Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 30
FRÆÐSLUMAL grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. 7. Nýjar áherslur í starfi kennar- ans Námið er þungamiðja skólastarfs- ins. Skólinn hefur verið að þróast frá kennslustofnun í lærdómsstofn- un þannig að nemandinn beri meiri ábyrgð á námi sínu; að hann læri að læra. Nýjar áherslur í skólastarfi, breytt skipulag skólastarfs og lög- boðnar skyldur kalla á breytingar á störfum kennara og heildarskil- greiningum á vinnutíma yfir skóla- árið. 8. Nýjar áherslur í starfi skóla- stjórans Breytt skipulag skólastarfs kallar á skýra og skilvirka stjórnun sem tekur til allra þátta í rekstri skóla. í nýju skipulagi er skólastjórinn lykil- maður. Hann er forstöðumaður skólans, stjórnar honum og veitir honum faglega forystu. Breytt við- horf og ný sýn á skólastarfið, sem felur m.a. í sér sveigjanlegt vinnu- skipulag, krefst aukinnar starfs- mannastjómunar. Með auknu sjálf- stæði skóla eykst rekstrarleg ábyrgð skólastjóra. 9. Ábyrgð foreldra á skólagöngu barna sinna Foreldrar/forráðamenn bera frumábyrgð á uppeldi og menntun bama sinna. Á þeim hvílir sú skylda að bömin sæki skóla og að þau séu eins móttækileg fyrir þeirri menntun sem skólinn annast og framast er unnt. Skólinn býður fram menntun- artækifæri og aðstoðar foreldra i fé- lagslegu uppeldishlutverki þeirra. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni heimila og skóla og samstarf þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, trausti, sam- ábyrgð og upplýsingamiðlun. Ábyrgð foreldra verði styrkt með ffæðslu um skólastarfið. 10. Kennarinn sem leiðtogi Meginhlutverk kennarans er upp- eldis- og kennsluffæðilegt starf með nemendum - að veita þeim innblást- ur og handleiðslu í þekkingarleit þeirra á sem fjölbreytilegastan hátt. Þessu hlutverki má einnig lýsa sem forystuhlutverki; að vera leiðtogi i námi nemandans. Þetta felur i sér að færa áherslu frá hefðbundinni kennslu í þá átt að skapa nemendum frjóar námsaðstæður. Verkefni kennarans og hlutverk hans verður fjölbreyttara og sveigjanlegra. Með aukinni verkaskiptingu milli kenn- ara gefast betri tækifæri til að hag- nýta bæði getu einstakra kennara og alls kennarahópsins. Með minni miðstýringu bera kennaramir bæði hver um sig og sameiginlega meiri ábyrgð á starfi skólans og skólaþró- un á hverjum stað. Samstarf við skipulagningu, útfærslu og eftir- fylgni í skólastarfinu verður þar með eðlilegur hluti af starfi kennar- ans. Þetta gefur einnig tækifæri til framgangsmöguleika og starfsþró- unar í gmnnskólanum. 11. Samband kennara og nem- enda Kennarinn ákveður á grundvelli námsskrár og kennsluáætlana inni- haid námsins og vinnubrögð nem- enda í samráði við þá. Mat kennar- ans á nemendum, einkunnagjöf og starf að öðm leyti gerir það að verk- um að nemendur eru afar tengdir kennurum. Það gerir kröfur um skýrar samskiptareglur um samband kennara við nemendur, foreldra og kennara sín í milli. 12. Starfshæfni/símenntun Vegna stöðugra þjóðfélagsbreyt- inga og síbreytilegra þarfa nemenda er brýnt að leggja áherslu á mikil- vægi endurmenntunar og símennt- unar kennara. Nauðsynlegt er að þeim gefist kostur á að auka þekk- ingu sína og starfshæfni og fylgjast með þeim nýjungum eða breyting- um sem verða í skólastarfi og í upp- eldis- og kennslufræðum. Lykillinn að bættum skóla er öflugt skólaþró- unarstarf. Til þess að þróa skóla- starfið verður starf kennarans að vera í sífelldri endurskoðun. Hann verður stöðugt að glöggva sig á markmiðum námsins, vega og meta heppilegustu leiðir til að ná þeim og temja sér sveigjanleika í starfi. Það gerir hann meðal annars með því að fýlgjast með nýjungum í skólastarfi. Mikilvægt er að símenntun kennara Otengist endurmenntunaráætlun og markmiðum skóla og þörfúm nem- enda. 13. Jafnrétti Stuðla þarf að sem jöfnustu kynjahlutfalli stjómenda og kennara vegna þess að nemendur þurfa bæði karla og konur sem fyrirmyndir. Mikilvægt er að skólinn komi til móts við ólíkar þarfir nemenda og gæti jafnræðis svo sem varðandi mismunandi kynþætti, menningu og trúarskoðanir. Skapaðar verði að- stæður sem gera skólanum mögu- legt að sinna þessum þörfúm. 14. Stuðningur við stjórnendur Hlutverk skólastjórnenda hefur grundvallarþýðingu fyrir mótun breytinga á vinnuskipulagi kennara og nemenda. Skólastjórinn er leið- togi í stofnun sem er stöðugt að takast á við breytingar. Hlutverk hans er að fylkja öllum starfsmönn- um skólans um sameiginlega sýn. Sveitarfélögin áforma í samráði við Skólastjórafélag íslands að efna til sérstakra námskeiða fyrir skóla- stjómendur til að gera þeim betur kleift að takast á við þetta hlutverk. Sveitarfélögin og Skólastjórafé- lagið munu taka upp viðræður við ríkið um hvemig eigi að standa að símenntun skólastjómenda. 15. Nýliðinn Nauðsynlegt er að styðja sérstak- lega nýja kennara i starfi. Það er skylda skólans að taka vel á móti nýjum kennurum og setja þá inn í starfið samkvæmt skipulögðu kerfi. Nýliðum skal tryggð leiðsögn hjá reyndum kennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.