Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 57
UMHVERFISMÁL 4. grein Við viljum sérstaklega leitast við að: 1. Auka meðvitund um nauðsyn þess að taka tillit til umhverfísins í allri framleiðslu, þjónustu og neyslu. 2. Skýra hvað hringrásarhugsun fel- ur í sér fyrir heimabyggðina og stuðla að umræðum þar að lút- andi. 3. Bæta orkunýtingu og vinna að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í endumýjanlega orkugjafa. 4. Tryggja staðbundna auðlinda- stjómun, sem í senn vemdar líf- fræðilega Qölbreytni og skapar grunn fyrir lífvænlega heima- byggð. 5. Gera sýnilegt samhengið milli heilbrigðs umhverfis og vellíðun- ar mannsins 6. Finna leiðir til að haga eigin at- höfhum þannig að við séum í far- arbroddi í sjálfbærri auðlinda- notkun og minnkandi umhverfis- álagi. 7. Gefa umhverfisstarfinu hnattrænt yfirbragð með samstarfi við fólk ffá öðmm löndum og menningar- svæðum. 8. Umgangast menningarminjar sem hluta af sjálfsmynd okkar. 5. grein Við hvetjum: 1. Stjómvöld og samtök á landsvísu til samstarfs á þessum gmndvelli. 2. Önnur sveitarfélög til að gerast aðilar að þessari yfírlýsingu fýrir árslok 2001. 3. Fulltrúa íslenskra sveitarfélaga til að hittast fyrir árslok 2001 til að gera grein fyrir starfinu heima fyrir og til að meta hvort endur- skoða beri þessa yfirlýsingu. (Þannig samþykkt af þátttakendum í landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 í Ólafsvik 13. október 2000) „Sjálfbær þróun í sjón og reynd“ - norrænt námskeið á Netinu Síðla sumars árið 1999 var settur á stofn samstarfshópur þeirra sem starfa á vettvangi norrænu sveitarfé- lagasambandanna og nokkurra ann- arra stofhana á sviði umhverfísmála að Staðardagskrá 21. Stefán Gísla- son, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 hér á landi, á sæti í hópnum sem kallast „Norræni tengslahópurinn um Dagskrá 21 og sjálfbæra þróun“. í ár efnir hópurinn til námskeiðs um sjálfbæra þróun sem ætlað er þeim sem vinna að sjálfbærri þróun á vegum ríkis, sveitarfélaga, at- vinnulífs og félagasamtaka. Gert er ráð fyrir að það sæki milli 40 og 50 þátttakendur. Námskeiðið hefst með fyrirlestr- um og æfíngum í Stokkhólmi 1.-2. mars nk. og þvi lýkur með fundi 6.-7. september í einhveiju Norður- landanna. Að öðru leyti er um að ræða sjálfstætt nám um Internetið og með aðstoð kennara. Námið gef- ur 4 einingar á háskólastigi og er þá miðað við sænska staðla. Tækniháskólinn í Stokkhólmi (Kungliga Tekniska Högskolan (KTH)) sér um námskeiðið. Allt námsefni er á ensku og er fólgið í miklu úrvali upplýsinga af Netinu, tímaritsgreinum og útdráttum úr bókum. Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist grunnþekkingu á skilyrðum sjálfbærrar þróunar, jafnt staðbundið sem svæðisbundið, sem og í starfsemi fyrirtækja og samtaka. Jafhframt verður reynt að byggja á þeirri þekkingu og reynslu sem þátttakendur búa yfir í upphafi námskeiðsins. Auk þekkingarinnar sem það veitir, standa vonir til að þátttakendur myndi eigið tengslanet sem nýtist þeim um langa ffamtíð. Námskeiðsgjald er 8.500 sænskar eða um 75.000 ísl. krónur. Ferðir, uppihald og námsefni er ekki inni- falið. Hugsanlegt er að Norræna ráðherranefndin geti niðurgreitt kostnaðinn að hluta, svo sem ferða- kostnað. Þeir sem þurfa á slíkum stuðningi að halda eru beðnir að hafa samband við Stefán Gíslason, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21, sem einnig veitir nánari upp- lýsingar: stefang@aknet.is http://www.samband.is/dagskra21 eðaí síma 437 2311. Umsóknir þurfa að berast sem allra fyrst. Ráðstefna um sjálfbæra þróun í Malmö 27.-29. júní 2001 Dagana 27.-29. júní nk. verður haldin ráðstefna um sjálfbæra þróun á vegum Sambands sænskra sveitar- félaga, sænska umhverfísráðuneyt- isins, framkvæmdastjómar Evrópu- sambandsins, Malmöborgar og CEMR (Council of European Mun- icipalities and Regions). Ráðstefnan verður haldin í Malmö i Svíþjóð, en á sama tíma verður þar stærsta bú- setusýning (búmessa) í Evrópu í ár, undir yfírskriftinni „BoOl, Framtíð- arborgin“. Þar verða umhverfismál í brennidepli. (Sjá einnig: http://www.bo01 .com/). A ráðstefnunni í Malmö verður m.a. gefið yfirlit yfir norrænt starf að sjálfbærri þróun. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á: http://www.agenda21 forum.org. Nánari upplýsingar veitir Stefán Gíslason, verkefhisstjóri Staðardag- skrár21 á íslandi í: stefang@aknet. i sh ttp: //www. sam- band.is/dagskra21 eða í síma 437 2311. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.