Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 56
UMHVERFISMÁL Ólafsvíkuryfirlýsingin Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 Á ráðstefnu íslenska Staðardag- skrárverkeínisins í Ólafsvík 12.-13. október 2000 var gengið frá texta svonefndrar Ólafsvíkuryfirlýsingar, sem síðan var send til allra sveitar- stjóma á íslandi til umíjöllunar og afgreiðslu. Með samþykkt yfirlýs- ingarinnar skuldbinda sveitarfélögin sig til að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar, meðal annars með því að virkja íbúa, félagasam- tök og aðila atvinnulífsins til öflugr- ar þátttöku í verkefnum sem tengj- ast Staðardagskrá 21 og með því að hafa markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi við gerð skipulags- áætlana, sem og við aðra ákvarð- anatöku um málefni sveitarfélags- ins. Ólafsvíkuryfirlýsingin á sér norska fyrirmynd, svonefnda Frið- riksstaðaryfírlýsingu sem samþykkt var á landsráðstefnu norskra sveitar- félaga í Fredrikstad 1998 og hefur nú verið staðfest af rúmlega helm- ingi allra sveitarfélaga í Noregi. Álaborgarsáttmálinn er annað dæmi um sambærilegt skjal, en þar er um að ræða yfirlýsingu evrópskra borga um vilja sinn og metnað til að vinna að framgangi sjálfbærrar þróunar. Reykjavíkurborg er aðili að Ála- borgarsáttmálanum. Islensk sveitarfélög, sem ákveða að gerast aðilar að Ólafsvíkuryfir- lýsingunni, þurfa að tilkynna aðild sína formlega til verkefnisstjóra ís- lenska Staðardagskrárverkefnisins að lokinni afgreiðslu í sveitarstjóm. Listi yfir aðildarsveitarfélög verður síðan birtur reglulega á opinbemm vettvangi. Texti Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar fer hér á eftir, en hann er einnig að frnna á heimasíðu Staðardagskrár- verkefhisins. Slóðin er: http://www.samband.is/dag- skra21/01afsvikuryfírl.htm. Ólafsvíkuryfirlýsingin Yfirlýsing um ffamlag íslenskra sveitarfélaga til sjálfbærrar þróunar Við, íslensk sveitarfélög, viljum leggja okkar af mörkum til sjálf- bærrar þróunar og gerumst því aðilar að þessari yfirlýsingu. 1. grein Markmið okkar eru: l.Sjálfbær þróun sem tryggir lifs- gmndvöll og lífsgæði jafnt fyrir núverandi og komandi kynslóðir. 2 Að athafnir í heimabyggð okkar séu innan þeirra marka sem nátt- úran þolir, jafnt hnattrænt sem heimafyrir. 2. grein Forsendur okkar eru: l.Skilaboð heimsráðstefhu Samein- uðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992 til sveitarstjóma um að hafa áhrif á íbúa, samtök og atvinnulíf með staðbundnum framkvæmdaáætlunum um sjálf- bæra þróun (Staðardagskrá 21). 2.Að sveitarstjórnir eigi að bera ábyrgð á að virkja íbúana í þessu starfi og tryggja þannig þátttöku þeirra og aðild að ákvarðanatöku. 3. Að sérhvert samfélag gegni lykil- hlutverki í að gera sjálfbæra þró- un að vemleika og að umhverfis- og þróunarmálum sé best fyrir komið með þátttöku þeirra sem eiga beinna hagsmuna að gæta. 4, Að skilaboðin frá Ríó verði til þess að efla lýðræði í íslenskum byggðum. 3. grein Við munum: 1. Ganga út frá því að starf að sjálf- bærri þróun sé á ábyrgð allra greina samfélagsins. 2. Virkja íbúa, félagasamtök og að- ila atvinnulífsins til öflugrar þátt- töku í verkefnum sem tengjast Staðardagskrá 21 og hvetja til fræðslu, skoðanaskipta og sam- starfs um þessi mál innan sveitar- félagsins. 3. Byggja starf okkar að sjálfbærri þróun á langtímamarkmiðum, heildarsýn, kerfisbundnum vinnu- brögðum og stöðugum úrbótum. 4. Hafa markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi við gerð skipulagsáætlana, sem og við aðra ákvarðanatöku um málefhi sveit- arfélagsins. 5. Nota grænar lykiltölur eða önnur slík tæki til að fylgjast skipulega með starfi heimabyggðarinnar að sjálfbærri þróun. 6. Vinna að opnum skoðanaskiptum og samstarfi milli sveitarfélaga og við yfirvöld á landsvísu til að tryggja samhengi á milli stað- bundinna, svæðisbundinna, þjóð- legra og alþjóðlegra áætlana í anda sjálfbærrar þróunar. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.