Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 29
FRÆÐSLUMÁL Stefnuyfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Islands vegna kjarasamninga 2000 fyrir grunnskólann Þrir fulltrúar úr samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga við grunnskólakennara komu á fund stjórnar sambandsins hinn 8. des- ember. Það voru þeir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninga- nefndarinnar, Guðmundur Þór As- mundsson, skrifstofustjóri í Frœðslumiðstöð Reykjavíkur, og Asgeir Magnússon, bœjarfulltrúi á Akureyri. Kynntu þeir stjórninni gang viðrœðnanna um gerð hins nýja kjarasamnings, þar á meðal endurskoðaða viðræðuáætlun samningsaðila. Þá kynntu þeir stjórninni stefnu- yfirlýsingu sem Launanefnd sveitar- félaga og Kennarasamband Islands höfðu samþykkt vegna kjarasamn- inga 2000fyrir gnmnskólann. Stefnuyfirlýsingin fer hér á eftir: 1. Meginmarkmið Aðalmarkmið samningsaðila eru betri skóli og árangursríkara skóla- starf. Lög um grunnskóla, flutningur grunnskóla til sveitarfélaga og ný aðalnámsskrá kalla á endurskoðun á skipulagi skólastarfs. Til þess að ná þessum markmiðum verða völd og ábyrgð að fara saman. Þess vegna verður fagfólkið í skólanum - kenn- arar og skólastjómendur - að hafa meira að segja urn hvernig það skipuleggur störf sin og ber ábyrgð á þeim. Virkt samstarf foreldra og skóla er einnig forsenda árangurs- ríkara skólastarfs. Markmiðið er að tryggja hag nemenda. Þannig mun skólinn þróast best. Stefnt er að því að draga úr mið- stýringu og auka möguleika sveitar- félags, skólastjómenda og kennara á því að skipuleggja skólastarfið eftir þörfum nemendanna. Lágmarkskennslustundafjöldi nemenda og árlegur vinnutími kennara setja ytri ramma þessa verkefnis. Samningsaðilar hafa ákveðið að ráðast í að bæta skólastarf með kerf- isbreytingu sem skapar ákveðið svigrúm til kjarabreytinga og getur gert skólann samkeppnisfæran og kennarastarfíð eftirsóknarvert. Gert verði ennfremur ráð fyrir að breyta vinnutimaskilgreiningu kennara. Þannig öðlast skólarnir aukið svigrúm til að taka upp nýja starfshætti og breytt skipulag. 2. Grunnskólaráð Stofhað verði gmnnskólaráð sem hafi það hlutverk að stuðla að stöðugri þróun grunnskólans og efla hlutverk hans í samfélagsþróuninni í takt við vaxandi mikilvægi þekking- ar og hæfni. Samband íslenskra sveitarfélaga býður eftirtöldum hagsmunaaðilum að taka þátt í stofnun grunnskólaráðs: mennta- málaráðherra og fulltrúum atvinnu- lífs, háskóla, framhaldsskóla, leik- skóla, foreldra, kennara, skóla- stjómenda og nemenda. 3. Rannsóknir Samningsaðilar telja mikilvægt að efla rannsóknir á skólastarfi og sér- staklega að þróa mælikvarða á frammistöðu skóla og leggja þeim til tæki til að móta sér framtíðarsýn. Stefha ber að því að safna kerfis- bundið saman upplýsingum um hvemig nám nýtist nemendum í lífí og starfi og hvemig gmnnskólanum tekst að uppfylla meginhlutverk sitt skv. 2. gr. 1. nr. 66/1995 um gmnn- skóla. Kerfisbundið mat á skóla- starfi í öllum grunnskólum veitir kennumm tækifæri til rannsókna á gmndvelli sérþekkingar sinnar sem með öðm veitir þeim aukin tækifæri til starfsþróunar og starfsframa. 4. Um þróunarsjóði Samningsaðilar em sammála um að efla skuli áhrif einstakra skóla á það hvaða verkefni eru styrkt úr þróunarsjóðum. 5. Þróunarstarf Samningsaðilar em sammála um að auka gæði starfs í grunnskólum landsins með kerfisbundinni skóla- þróun. Hugtakið skólaþróun felur m.a. í sér markvisst umbótastarf sem ætlað er að styrkja faglega stöðu skóla og styðja kennara og skólastjómendur í að ná fram mark- miðum laga og og aðalnámsskrár. Skólaþróun felur einnig í sér að greina og meta skólastarf, að gera áætlun um bætt skólastarf, fram- kvæma hana og endurmeta starfíð. Skólaþróun er stöðug viðleitni til umbóta og lýkur í raun aldrei. 6. Velferð nemenda Gmnnskólinn skal haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, menntun og heil- brigði hvers og eins. Gmnnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðla að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.