknarverð lífsskilyrði hvar á landinu sem þær búa. Stefnumótun sveitarfélaganna í umhverfismálum á nýrri öld og þátttaka íbúa þeirra í gerð umhverfis- stefnu, sem byggir á því að auka lífsgæði fólks án þess að skerða núverandi umhverfis- og náttúruauð- lindir, er og verður eitt mikilvægasta verkefni sveit- arfélaganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.