Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 55
TÆKNIMÁL 3. Vindhraðinn er grænn þráður sem liðast eftir tíma- kvarðanum í km/klst, eins og bíllinn. Rauði þráðurinn er hitastigið í Celcíus-gráðum. 4. Að endingu og neðst kemur úrkoman sem eins og skýin hefúr mismunandi dreifingu og magn sem sést á kvarðanum neðan undir myndinni á hveijum tíma. Mælieiningin er mm á klst. Frekari möguleikar Möguleikar þessa kerfis til útvíkkunar eru nánast óþrjótandi og það sem sýnt er hér er aðeins toppurinn á ísjakanum. Núverandi fjölbreytni er vindur, ský, úrkoma og hitastig og kort yfir sjávarfoll og annað yfir loft- mengun. Kort sem sýna ölduhæð, stefnur og strauma eru til og verða settar fram ef eftirspum er til staðar. I landi eins og Islandi með vetrarveðrin oft válynd og snörp eru ýmsir möguleikar til mikilvægrar viðbótar við veðurspákerfið, sem ffekar auðvelt ætti að vera að koma við að uppfýlltum ákveðnum skilyrðum. Eitt atriði nefni ég til sögunnar og það áhugaverðasta, a.m.k. frá okkar sjónarhóli séð, eru viðvaranir við snjó- flóðum sem byggðar yrðu á staðháttum. Setja má ffam ákveðnar veður- og umhverfisforsend- ur, sem að reynslu staðarmanna og veðurmælingaaðila hafa verið til staðar eða em líklegastar til þess að mynda hættu á og/eða koma af stað snjóflóði eða snjóflóðum. Með fyrrnefndum forsendum og með skilgreindri tímasetningu er hægt að senda viðvömn til lögreglunnar, almannavamakerfisins, sveitarstjómarmanna úti í hémð- unum eða annarra þeirra sem geta án fyrirvara tekið á móti skeyti og boði sem berast t.d. í tölvupósti, svo eitt- hvað sé nefnt. Annað atriði til að nefna er loftmengun í andrúmsloff- inu, rykagnir og gufúr sem til þess að gera er vel viðráð- anlegt viðfangsefni og beinst gæti að ákveðnum svæð- um eftir óskum og þörfúm. Sveigi aöeins af leiö aö gefnu þessu tækifæri Að lokum langar mig aðeins að staldra við eitt afar mikilvægt atriði sem brennur á þessari litlu þjóð að takast á við með skipulegum hætti og ég á afar erfitt með að setja mig úr færi að minnast á. Sá vettvangur sem þetta tímarit nær til er afar mikilvægur í þessu sam- bandi og gæti komið að með kraffi og góðu skipulagi. Hér á ég við tölvuver í eigu almennings, sveitarfélag- anna um land allt til hagnýtingar allra þeirra gífúrlegu tækifæra sem tölvutæknin og Veraldarvefúrinn skapa. Stjómvöld hafa ekki sinnt nema að litlu leyti þessum möguleika að beina möguleikum okkar meir en gert er til nýtingar þess þjóðarauðs sem býr í fólkinu. Ég veit á hinn bóginn að uppi em aðgerðir í þessa vem en í allt of litlum mæli. Ég teldi að þjóðin myndi ekki skipa sér í andstæðar Þetta er vörumerki veðurspákerfisins. fylkingar kæmu fram lög á Alþingi um framkvæmdir á þessum vettvangi og ekki myndi þetta á neinn hátt spilla náttúm Islands meir en orðið er. Vanbúnar þjóðir í austurvegi hafa komið auga á mannauðinn i meira mæli en við þegar horft er til þeirrar aðstöðu og gmnns sem þar er lagður að aukinni farsæld og ómældri gnægð verkefna til þess að leysa fyrir ungt vel gefið fólk og þar sem vinnuskilyrði eru í heima- byggð alveg eins og hvar annars staðar. Tölvubúnaður þessara tölvuvera þarf að vera aðgengi- legur eins og hraðbankinn í útibúi næsta banka og tengd- ur við Vefinn á ljósleiðara þeim sem þjóðin á líka sam- eiginlega. Ekki myndu allir íbúar íslands hagnýta sér þetta, en ótvírætt æska landsins sem kæmist upp á bragðið að vinna og starfa í sinni heimabyggð. Ég hvet sveitar- stjómarmenn til markvissra aðgerða á þessum vettvangi. Lokaorö Ég lýsi þakklæti mínu við þá aðila innan Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem greiddu götu mína og gáfú mér tækifæri til þess að koma á framfæri upplýsingum um afurð fyrirtækisins Halo ehf. Haf- og lofthjúpsffæðistofú og vænti þess að sveitarstjómarmenn, sem og aðrir sjái sér feng i því að nýta sér spávefinn, heimabyggð og næsta nágrenni til farsældar og byiji daginn á því að slá inn slóðina www.theyr.is (eða www.theyr.com eða www.halo.is) á tölvuna sína og gái til veðurs. Greinarhöfúndur mun fúslega veita allar þær upplýs- ingar og aðstoð sem á þyrfti að halda, og netpósturinn er tst@halo.is og síminn 533 1360 eða 899 4670. VERKPRÝÐI Björgvin Þorvarðar Smágröfur • Hita- og hellulagnir • Gámaþjónusta • Fleigun og fráakstur GSM 894 ó 160 • Sími: 587 3184 • Fax: 587 3186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.