Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 22
LAUNAMÁL Kjarasamningur við grunnskólakennara Birgir Bjöm Sigwjónsson, formaður samninganejndar Launanefndar sveitarfélaga við Kennarasamband Islands Grundvallaratríði Rekstur grunnskólans er eitt af meginverkefnum sveitarfélaganna og sveitarfélögin hafa með samkomu- lagi við ríkið um flutning grunnskólans tekið á sig að bera ábyrgð á grunnmenntun í landinu. Launanefnd sveitarfélaga (LN) hefur litið svo á að megináherslan í kjarasamningum við Kennarasamband Islands (KI) eigi að miðast við að gera skólastarf í grunnskólum eins árangursríkt og kostur er til að tryggja hag nemenda í hvívetna. Grunnskólinn gegnir lykilhlut- verki fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið. Þess vegna er mikilvægt að laða að metnaðarfulla og hæfa starfsmenn til starfa við grunnskólana. Fyrir þessa samningalotu var vitað að það markmið myndi ekki nást nema með gagngerri endurskoðun á starfskjörum og vinnutíma starfsmanna og á starfsháttum skólanna. Hug- myndafræði LN var sú að bjóða grunnskólakennurum hliðstæð kjör og öðrum háskólamönnum með hliðstæða menntun, sérhæfni og ábyrgð gegn því að grundvallar- breytingar á vinnutíma og starfsháttum næðu fram að ganga til samræmingar við það sem gerist almennt á vinnustöðum háskólamanna. Samningatækni Aður en ég vík nánar að markmiðum LN og efni kjarasamningsins vil ég fara nokkrum orðum um að- ferðaffæðina við þessa samningsgerð sem ég tel að hafi um margt verið til íyrirmyndar: • Samninganefnd LN lýsti í upphafí viðræðna við KI þeim ásetningi sínum að ljúka gerð kjarasamnings áður en gildandi samningur myndi renna út. • Samninganefndin ákvað þess vegna að gera viðræðu- áætlun við KÍ sem myndi styðja við þau áform að undirrita nýjan kjarasamning fyrir áramótin - helst fyrir jól. • Samninganefnd LN lýsti einnig þeim ásetningi sínum að vísa ekki til sáttasemjara neinum ágreiningi sem kynni að koma upp heldur ganga út frá því að samn- ingsaðilar yrðu að leysa öll mál sín á milli. • Samninganefhd LN ákvað að setja fram áherslur sínar skriflega og með rökstuðningi og sýna þannig með skýrum hætti vilja sveitarfélaganna - í stað þess að bíða efltir kröfugerð KI og reyna að veijast sem best kauphækkunum. • Samninganefndin ákvað að skoða vel allar tillögur kennara og kanna til hlitar hvemig unnt væri að ná niðurstöðum sem væru ásættanlegar - og helst góðar - fyrir báða aðila. • Samninganefndin starfaði eftir þeirri reglu að nýr kjarasamningur yrði að vera þannig að báðir aðilar vildu una við hann allt samningstímabilið og myndu taka sameiginlega ábyrgð á honum. Þessi samningaaðferð hefði að sjálfsögðu ekki skilað árangri ef samninganefnd Kennarasambands Islands hefði ekki unnið eftir afar svipuðum leikreglum. Helstu markmió Helstu markmið launanefndar i samningaviðræðum við KI vom að: • Draga úr miðstýringu. • Tryggja fagleg og skilvirk vinnubrögð. • Auka sveigjanleika við skipulag á starfsemi hvers skóla. • Auka framboð á vinnutíma í skólanum. • Auka daglega vinnu kennara innan skólans. • Auka sveigjanleika við skipulag á vinnu kennara. • Gera símenntun kennara markvissari. • Hækka grunnlaun kennara. • Færa fastar aukagreiðslur inn í gmnnlaun. • Tryggja starfsffið i gmnnskólunum. Mikilvægum árangri var náð í öllum ofangreindum at- riðum. Dregiö úr miöstýríngu Með samningnum er dregið úr miðstýringu sem felst í áhrifum kjarasamnings á rekstrarstjóm grunnskólans. Sjálfstæði einstakra skóla er aukið og hlúð að fmmkvæði þeirra sem þar starfa. Skólastjóri fær aukið verkstjómar- vald yfír kennurum en um leið er tekinn upp aukinn sveigjanleiki í flestu er lýtur að skólastarfi og skipulagi á vinnu nemenda. Staða skólans er styrkt og tekin em upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.