Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 67

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 67
FJÁRMÁL Útsvarsálagningin 2001 Fyrir 1. desember ár hvert skal sveitarstjóm ákveða álagningarpró- sentu útsvars íyrir næsta ár á eftir og tilkynna það fjármálaráðuneytinu fyrir 15. desember. Nokkur hækkun varð á álagning- arprósentu útsvars fyrir árið 2001 miðað við fyrri ár. Er það í sam- ræmi við niðurstöður endurskoðun- arnefndar tekjustofnalaganna og breytingamar á tekjustofnalögunum sem skýrt var frá í 5. tbl. 2000. Heimild sveitarfélaga til hámarks- álagningar útsvars hækkaði sam- kvæmt lagabreytingunni úr 12,04% í 12,70% eða um 0,66%. Lágmark útsvarsálagningar er óbreytt eða 11,24%. Vegið meðalútsvar sveitarfélaga fyrir árið 2001 er 12,68%. Til sam- anburðar var meðalútsvar á árinu 2000 11,96% og á árinu 1999 var það 11,93%. Hámark álagningar- heimildar nota 83 sveitarfélög en fjögur leggja á lágmarksútsvar. A árinu 1999 nam útsvarið 78,9% af heildarskatttekjum sveitarfélag- anna. í lögum nr. 4/1995 um tekju- stofna sveitarfélaga með breyting- unum frá 29. nóvember sl. em laga- ákvæði um álagningu útsvars. Nefnd fjallar um undanþágur frá greiðslu fasteigna- skatts Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, hefur skipað nefnd til þess að yfirfara ákvæði um undanþágur frá greiðslu fasteignaskatts, en slikar undanþágur er að finna í tekju- stofnalögum og ýmsum sérlögum, s.s. orkulögum. Auk þess að taka saman yfirlit um umfang slíkra und- anþágna á nefhdin að koma með til- lögur sem orðið geta til fækkunar á undanþágum og til einföldunar álagningar skattsins. Er þetta í samræmi við tillögur endurskoðunamefndar tekjustofna- laganna sem lagði til að undanþág- um ffá greiðslu fasteignaskatts yrði fælckað. I nefndinni em Ólafur Páll Gunn- arsson, lögffæðingur í fjármálaráðu- neytinu, tilnefndur af þvi, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður, tilnefndir af stjóm sambandsins, og Guðjón Bragason, lögfræðingur i félagsmálaráðuneytinu, og er hann formaður nefndarinnar. Mat á kostnaði sveitarfélaga vegna nýrra laga og annarra stj órnvaldsákvarðana Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, hefur skipað starfshóp til þess að meta hvaða kostnað einstök lög, reglugerðir og aðrar stjórnvalds- ákvarðanir hafa í for með sér fyrir sveitarfélög. Er þetta gert að tillögu endurskoðunamefndar tekjustofna- laganna sem lagði til að öll lög og stjórnvaldsákvarðanir sem áhrif hafa á fjármál sveitarfélaga séu kostnaðarmetin þannig að ávallt liggi sem mest fyrir um fjárhagsleg áhrif þeirra á fjármál sveitarfélag- anna. Markmið starfshópsins verður m.a., eins og segir í erindi félags- málaráðuneytisins til sambandsins um þetta efni: • Að kynna sér hvemig staðið er að kostnaðarmati sem þessu í ná- grannalöndum okkar. • Að koma með tillögur um fyrir- komulag sliks kostnaðarmats, hvemig það skuli framkvæmt og afhveijum. • Að koma með tillögur um það hvemig taka beri á ágreiningi sem upp kann að koma við slíkt kostn- aðarmat. í nefndinni eru Leifur Eysteins- son, viðskiptafræðingur í fjármála- ráðuneytinu, tilnefndur af því, Gunnlaugur A. Júlíusson, deildar- stjóri hagdeildar sambandsins, til- nefndur af stjórn þess, og Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur í fé- lagsmálaráðuneytinu, sem er for- maður nefndarinnar. Starfshópur um þjón- ustugjöld Félagsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp til þess að gera úttekt á því hvemig sveitarfé- lögin leggja á og innheimta þjón- ustugjöld. Er þetta í samræmi við tillögur endurskoðunarnefndar tekjustofnalaganna sem einnig benti á að nauðsynlegt væri að yfírfara gjaldtökuheimildir í lögum og reglugerðum og kanna nákvæmlega beitingu slíkra heimilda i hverju sveitarfélagi um sig. Benti nefndin á að slík úttekt hafi þegar farið fram varðandi gjaldtökuheimildir ríkis- stofnana. Þá bendir félagsmálaráðuneytið á í bréfi til sambandsins um skipun starfshópsins að í nýsettri reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitar- félaga séu gerðar strangar kröfur til sveitarfélaga um að halda tekjum og gjöldum vegna þjónustugjalda sér- greindum í bókhaldi. Einnig að í henni séu skýr fyrirmæli um að sameiginlegan kostnað, s. s. við yf- irstjórn, megi færa sem útgjöld á móti tekjum af þjónustugjöldum. Starfshópurinn á að skila áfanga- skýrslu til félagsmálaráðherra á sumri komanda. I starfshópnum eru Kristbjörg Stephensen, lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg, og Sigurður Óli Kolbeinsson, deildarstjóri lögfræði- deildar sambandsins, bæði tilnefnd af stjórn sambandsins, og Guðjón Bragason, lögfræðingur í félags- málaráðuneytinu, sem er formaður. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.