Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 28
LAUNAMÁL Má treysta því að samningurinn tryggi mér betri grunnskóla? Myndirnar með greininni tók Unnar Stefánsson. Frá og með 1. ágúst 2001 öðlast nýtt kerfí samkvæmt nýjum kjarasamningi gildi með umfangsmiklum breyt- ingum á launum, vinnutíma og starfsháttum kennara og skólastjóra og öll viðbótarráðningarkjör sem um hefur verið samið ofan á gildandi kjarasamninga falla úr gildi. Fyrir liggur mat formanns Launanefndar sveitarfélaga að þessir viðbótarsamningar nemi um 10% ofan á kjara- samningsbundin kjör kennara að meðaltali. Það er mik- ilvæg forsenda að þessi viðbótarkjör falli niður við kerf- isbreytinguna og koma þau þá á móti kostnaðarhækkun- um sem leiða af nýju launakerfi. Verkefnisstjórn Samningsaðilar koma á fót sameiginlegri verkefnis- stjóm til að tryggja skilvirka innleiðingu á samningum með kynningu, námskeiðum og handbók til að tryggja samræmda túlkun og koma í veg fyrir rangtúlkanir og misskilning. Betri grunnskóli Að lokum vil ég fullyrða að við fáum betri gmnnskóla með þessum kjarasamningi. • Hærri laun munu fjölga ánægðu fagfólki í gmnnskól- anum. • Aukin verkstjórn og sveigjanleiki munu auka skil- virkni og fagmennsku. • Aukið olnbogarými (tími) fyrir öflugra skólastarf mun efla kennara i sínu starfi. • Fjölgun starfsdaga nemenda og betri kennarar rnunu efla nemendur í námi. Þá er markmiðum okkar náð. Hafa verður líka í huga að rnikill fórnarkostnaður hefði legið í því ef: • Ekki hefði verið unnt að semja og gmnnskólakennarar hefðu fundið sig knúna til að fara í langdregið verkfall. • Gmnnskólinn hefði áfram þurft að búa við það ástand að kennarar teldu sér gróflega mismunað miðað við aðrar fagstéttir háskólamanna. • Gmnnskólinn hefði áfram liðið fyrir skort á góðum kennumm sem eiga að bera ábyrgð á því verðmætasta sem þjóðin á, bömunum. HEILBRIGÐISMÁL Nefnd um vímuefni og forvarnir í grunn- og framhaldsskólum Á 57. fulltrúaráðsfundi sam- bandsins í nóvember 1999 var stjóm sambandsins falið að leita eft- ir samkomulagi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið og mennta- málaráðuneytið um sameiginlegt átak sveitarfélaga og ráðuneyta gegn dreifingu og sölu fíkniefna, t.d. með stórauknum áróðri og fræðslu í gmnn- og framhaldsskól- um. í framhaldi af því hefur verið skipaður starfshópur til að vinna að þessu verkefni. I honurn em af hálfu sambandsins Anna Þóra Baldurs- dóttir, lektor við Háskólann á Akur- eyri, sem er formaður, Gunnar Sig- urðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, og Snjólaug Stefánsdóttir, verkefn- isstjóri hjá Reykjavíkurborg. Af hálfii dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins var tilnefhdur í nefndina Ingvi Hrafn Oskarsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, og af hálfu menntamálaráðuneytisins Sigríður Hulda Jónsdóttir, námsráðgjafi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Með nefndinni starfar Sigurjón Pét- ursson, deildarstjóri grunnskóla- deildar sambandsins. Nefndin telur sér nauðsynlegt að safna saman upplýsingum um hvernig staðið er að fræðslu um vímuefni og forvamir í skólunum. Hefur hún því leitað upplýsinga um hvort einstök sveitarfélög og/eða skólanefndir hafi mótað sér stefnu í forvamar- eða vímuvamamálum og hvort einstakir gmnnskólar hafi gert forvarnar- eða vímuvarnaáætlun. Loks hefur starfshópurinn í bréfi til sveitarfélaga leitað álits á því hvaða leiðir séu taldar líklegastar til árang- urs í skólum að því er varðar vamir gegn vímuefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.