Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 23
LAUNAMÁL Nýr kjarasamningur undirritaður, Þórir Einarsson ríkissáttasemjari með fulltrúum samningsaðila, Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambands íslands, sér á vinstri hönd og Birgi Birni Sigurjónssyni, formanni samninganefndar LN við KÍ, á hægri hönd. starfsheiti millistjórnenda, deildar- stjóra, og þeirra stjórnunarhlutverk skilgreint. Fagleg og skilvirk vinnu- brögö efld Skilvirk og fagleg vinnubrögð eru efld með aukinni faglegri ábyrgð og verkstjóm stjómenda á starfi kennara og starfsemi skólans, m.a. í gegnum starfs- og fjárhagsáætlanagerð og með eftirliti með framkvæmd þeirra. Skilvirk og fagleg vinnubrögð eru einnig efld með auknum sveigjan- leika og breytingum á skipulagi á vinnu kennara í þá veru þannig að þeir sem heild beri ábyrgð á kennslu- fræðilegu starfi með nemendum. Nýir starfshættir Meginhlutverk kennarans er kennslu- og uppeldisfræðilegt starf með nemendum - að veita þeim innblástur og handleiðslu í þekkingarleit þeirra á sem fjölbreytilegastan hátt. Þessu hlutverki má einnig lýsa sem forystuhlutverki; að vera leiðtogi í námi nemandans. Þetta felur í sér að færa áherslu frá hefð- bundinni kennslu í þá átt að skapa nemendum frjóar námsaðstæður. Verkefni kennarans og hlutverk hans verður íjölbreyttara og sveigjanlegra. Með aukinni verkaskiptingu milli kennara gefast betri tækifæri til að hagnýta bæði getu einstakra kennara og alls kennara- hópsins. Með minni miðstýringu bera kennaramir bæði hver um sig og sameiginlega meiri ábyrgð á starfí skól- ans og skólaþróun á hveijum stað. Samstarf við skipu- lagningu, útfærslu og eftirfylgni í skólastarfmu verður þar með eðlilegur hluti af starfí kennarans. Þetta gefúr einnig tækifæri til framgangsmöguleika og starfsþróun- ar í gmnnskólum. Nýta skal aukinn sveigjanleika í starfsháttum til að þróa verkaskiptingu, samstarfsform og samábyrgð kenn- ara á skólastarfmu eftir því sem hentar í hverjum skóla og ákveðið er í skólanámsskrá. Markmiðið er að gera vinnuskipulag sveigjanlegra og kalla fleiri til ábyrgðar meðal kennara til að stuðla að bættu skólastarfi og námi nemenda, m.a. með aukinni faglegri aðstoð við nemend- ur og auknum tíma sem skólinn getur varið í foreldra- samstarf. Vinnuskylda Vinnutími kennara í fullu starfi skal vera 40 klst. á viku til jafhaðar yfir árið. Vikuleg vinnuskylda hans er 42,86 klst. miðað við 37 vikna starfstíma skóla. Vinnuskylda kennara er 1800 stundir á ári. Skólastjóri ráðstafar vinnu kennara til þeirra faglegu starfa og verk- efna sem starfsemi grunnskólans kallar á. Til vinnuskyldu kennara heyra öll fagleg störf kenn- ara, s.s. kennsla, undirbúningur undir kennslu, mat á Hvenær fáum við að skrifa undir? Fulltrúar úr samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga við Kl bíða óþreyjufullir. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Halldóra B. Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Hornafirði, Guðmundur Þór Ásmundsson, skrifstofustjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavikur, Kristinn Kristjánsson, skólamálastjóri í Kópavogi, Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, fulltrúi í Fræðslumið- stöð Reykjavíkur, Sigurjón Pétursson, deildarstjóri grunnskóladeildar sambandsins, Þórir Sveinsson, fjármálastjóri (safjarðarbæjar, og Ásgeir Magnússon, bæjarfulltrúi á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.