Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 12
Heilbrigðismál
Anna Þóra Baldursdóttir lektor, Háskólanum á Akureyri:
Fíkniefni - fræðsla og forvamir
í gmnn- og framhaldsskólum
í kjölfar frétta af aukinni fikniefnaneyslu ungs
fólks vará 57. fulltrúaráðsfundi Sambands
íslenskra sveitarfélaga í nóvember 1999 samþykkt
tillaga Gunnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa á Akra-
nesi, um að stjórn sambandsins yrði falið að leita
eftir samkomulagi við dóms- og menntamálaráðu-
neyti um sameiginlegt átak sveitarfélaga og
ráðuneyta gegn dreifingu og sölu fíkniefna, t.d.
með stórauknum áróðri og fræðslu í grunn- og
framhaldsskólum, og að skipaður yrði starfshópur
til að vinna að þessu verkefni. Starfshópurinn var
kallaður saman i nóvember 2000, en hann skipuðu
þau Anna Þóra Baldursdóttir, lektor við Háskólann
á Akureyri, formaður, Gunnar Sigurðsson,
bæjarfulltrúi á Akranesi, Snjólaug Stefánsdóttir,
verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, öll tilnefnd af
Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ingvi Hrafn
Óskarsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, til-
nefndur af dómsmálaráðuneyti, og Sigríður Hulda
Jónsdóttir, verkefnisstjóri með forvarnastarfi í
framhaldsskólum, tilnefnd af menntamálaráðu-
neyti. Með hópnum starfaði Sigurjón Pétursson,
deildarstjóri grunnskóladeildar, og Ragnhildur
Hannesdóttir, ritari hjá Sambandi íslenskra sveitar-
félaga.
Hlutverk hópsins var að gera tillögur um það á
hvern hátt hægt er að samræma og efla fræðslu um
fíkniefni og forvarnir gegn neyslu þeirra i grunn-
og framhaldsskólum. Starfshópurinn skilaði
skýrslu með tillögum þar um í maí síðastliðnum.
Anna Þóra Baldursdóítir
hefur lokið mastersprófi
í menntunarfrœðum með
áherslu á stjórnun. Hún er
lektor og brautarstjóri
framhaldsbrautar við
kennaradeild Háskólans á
Akureyri og hefur um árabil
starfað í nefndum fyrir
Akureyrarbœ.
Nauðsynlegt þótti að safna upplýsingum um
hvernig staðið er að fræðslu um flkniefni og for-
varnir, hvers konar fræðsla og aðferðir hafa reynst
vel og hvaða leiðir eru taldar vænlegar til árangurs
miðað við þá reynslu sem fengist hefúr. í þeim til-
gangi var öllum sveitarfélögum skrifað og óskað
eftir svörum við nokkrum spurningum um grunn-
skólann. Rætt var við ýmsa aðila sem starfa við
eða koma að forvörnum í fíkniefnamálum og
gerðu þeir grein fyrir málum frá sjónarhóli sínum.
Þá var leitað eftir upplýsingum hjá embætti ríkis-
lögreglustjóra um það hvernig lögreglan kemur að
fræðslumálum í skólum og voru fulltrúar lögregl-
unnar meðal þeirra sem komu til viðræðna við
hópinn. A vegum menntamálaráðuneytis eru starf-
andi tveir verkefnisstjórar sem hafa umsjón með
forvarnastarfi í framhaldsskólum, en í þeim flest-
um starfa nú forvarnafulltrúar. Annar verkefnis-
stjórinn situr í starfshópnum og kynnti hann for-
varnastarf í framhaldsskólum og lagði hópnum til
efni.
Tillögur
Starfshópurinn setti fram 10 tillögur um sam-
ræmingu og eflingu fræðslu og forvarna um fíkni-
efni í grunn- og framhaldsskólum og um ýmsa
þætti sem tengjast því markmiði beint eða óbeint.
Byggja tillögurnar fyrst og fremst á atriðum sem
fram komu í svörum sveitarfélaga, upplýsingum
frá embætti ríkislögreglustjóra, viðtölum sem hóp-
urinn átti, þeirri reynslu sem fengist hefur í for-
varnastarfi í grunn- og framhaldsskólum ásamt
fleiri þáttum sem hópnum þykir ástæða til að
leggja áherslu á.
Sumum tillögum getur Samband íslenskra sveit-
arfélaga sjálft komið í framkvæmd eða þær snerta
beint þjónustu sem það getur veitt, en aðrar eru til
þess ætlaðar að það beiti áhrifum sinum gagnvart
viðkomandi aðilum hverju sinni eða leiti frekara
samstarfs.
Hér á eftir eru tillögurnar kynntar og gerð nánari
grein fyrir þeim.