Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 12
Heilbrigðismál Anna Þóra Baldursdóttir lektor, Háskólanum á Akureyri: Fíkniefni - fræðsla og forvamir í gmnn- og framhaldsskólum í kjölfar frétta af aukinni fikniefnaneyslu ungs fólks vará 57. fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í nóvember 1999 samþykkt tillaga Gunnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa á Akra- nesi, um að stjórn sambandsins yrði falið að leita eftir samkomulagi við dóms- og menntamálaráðu- neyti um sameiginlegt átak sveitarfélaga og ráðuneyta gegn dreifingu og sölu fíkniefna, t.d. með stórauknum áróðri og fræðslu í grunn- og framhaldsskólum, og að skipaður yrði starfshópur til að vinna að þessu verkefni. Starfshópurinn var kallaður saman i nóvember 2000, en hann skipuðu þau Anna Þóra Baldursdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, formaður, Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, öll tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, til- nefndur af dómsmálaráðuneyti, og Sigríður Hulda Jónsdóttir, verkefnisstjóri með forvarnastarfi í framhaldsskólum, tilnefnd af menntamálaráðu- neyti. Með hópnum starfaði Sigurjón Pétursson, deildarstjóri grunnskóladeildar, og Ragnhildur Hannesdóttir, ritari hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga. Hlutverk hópsins var að gera tillögur um það á hvern hátt hægt er að samræma og efla fræðslu um fíkniefni og forvarnir gegn neyslu þeirra i grunn- og framhaldsskólum. Starfshópurinn skilaði skýrslu með tillögum þar um í maí síðastliðnum. Anna Þóra Baldursdóítir hefur lokið mastersprófi í menntunarfrœðum með áherslu á stjórnun. Hún er lektor og brautarstjóri framhaldsbrautar við kennaradeild Háskólans á Akureyri og hefur um árabil starfað í nefndum fyrir Akureyrarbœ. Nauðsynlegt þótti að safna upplýsingum um hvernig staðið er að fræðslu um flkniefni og for- varnir, hvers konar fræðsla og aðferðir hafa reynst vel og hvaða leiðir eru taldar vænlegar til árangurs miðað við þá reynslu sem fengist hefúr. í þeim til- gangi var öllum sveitarfélögum skrifað og óskað eftir svörum við nokkrum spurningum um grunn- skólann. Rætt var við ýmsa aðila sem starfa við eða koma að forvörnum í fíkniefnamálum og gerðu þeir grein fyrir málum frá sjónarhóli sínum. Þá var leitað eftir upplýsingum hjá embætti ríkis- lögreglustjóra um það hvernig lögreglan kemur að fræðslumálum í skólum og voru fulltrúar lögregl- unnar meðal þeirra sem komu til viðræðna við hópinn. A vegum menntamálaráðuneytis eru starf- andi tveir verkefnisstjórar sem hafa umsjón með forvarnastarfi í framhaldsskólum, en í þeim flest- um starfa nú forvarnafulltrúar. Annar verkefnis- stjórinn situr í starfshópnum og kynnti hann for- varnastarf í framhaldsskólum og lagði hópnum til efni. Tillögur Starfshópurinn setti fram 10 tillögur um sam- ræmingu og eflingu fræðslu og forvarna um fíkni- efni í grunn- og framhaldsskólum og um ýmsa þætti sem tengjast því markmiði beint eða óbeint. Byggja tillögurnar fyrst og fremst á atriðum sem fram komu í svörum sveitarfélaga, upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra, viðtölum sem hóp- urinn átti, þeirri reynslu sem fengist hefur í for- varnastarfi í grunn- og framhaldsskólum ásamt fleiri þáttum sem hópnum þykir ástæða til að leggja áherslu á. Sumum tillögum getur Samband íslenskra sveit- arfélaga sjálft komið í framkvæmd eða þær snerta beint þjónustu sem það getur veitt, en aðrar eru til þess ætlaðar að það beiti áhrifum sinum gagnvart viðkomandi aðilum hverju sinni eða leiti frekara samstarfs. Hér á eftir eru tillögurnar kynntar og gerð nánari grein fyrir þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.